Af dyntóttum bleikjum í Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 20. ágúst 2018 10:51 Sjóbleikjuveiðin hefur verið góð á flestum svæðum sem við höfum verið að fá fregnir frá en eitt af þeim mest sóttu er Hraunsfjörður. Við höfum verið að heyra í veiðimönnum sem hafa verið þar við veiðar undanfarið og margir eru að veiða ágætlega. Við höfum heyrt af einum ágætum veiðimanni sem þekkir vatnið afar vel sem veiddi 16 bleikjur í beit en það var ekki fyrr en rétta flugan var komin undir, þ.e.a.s. flugan sem bleikjan vildi taka þá stundina. Það þarf nefnilega oft að fara í gegnum ansi margar flugur þangað til flugan sem bleikjan vill taka er fundinn og það getur tekið aðeins á þegar það er mikið af bleikju af vaka allt um kring. Það sem hefur verið að gefa best í Hraunsfirði eru litlar flugur sem líkjast marfló og þá helst í grænum eða brúngrænum lit. Lítill peacock í stærðum 16-18# hefur líka gefið ágætlega en að auki við rétta flugu er lykilatriði að draga afar hægt inn og leyfa flugunni að veiða djúpt. Það er að sögn veiðimanna mikið af bleikju í Hraunsfirði og um að gera að nýta þessa daga þar sem það er spáð skýjuðu veðri að ná sér í nokkrar bleikjur á grillið. Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði
Sjóbleikjuveiðin hefur verið góð á flestum svæðum sem við höfum verið að fá fregnir frá en eitt af þeim mest sóttu er Hraunsfjörður. Við höfum verið að heyra í veiðimönnum sem hafa verið þar við veiðar undanfarið og margir eru að veiða ágætlega. Við höfum heyrt af einum ágætum veiðimanni sem þekkir vatnið afar vel sem veiddi 16 bleikjur í beit en það var ekki fyrr en rétta flugan var komin undir, þ.e.a.s. flugan sem bleikjan vildi taka þá stundina. Það þarf nefnilega oft að fara í gegnum ansi margar flugur þangað til flugan sem bleikjan vill taka er fundinn og það getur tekið aðeins á þegar það er mikið af bleikju af vaka allt um kring. Það sem hefur verið að gefa best í Hraunsfirði eru litlar flugur sem líkjast marfló og þá helst í grænum eða brúngrænum lit. Lítill peacock í stærðum 16-18# hefur líka gefið ágætlega en að auki við rétta flugu er lykilatriði að draga afar hægt inn og leyfa flugunni að veiða djúpt. Það er að sögn veiðimanna mikið af bleikju í Hraunsfirði og um að gera að nýta þessa daga þar sem það er spáð skýjuðu veðri að ná sér í nokkrar bleikjur á grillið.
Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði