Elliðaárnar alveg líklegar að fara yfir veiðitölu 2017 Karl Lúðvíksson skrifar 6. ágúst 2018 10:00 Veiðin hefur verið fín í Elliðaánum í sumar. Mynd: KL Veiðin í Elliðaánum hefur verið mjög góð í sumar og hafa gngur í ána verið í takt við það sem er að gerast í ánum á vesturlandi. Heildarveiðin í ánni var í 684 löxum í síðustu viku þegar veiðitölur voru uppfærðar á vefnum hjá Landssambandi Veiðifélaga en áin er komin yfir 700 laxa síðan þá og teygir sig hratt í 800 laxa. Laxinn er vel dreifður í ánni og takan virðist vera góð en það sem gerir þó veiðina erfiða á sumum dögum er mikill umgangur fólks við ána en það er víst óumflýjanlegt þar sem Elliðaárdalurinn er vinsælt útivistarsvæði. Haldi veiðin þessum takti út tímabilið er ekkert ólíklegt að áin fari kannski aðeins yfir veiðina í fyrra eða í það minnsta verði á pari. Það sem er að gefa best í ánni við þær aðstæður sem veðurspáin býður upp á næstu daga eru litlu flugurnar og hitch. Nota flotlínu og 9-10 feta tauma. Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Þær eru bestar léttklæddar Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði 20.193 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Syðri Brú að verða uppseld Veiði Bleikjan farin að taka í Úlfljótsvatni Veiði
Veiðin í Elliðaánum hefur verið mjög góð í sumar og hafa gngur í ána verið í takt við það sem er að gerast í ánum á vesturlandi. Heildarveiðin í ánni var í 684 löxum í síðustu viku þegar veiðitölur voru uppfærðar á vefnum hjá Landssambandi Veiðifélaga en áin er komin yfir 700 laxa síðan þá og teygir sig hratt í 800 laxa. Laxinn er vel dreifður í ánni og takan virðist vera góð en það sem gerir þó veiðina erfiða á sumum dögum er mikill umgangur fólks við ána en það er víst óumflýjanlegt þar sem Elliðaárdalurinn er vinsælt útivistarsvæði. Haldi veiðin þessum takti út tímabilið er ekkert ólíklegt að áin fari kannski aðeins yfir veiðina í fyrra eða í það minnsta verði á pari. Það sem er að gefa best í ánni við þær aðstæður sem veðurspáin býður upp á næstu daga eru litlu flugurnar og hitch. Nota flotlínu og 9-10 feta tauma.
Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Þær eru bestar léttklæddar Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði 20.193 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Syðri Brú að verða uppseld Veiði Bleikjan farin að taka í Úlfljótsvatni Veiði