Óli Kristjáns í Pepsimörkunum: „FH verður áfram til þó það nái ekki Evrópu“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 13:30 FH-ingar fagna marki gegn Fylki á sunnudaginn vísir/bára Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH í haust af Heimi Guðjónssyni. FH-liðið hefur ekki staðið undir væntingum í sumar og er í harðri baráttu um að ná Evrópusæti. FH er að gangast undir ýmsar breytingar og með innkomu Ólafs varð mikil hreyfing á leikmannahópnum. Ólafur var sérstakur gestur Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar var tekinn saman listi yfir alla þá nýju leikmenn sem Ólafur fékk til félagsins en þeir eru 12 talsins.S2 Sport„Þetta er langur listi en það voru líka leikmenn sem fóru. Ég held ég hafi tekið það saman og það voru einhverjir 10 eða 11 leikmenn sem fóru frá félaginu,“ sagði Ólafur. „Leikmenn sem höfðu spilað marga leiki; Kassim Doumbia, Bergsveinn, Böðvar, Emil Pálsson, Kristján Flóki og Guðmundur Karl, bara til að nefna nokkra. Við þurftum að bregðast við því.“ FH gæti misst af Evrópusæti í fyrsta skipti í fimmtán ár í haust. Liðið er þremur stigum á eftir KR í fjóðra sætinu þegar bæði lið eiga eftir fimm leiki. „FH verður áfram til sem félag þó það komist ekki í Evrópukeppni, þó það hafi ekki gerst í langan tíma.“ „Það sem við FH-ingar stöndum frammi fyrir er það að við þurfum að horfast í augu við þær áskoranir sem við höfum og við þurfum að vera svolítið heiðarlegir.“Ólafur hefur átt erfitt uppdráttar með lið FH í sumarvísir/bára„Það eru fimm uppaldir leikmenn í FH. Fjórir þeirra eru 30 ára eða eldri.“ Um helgina voru teknar fyrstu skóflustungurnar að nýju knatthúsi sem á að byggja á svæði FH í Hafnarfirðinum. Ólafur sagði aðstöðu FH eins og hún er í dag ekki vera eins góða eins og hjá sumumm öðrum félögum í deildinni. „Aðstaðan, Risinn og Dvergurinn, þó þau séu ágætis hús þá eru þau ekki af fullri stærð. Það eru margir sem halda að þetta sé afsökun en þegar ég fer að hugsa afhverju fyrirgjafir, spilið inn í teig og annað, er ekki betra en raun ber vitni, þá horfi ég á það að sex mánuði á ári þá æfum við í húsi þar sem er ekki hægt að fara út í breidd og gefa fyrir svo það er kannski ekki skrítið að það hökti aðeins.“ „Við skulum vona að mönnum endist líf og heilsa til þess að fá fleiri stig áður en að húsið kemur,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH í haust af Heimi Guðjónssyni. FH-liðið hefur ekki staðið undir væntingum í sumar og er í harðri baráttu um að ná Evrópusæti. FH er að gangast undir ýmsar breytingar og með innkomu Ólafs varð mikil hreyfing á leikmannahópnum. Ólafur var sérstakur gestur Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar var tekinn saman listi yfir alla þá nýju leikmenn sem Ólafur fékk til félagsins en þeir eru 12 talsins.S2 Sport„Þetta er langur listi en það voru líka leikmenn sem fóru. Ég held ég hafi tekið það saman og það voru einhverjir 10 eða 11 leikmenn sem fóru frá félaginu,“ sagði Ólafur. „Leikmenn sem höfðu spilað marga leiki; Kassim Doumbia, Bergsveinn, Böðvar, Emil Pálsson, Kristján Flóki og Guðmundur Karl, bara til að nefna nokkra. Við þurftum að bregðast við því.“ FH gæti misst af Evrópusæti í fyrsta skipti í fimmtán ár í haust. Liðið er þremur stigum á eftir KR í fjóðra sætinu þegar bæði lið eiga eftir fimm leiki. „FH verður áfram til sem félag þó það komist ekki í Evrópukeppni, þó það hafi ekki gerst í langan tíma.“ „Það sem við FH-ingar stöndum frammi fyrir er það að við þurfum að horfast í augu við þær áskoranir sem við höfum og við þurfum að vera svolítið heiðarlegir.“Ólafur hefur átt erfitt uppdráttar með lið FH í sumarvísir/bára„Það eru fimm uppaldir leikmenn í FH. Fjórir þeirra eru 30 ára eða eldri.“ Um helgina voru teknar fyrstu skóflustungurnar að nýju knatthúsi sem á að byggja á svæði FH í Hafnarfirðinum. Ólafur sagði aðstöðu FH eins og hún er í dag ekki vera eins góða eins og hjá sumumm öðrum félögum í deildinni. „Aðstaðan, Risinn og Dvergurinn, þó þau séu ágætis hús þá eru þau ekki af fullri stærð. Það eru margir sem halda að þetta sé afsökun en þegar ég fer að hugsa afhverju fyrirgjafir, spilið inn í teig og annað, er ekki betra en raun ber vitni, þá horfi ég á það að sex mánuði á ári þá æfum við í húsi þar sem er ekki hægt að fara út í breidd og gefa fyrir svo það er kannski ekki skrítið að það hökti aðeins.“ „Við skulum vona að mönnum endist líf og heilsa til þess að fá fleiri stig áður en að húsið kemur,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira