Birgir Leifur og Axel fengu silfur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 16:52 Það rigndi í Skotlandi í dag Vísir/Getty Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson þurftu að sætta sig við silfur á EM í golfi sem fram fór á Gleneagles golfsvæðinu í Skotlandi um helgiina. Axel og Birgir höfðu leikið framúrskarandi golf í mótinu til þessa, unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og undanúrslitin í morgun. Aðstæður í Skotlandi í dag voru hins vegar erfiðar. Það hellirigndi í allan dag og átti íslenska parið nokkuð erfitt uppdráttar. Andstæðingarnir í úrslitaleiknum voru Spánverjarnir Pedro Oriol og Scott Fernandez. Spánverjarnir unnu fyrstu holuna og voru með einnar holu forskot fram á fjórðu holu þegar íslensku strákarnir náðu að jafna og þeir komust yfir á 5. holu. Þeir spænsku jöfnuðu hins vegar strax aftur og unnu hverja holuna á fætur annari. Staðan var orðin þannig eftir níu holur að Spánverjarnir voru með þriggja holu forskot. Þegar á 16. teig var komið var staðan enn þannig að Spánverjarnir voru með þriggja holu forystu og því þurftu Íslendingarnir að vinna holuna til þess að leikur héldi áfram. Birgir Leifur náði því, púttaði vel fyrir fugli, og keppni hélt áfram Staðan var þó áfram þannig að strákarnir þurftu að vinna holurnar til þess að halda lífi í leiknum. Á 17. holunni, sem er par 3, datt upphafshöggið ekki nógu nálægt pinnanum á flötinni, Axel náði ekki að pútta fyrir fugli og Spánverjarnir komnir í kjörstöðu til þess að klára leikinn. Þeir misstu þó púttin sín og Birgir Leifur náði að halda lífi í leiknum. Bæði lið lentu í vandræðum á 18. holu og lentu í trjánum. Það var Íslendingunum til happs að þeir spænsku lentu á nærri nákvæmlega sama stað og því bæði lið í sömu stöðu. Birgir Leifur átti pútt fyrir fugli en náði því ekki og þar með voru úrslitin svo gott sem ráðin, Spánverjarnir hefðu þurft að þrípútta til þess að fara í bráðabana. Þeir settu púttið sitt fyrir fugli og náðu gullverðlaununum. Birgir Leifur og Axel fara þó heim með silfur og gull úr blönduðu liðakeppninni í gær og geta verið sáttir með sína frammistöðu á þessu fyrsta Evrópumóti atvinnukylfinga. Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson þurftu að sætta sig við silfur á EM í golfi sem fram fór á Gleneagles golfsvæðinu í Skotlandi um helgiina. Axel og Birgir höfðu leikið framúrskarandi golf í mótinu til þessa, unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og undanúrslitin í morgun. Aðstæður í Skotlandi í dag voru hins vegar erfiðar. Það hellirigndi í allan dag og átti íslenska parið nokkuð erfitt uppdráttar. Andstæðingarnir í úrslitaleiknum voru Spánverjarnir Pedro Oriol og Scott Fernandez. Spánverjarnir unnu fyrstu holuna og voru með einnar holu forskot fram á fjórðu holu þegar íslensku strákarnir náðu að jafna og þeir komust yfir á 5. holu. Þeir spænsku jöfnuðu hins vegar strax aftur og unnu hverja holuna á fætur annari. Staðan var orðin þannig eftir níu holur að Spánverjarnir voru með þriggja holu forskot. Þegar á 16. teig var komið var staðan enn þannig að Spánverjarnir voru með þriggja holu forystu og því þurftu Íslendingarnir að vinna holuna til þess að leikur héldi áfram. Birgir Leifur náði því, púttaði vel fyrir fugli, og keppni hélt áfram Staðan var þó áfram þannig að strákarnir þurftu að vinna holurnar til þess að halda lífi í leiknum. Á 17. holunni, sem er par 3, datt upphafshöggið ekki nógu nálægt pinnanum á flötinni, Axel náði ekki að pútta fyrir fugli og Spánverjarnir komnir í kjörstöðu til þess að klára leikinn. Þeir misstu þó púttin sín og Birgir Leifur náði að halda lífi í leiknum. Bæði lið lentu í vandræðum á 18. holu og lentu í trjánum. Það var Íslendingunum til happs að þeir spænsku lentu á nærri nákvæmlega sama stað og því bæði lið í sömu stöðu. Birgir Leifur átti pútt fyrir fugli en náði því ekki og þar með voru úrslitin svo gott sem ráðin, Spánverjarnir hefðu þurft að þrípútta til þess að fara í bráðabana. Þeir settu púttið sitt fyrir fugli og náðu gullverðlaununum. Birgir Leifur og Axel fara þó heim með silfur og gull úr blönduðu liðakeppninni í gær og geta verið sáttir með sína frammistöðu á þessu fyrsta Evrópumóti atvinnukylfinga.
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira