Veiði lokið í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 29. ágúst 2018 10:40 Þessi 12 punda urriði úr Hraunvötnum var sá stærsti í sumar. Mynd: www.veidivotn.is Veiðitímabilinu er formlega lokið í Veiðivötnum og veiðin á þessu ári er nokkurn veginn á pari miðað við árið í fyrra. Í síðustu viku stangveiðitímans komu 1.357 fiskar á land og var besta veiðin í Litlasjó. Í Litlasjó fengust 688 fiskar í vikunni en færri fiskar komu úr öðrum vötnum enda fáir veiðimenn þar á ferð. Alls veiddust 19.867 fiskar í Veiðivötnum á stangveiðitímanum, 9.609 urriðar og 10.258 bleikjur. Besta veiðin var í Litlasjó, 5.171 urriði komu þar á land og meðalþyngdin yfir 2 pund og heildarþyngd afla 10.966 kg. Þetta er betri veiði en undanfarin ár, og þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna hærri aflatölur úr Litlasjó. Næstmest veiddist í Snjóölduvatni, 5.003 fiskar, en þar var uppistaðan í veiðinni smábleikja þó svo stærri fiskar væru innanum. Stærsti fiskur sumarsins var 12,0 pd urriði úr Hraunvötnum sem veiddist í fyrstu veiðivikunni og mesta meðalþyngdin var 3,52 í Grænavatni. Til samanburðar þá fengust alls 20.315 fiskar á stangveiðitímanum sumarið 2018, 8.482 urriðar og 11.833 bleikjur. Það sumar veiddust flestir fiskar í Snjóölduvatni, 6.825 en nokkru færri í Litlasjó, 4.936 fiskar. Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Lifnar loksins yfir vötnum norðan heiða Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Veiði Ennþá mikið af gæs í Landeyjum Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði
Veiðitímabilinu er formlega lokið í Veiðivötnum og veiðin á þessu ári er nokkurn veginn á pari miðað við árið í fyrra. Í síðustu viku stangveiðitímans komu 1.357 fiskar á land og var besta veiðin í Litlasjó. Í Litlasjó fengust 688 fiskar í vikunni en færri fiskar komu úr öðrum vötnum enda fáir veiðimenn þar á ferð. Alls veiddust 19.867 fiskar í Veiðivötnum á stangveiðitímanum, 9.609 urriðar og 10.258 bleikjur. Besta veiðin var í Litlasjó, 5.171 urriði komu þar á land og meðalþyngdin yfir 2 pund og heildarþyngd afla 10.966 kg. Þetta er betri veiði en undanfarin ár, og þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna hærri aflatölur úr Litlasjó. Næstmest veiddist í Snjóölduvatni, 5.003 fiskar, en þar var uppistaðan í veiðinni smábleikja þó svo stærri fiskar væru innanum. Stærsti fiskur sumarsins var 12,0 pd urriði úr Hraunvötnum sem veiddist í fyrstu veiðivikunni og mesta meðalþyngdin var 3,52 í Grænavatni. Til samanburðar þá fengust alls 20.315 fiskar á stangveiðitímanum sumarið 2018, 8.482 urriðar og 11.833 bleikjur. Það sumar veiddust flestir fiskar í Snjóölduvatni, 6.825 en nokkru færri í Litlasjó, 4.936 fiskar.
Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Lifnar loksins yfir vötnum norðan heiða Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Veiði Ennþá mikið af gæs í Landeyjum Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði