A-Class Sedan klýfur vindinn best Finnur Orri Thorlacius skrifar 16. ágúst 2018 07:00 Mercedes Benz eyddi miklum tíma í vindgöngum til að ná niður vindstuðlinum. Mercedes Benz hefur þegar kynnt Sedan-útfærslu nýs A-Class í Kína og styttast fer í kynningu bílsins fyrir Evrópumarkað. Þessi nýja útfærsla A-Class státar af lægsta vindstuðli fólksbíls í heiminum en hann er með „drag coefficient“ upp á aðeins 0,22. Reyndar er Volkswagen XL1 bíllinn með vindstuðulinn 0,19 en sá bíll var aðeins framleiddur í 250 eintökum og telst því ekki fjöldaframleiddur bíll. Því á A-Class Sedan-titilinn sem stendur. Mercedes Benz ætlar að kynna þennan nýja A-Class Sedan í Evrópu nálægt árslokum og hann verður einnig í boði í Bandaríkjunum, en Mercedes Benz hefur hingað til ekki boðið A-Class þarlendis vegna þess að Benz hefur hingað til talið að svo lítill bíll eigi ekki erindi á markað þar sem kaupendur velja sér yfirleitt stærri bíla. Mercedes Benz eyddi miklum tíma í vindgöngum til að ná niður vindstuðli A-Class Sedan-bílsins og meira að segja dekkin undir bílnum eru sérhönnuð í því augnamiði að ná niður vindstuðlinum. Mercedes Benz á sín eigin vindgöng í verksmiðju sinni í Sindelfingen í Þýskalandi, en bíllinn verður hins vegar smíðaður í verksmiðju Benz í Rastatt og í verksmiðju Benz í Aguascalientes í Mexíkó og munu bílarnir sem þar eru smíðaðir að stærstum hluta enda á Bandaríkjamarkaði. Mercedes Benz segir að A-Class Sedan verði með mesta höfuðrými bíls í þeim stærðarflokki sem bíllinn tilheyrir. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent
Mercedes Benz hefur þegar kynnt Sedan-útfærslu nýs A-Class í Kína og styttast fer í kynningu bílsins fyrir Evrópumarkað. Þessi nýja útfærsla A-Class státar af lægsta vindstuðli fólksbíls í heiminum en hann er með „drag coefficient“ upp á aðeins 0,22. Reyndar er Volkswagen XL1 bíllinn með vindstuðulinn 0,19 en sá bíll var aðeins framleiddur í 250 eintökum og telst því ekki fjöldaframleiddur bíll. Því á A-Class Sedan-titilinn sem stendur. Mercedes Benz ætlar að kynna þennan nýja A-Class Sedan í Evrópu nálægt árslokum og hann verður einnig í boði í Bandaríkjunum, en Mercedes Benz hefur hingað til ekki boðið A-Class þarlendis vegna þess að Benz hefur hingað til talið að svo lítill bíll eigi ekki erindi á markað þar sem kaupendur velja sér yfirleitt stærri bíla. Mercedes Benz eyddi miklum tíma í vindgöngum til að ná niður vindstuðli A-Class Sedan-bílsins og meira að segja dekkin undir bílnum eru sérhönnuð í því augnamiði að ná niður vindstuðlinum. Mercedes Benz á sín eigin vindgöng í verksmiðju sinni í Sindelfingen í Þýskalandi, en bíllinn verður hins vegar smíðaður í verksmiðju Benz í Rastatt og í verksmiðju Benz í Aguascalientes í Mexíkó og munu bílarnir sem þar eru smíðaðir að stærstum hluta enda á Bandaríkjamarkaði. Mercedes Benz segir að A-Class Sedan verði með mesta höfuðrými bíls í þeim stærðarflokki sem bíllinn tilheyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent