Börnin sem deyja Bjarni Karlsson skrifar 19. september 2018 07:00 Þegar ég var unglingskjáni og vissi ekki neitt um neitt vissi ég samt að ég tilheyrði þjóðfélagi sem reiknaði með mér. „Það vantar ekki viljann,“ sagði Jónas bóndi í Kálfholti og brosti þolinmóður þegar ungi vinnumaðurinn hafði gert enn eitt axarskaftið. Almennt var það afstaðan til manns að á endanum yrði maður líklega til einhvers nýtur. Ég ólst upp við frásagnir foreldra minna af því hvernig þau komu þaki yfir höfuðið í samhentu striti og trúði því að ég gæti þetta líka. Þannig leið, held ég, flestum af minni kynslóð. Við trúðum að við gætum gert eitthvað og verið eitthvað sem skipti okkur og jafnvel aðra máli. Í dag ríkir djúp angist með þjóðinni vegna alls unga fólksins sem deyr ýmist í sjálfsvígum eða neyslu-slysum. Við finnum öll til og horfum spyrjandi hvert á annað. Ég hef ekki svarið en það læðist að mér sá grunur að e.t.v. sé tilfinningin fyrir því að eiga heima í heiminum að þynnast út. Við lifum í veröld sem virðist orðin að einkalóð fárra. Almenningur er á vergangi í milljónavís og einhvern veginn hefur okkur tekist að stilla málum þannig upp hér heima að margt ungt fólk er ekki að tengja við þjóðfélagið. Þau sjá engan bíða eftir kröftum þeirra og það er enginn Jónas bóndi sem ögrar til dáða. Getur hugsast að veruleikinn sem við höfum skapað í menningu okkar sé svo merkingarlaus að börnin okkar deyi af tilgangsleysi? Getur verið að einfeldningsleg trú okkar á efnahagsvöxt og markaðslögmál ræni ekki bara náttúruna þolinmæðinni gagnvart okkur heldur sé dauði barnanna okkar önnur birtingarmynd sama fáránleika? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun
Þegar ég var unglingskjáni og vissi ekki neitt um neitt vissi ég samt að ég tilheyrði þjóðfélagi sem reiknaði með mér. „Það vantar ekki viljann,“ sagði Jónas bóndi í Kálfholti og brosti þolinmóður þegar ungi vinnumaðurinn hafði gert enn eitt axarskaftið. Almennt var það afstaðan til manns að á endanum yrði maður líklega til einhvers nýtur. Ég ólst upp við frásagnir foreldra minna af því hvernig þau komu þaki yfir höfuðið í samhentu striti og trúði því að ég gæti þetta líka. Þannig leið, held ég, flestum af minni kynslóð. Við trúðum að við gætum gert eitthvað og verið eitthvað sem skipti okkur og jafnvel aðra máli. Í dag ríkir djúp angist með þjóðinni vegna alls unga fólksins sem deyr ýmist í sjálfsvígum eða neyslu-slysum. Við finnum öll til og horfum spyrjandi hvert á annað. Ég hef ekki svarið en það læðist að mér sá grunur að e.t.v. sé tilfinningin fyrir því að eiga heima í heiminum að þynnast út. Við lifum í veröld sem virðist orðin að einkalóð fárra. Almenningur er á vergangi í milljónavís og einhvern veginn hefur okkur tekist að stilla málum þannig upp hér heima að margt ungt fólk er ekki að tengja við þjóðfélagið. Þau sjá engan bíða eftir kröftum þeirra og það er enginn Jónas bóndi sem ögrar til dáða. Getur hugsast að veruleikinn sem við höfum skapað í menningu okkar sé svo merkingarlaus að börnin okkar deyi af tilgangsleysi? Getur verið að einfeldningsleg trú okkar á efnahagsvöxt og markaðslögmál ræni ekki bara náttúruna þolinmæðinni gagnvart okkur heldur sé dauði barnanna okkar önnur birtingarmynd sama fáránleika?
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun