Arsène Wenger fékk höfðinglegar móttökur og orðu í Líberíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 17:15 Arsène Wenger fær hér orðuna frá George Weah. Vísir/EPA Fyrir þá sem eru að pæla í því hvar Arsène Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, er staddur á hnettinum í dag þá er franski stjórinn kominn til Líberíu í vestur Afríku. Líberíumenn veittu Wenger hæstu orðu þjóðarinnar í dag en Frakkinn verður þá tekinn inn í fámennan hóp fólks sem hefur fengið „Order of Distinction“ í landinu.(BBC Africa) Arsène Wenger gets hero's welcome in Liberia https://t.co/RCI9eNpn3r — DNP News (@DNP_News) August 23, 2018Gamla fótboltagoðsögnin George Weah er nú forseti Líberíu og hefur verið það síðan í janúar. Það var einmitt Arsène Wenger sem sótti George Weah til Evrópu á sínum tíma eða þegar Wenger var knattspyrnustjóri hjá Mónakó. Weah kom til Mónakó árið 1988 en hann var þarna 22 ára og skoraði 14 mörk í 23 leikjum fyrsta tímabilið sitt með Mónakó liðinu 1988-89. Árið 1995 varð George Weah fyrsti og eini Afríkumaðurinn til að vera kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu. Þá hafði Weah farið frá Mónakó til Paris Saint-Germain og þaðan til AC Milan á Ítalíu. Wenger fær titilinn „Knight Grand Commander of the Humane Order of African Redemption“.Arsene Wenger in Liberia with a baby named after him. Amazing photo. pic.twitter.com/sZdnYGvMGK — Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) August 23, 2018Arsène Wenger fékk höfðinglegar móttökur á flugvellinum sem er í 52 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Monrovia. Wenger sagði á flugvellinum að hann væri kominn til að heimsækja George Weah og að hann vissi ekki af orðuveitingunni. George Weah hefur líka verið gagnrýndur í Líberíu fyrir að láta Wenger fá orðu fyrir það sem hann gerði fyrir forsetann persónulega en ekki fyrir eitthvað sem hann gerði fyrir líberísku þjóðina. Þjálfarnir sem gerðu hann að þeim leikmanni sem hann var orðinn 22 ára gamall ættu alveg eins skilið slíka orðu eins og Wenger. Eugene Nagbe sem starfar sem upplýsingaráðherra í ríkisstjórn landsins, segir að Wenger hafi þarna opnað dyrnar fyrir afríska knattspyrnumenn til Evrópu og hafi þar með gert mikið fyrir Líberíu og alla Afríku. Sextán afrískir leikmenn léku fyrir Wenger hjá Arsenal og þar á meðal voru Fílabeinsstrendingurinn Kolo Toure, Kamerúnmaðurinn Lauren og Nígeríubúinn Nwankwo Kanu. Enski boltinn Líbería Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Fyrir þá sem eru að pæla í því hvar Arsène Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, er staddur á hnettinum í dag þá er franski stjórinn kominn til Líberíu í vestur Afríku. Líberíumenn veittu Wenger hæstu orðu þjóðarinnar í dag en Frakkinn verður þá tekinn inn í fámennan hóp fólks sem hefur fengið „Order of Distinction“ í landinu.(BBC Africa) Arsène Wenger gets hero's welcome in Liberia https://t.co/RCI9eNpn3r — DNP News (@DNP_News) August 23, 2018Gamla fótboltagoðsögnin George Weah er nú forseti Líberíu og hefur verið það síðan í janúar. Það var einmitt Arsène Wenger sem sótti George Weah til Evrópu á sínum tíma eða þegar Wenger var knattspyrnustjóri hjá Mónakó. Weah kom til Mónakó árið 1988 en hann var þarna 22 ára og skoraði 14 mörk í 23 leikjum fyrsta tímabilið sitt með Mónakó liðinu 1988-89. Árið 1995 varð George Weah fyrsti og eini Afríkumaðurinn til að vera kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu. Þá hafði Weah farið frá Mónakó til Paris Saint-Germain og þaðan til AC Milan á Ítalíu. Wenger fær titilinn „Knight Grand Commander of the Humane Order of African Redemption“.Arsene Wenger in Liberia with a baby named after him. Amazing photo. pic.twitter.com/sZdnYGvMGK — Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) August 23, 2018Arsène Wenger fékk höfðinglegar móttökur á flugvellinum sem er í 52 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Monrovia. Wenger sagði á flugvellinum að hann væri kominn til að heimsækja George Weah og að hann vissi ekki af orðuveitingunni. George Weah hefur líka verið gagnrýndur í Líberíu fyrir að láta Wenger fá orðu fyrir það sem hann gerði fyrir forsetann persónulega en ekki fyrir eitthvað sem hann gerði fyrir líberísku þjóðina. Þjálfarnir sem gerðu hann að þeim leikmanni sem hann var orðinn 22 ára gamall ættu alveg eins skilið slíka orðu eins og Wenger. Eugene Nagbe sem starfar sem upplýsingaráðherra í ríkisstjórn landsins, segir að Wenger hafi þarna opnað dyrnar fyrir afríska knattspyrnumenn til Evrópu og hafi þar með gert mikið fyrir Líberíu og alla Afríku. Sextán afrískir leikmenn léku fyrir Wenger hjá Arsenal og þar á meðal voru Fílabeinsstrendingurinn Kolo Toure, Kamerúnmaðurinn Lauren og Nígeríubúinn Nwankwo Kanu.
Enski boltinn Líbería Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira