Eldvatnsbotnar að detta inn Karl Lúðvíksson skrifar 25. ágúst 2018 10:00 Elías Pétur með flottann birting úr Eldvatnsbotnum Sjóbirtingurinn er mættur í Eldvatnsbotnana, en það er lítið og skemmtilegt tveggja stanga sjóbirtingsvæði í Skaftafellssýslu þar sem oft er von á góðri veiði. Eldvatnsbotnar hafa verið á uppleið síðustu ár eftir að öllum fiski hefur verið sleppt og það það í raun við um flest öll sjóbirtingssvæðin. Eftir að kvóti var settur á eða veiðisvæðunum breytt í veitt og sleppt hefur birtingnum bæði fjölgað og hann stækkað. Sjóbirtingur getur orðið allt að 20 ára er talið og nær á þeim tíma oft 100 sm stærð. Eldvatnsbotnar hafa ekki alltaf verið mikið stundaðir upp á síðkastið sem er skrítið í ljósi þess að veiðin hjá þeim sem renna þarna í haustveiði getur oft verið mjög góð. Félagarnir Elías Pétur og Halli í Villimönnum eru nú við veiðar og eins og þeir orða það þá er bara mok! Uppistaðan í veiðinni eru sjóbirtingar 45-55 sm auk stærri fiska. Elías Pétur missti rétt í þessu rígvænan fisk sem hefur væntanlega verið milli 70 og 80 sm. Við hvetjum þá sem eru á Snapchat að fylgast með veiðiblogginu þeirra undir nafninu VILLIMENN. Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði
Sjóbirtingurinn er mættur í Eldvatnsbotnana, en það er lítið og skemmtilegt tveggja stanga sjóbirtingsvæði í Skaftafellssýslu þar sem oft er von á góðri veiði. Eldvatnsbotnar hafa verið á uppleið síðustu ár eftir að öllum fiski hefur verið sleppt og það það í raun við um flest öll sjóbirtingssvæðin. Eftir að kvóti var settur á eða veiðisvæðunum breytt í veitt og sleppt hefur birtingnum bæði fjölgað og hann stækkað. Sjóbirtingur getur orðið allt að 20 ára er talið og nær á þeim tíma oft 100 sm stærð. Eldvatnsbotnar hafa ekki alltaf verið mikið stundaðir upp á síðkastið sem er skrítið í ljósi þess að veiðin hjá þeim sem renna þarna í haustveiði getur oft verið mjög góð. Félagarnir Elías Pétur og Halli í Villimönnum eru nú við veiðar og eins og þeir orða það þá er bara mok! Uppistaðan í veiðinni eru sjóbirtingar 45-55 sm auk stærri fiska. Elías Pétur missti rétt í þessu rígvænan fisk sem hefur væntanlega verið milli 70 og 80 sm. Við hvetjum þá sem eru á Snapchat að fylgast með veiðiblogginu þeirra undir nafninu VILLIMENN.
Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði