1,000 löxum undir veiðinni í fyrra en veiðin samt góð Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2018 10:00 Fallegur lax í Ytri Rangá. Mynd: West Rangá FB Rangárnar báðar eru að skila mjög góðum veiðitölum þessa dagana en Ytri Rangá hefur aðeins verið á eftir Eystri ánni. Heildarveiðin í Ytri Rangá er komin í 1.892 laxa en var á sama tíma í fyrra 2.881 laxar og 2016 var hún komin í 4.664 laxa. Síðustu tvö sumur voru þó frekar óvenjuleg þar sem laxinn kom snemma í allar árnar og botninn datt nokkuð hratt úr göngunum. Núna er aftur á móti mikið af nýjum laxi í ánni og göngurnar eru góðar þó ekki sé kannski alveg jafn mikill kraftur í þeim og á bestu sumrunum í ánni. Vikuveiðin í ánni var 343 laxar í síðustu viku og það er ekkert að minnka veiðin svo í þessum mánuði er ekkert ólíklegt að veiðin gæti skilað 1.000 löxum á land eða meira. Síðan er auðvitað september ansi drjúgur en um leið og maðkurinn fer niður í ánna detta inn nokkrir 100 laxa dagar. það er því ekkert óvarlega áætlað að skjóta á að Ytri Rangá gæti vel skilað 4.000 - 5.000 löxum í sumar. Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði
Rangárnar báðar eru að skila mjög góðum veiðitölum þessa dagana en Ytri Rangá hefur aðeins verið á eftir Eystri ánni. Heildarveiðin í Ytri Rangá er komin í 1.892 laxa en var á sama tíma í fyrra 2.881 laxar og 2016 var hún komin í 4.664 laxa. Síðustu tvö sumur voru þó frekar óvenjuleg þar sem laxinn kom snemma í allar árnar og botninn datt nokkuð hratt úr göngunum. Núna er aftur á móti mikið af nýjum laxi í ánni og göngurnar eru góðar þó ekki sé kannski alveg jafn mikill kraftur í þeim og á bestu sumrunum í ánni. Vikuveiðin í ánni var 343 laxar í síðustu viku og það er ekkert að minnka veiðin svo í þessum mánuði er ekkert ólíklegt að veiðin gæti skilað 1.000 löxum á land eða meira. Síðan er auðvitað september ansi drjúgur en um leið og maðkurinn fer niður í ánna detta inn nokkrir 100 laxa dagar. það er því ekkert óvarlega áætlað að skjóta á að Ytri Rangá gæti vel skilað 4.000 - 5.000 löxum í sumar.
Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði