Sara væri til í að stríða liðsfélögum sínum á morgun en bíður með yfirlýsingarnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. ágúst 2018 15:00 Freyr Alexandersson og Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum. vísir/getty Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefði ekkert á móti því að stríða liðsfélögum sínum í Wolfsburg aðeins á morgun þegar að Ísland og Þýskaland mætast í undankeppni HM 2019. Með sigri tryggir íslenska liðið sér farseðilinn á HM en Þýskaland þarf að fara í umspilið. Með Þýskalandi spila nokkrar vinkonur Söru úr þýska stórveldinu WfL Wolfsburg. „Það kitlar svolítið. Það myndi vera mjög skemmtilegt. Eftir fyrri leikinn var ekki mikið sagt. Það var hljótt í búningsklefanum. Við skulum bíða með yfirlýsingar samt," sagði Sara en hefur þessi leikur verið mikið ræddur á undirbúningstímabilinu hjá Wolfsburg? „Við höfum ekki rætt leikinn mikið. Við höfum meira rætt um veðrið og annað svona á léttu nótunum. Við höfum ekki sagt of mikið,“ sagði Sara. Miklar væntingar voru gerðar til stelpnanna á EM á síðasta ári en ekki gekk það eftir. Telur Sara að pressan og fjölmiðlafárið í kringum það mót hjálpi í þessum stórleik á morgun? „Það voru miklar kröfur settar á okkur fyrir EM og sjálfar settum við kröfur á okkur sem við stóðum ekki undir. Það var smá sjokk fyrir okkur. Við höfum samt spilað vel í undankeppninni, erum í frábærri stöðu og eigum það skilið,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir. Textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum má sjá hér að neðan.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefði ekkert á móti því að stríða liðsfélögum sínum í Wolfsburg aðeins á morgun þegar að Ísland og Þýskaland mætast í undankeppni HM 2019. Með sigri tryggir íslenska liðið sér farseðilinn á HM en Þýskaland þarf að fara í umspilið. Með Þýskalandi spila nokkrar vinkonur Söru úr þýska stórveldinu WfL Wolfsburg. „Það kitlar svolítið. Það myndi vera mjög skemmtilegt. Eftir fyrri leikinn var ekki mikið sagt. Það var hljótt í búningsklefanum. Við skulum bíða með yfirlýsingar samt," sagði Sara en hefur þessi leikur verið mikið ræddur á undirbúningstímabilinu hjá Wolfsburg? „Við höfum ekki rætt leikinn mikið. Við höfum meira rætt um veðrið og annað svona á léttu nótunum. Við höfum ekki sagt of mikið,“ sagði Sara. Miklar væntingar voru gerðar til stelpnanna á EM á síðasta ári en ekki gekk það eftir. Telur Sara að pressan og fjölmiðlafárið í kringum það mót hjálpi í þessum stórleik á morgun? „Það voru miklar kröfur settar á okkur fyrir EM og sjálfar settum við kröfur á okkur sem við stóðum ekki undir. Það var smá sjokk fyrir okkur. Við höfum samt spilað vel í undankeppninni, erum í frábærri stöðu og eigum það skilið,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir. Textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum má sjá hér að neðan.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Við erum á góðri vegferð Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti á HM með sigri á Þýskalandi á morgun. Hallbera Guðný Gísladóttir segir tilhlökkunina í íslenska hópnum fyrir leiknum mikla en veit að verkefnið er ærið. 31. ágúst 2018 08:00 Fór fyrst í gallabuxur í 10. bekk og vildi fermast í HK-gallanum Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir getur ekki beðið eftir morgundeginum þegar að stelpurnar okkar mæta Þýskalandi fyrir fullu húsi. 31. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Við erum á góðri vegferð Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti á HM með sigri á Þýskalandi á morgun. Hallbera Guðný Gísladóttir segir tilhlökkunina í íslenska hópnum fyrir leiknum mikla en veit að verkefnið er ærið. 31. ágúst 2018 08:00
Fór fyrst í gallabuxur í 10. bekk og vildi fermast í HK-gallanum Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir getur ekki beðið eftir morgundeginum þegar að stelpurnar okkar mæta Þýskalandi fyrir fullu húsi. 31. ágúst 2018 12:00