Gunnar: Gaman að líkja þessu við alfa-ljónið í ljónahjörð Smári Jökull Jónsson skrifar 8. ágúst 2018 22:00 Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur. vísir/daníel Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur var afar ánægður eftir sigurinn á Víkingum í kvöld en með honum jöfnuðu Suðurnesjamenn bæði KR og FH að stigum. „Við erum ekkert smá sáttir. Mér fannst við spila fyrri hálfleikinn frábærlega, líklega einn besti hálfleikur okkar í sumar og það var því svolítið högg að fá á sig markið undir lok hálfleiksins. Seinni hálfleikur fór svo meira í það að sigla þessu heim frekar en að gefa í sem við hefðum þurft varðandi markatölu og annað. Frábært hjá okkur að landa þessu,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir leikinn í dag. Hópurinn hjá Grindavík hefur þynnst aðeins að undanförnu, Jóhann Helgi Hannesson fór aftur til Þórs á Akureyri og Jón Ingason út í nám. Þá á Marinó Axel Helgason við meiðsli að stríða og Brynjar Ásgeir Guðmundsson var ekki heldur í hóp í dag. „Við erum búnir að missa fimm leikmenn frá því mótið hófst og einhverjir myndu væntanlega segja að hann sé veikari fyrir vikið. En þegar við vorum að spila hvað best í fyrra vorum við með ellefu heila leikmenn og bættum svo við 2.flokks peyjum. Það er flott að yngri leikmenn fá tækifærið,“ sagði Gunnar og hélt áfram. „Mér finnst gaman að líkja þessu við alfa-ljónið í ljónahjörð. Þá er það alltaf sterkasta og stærsta ljónið sem vinnur og getur eðlað sig langmest með öðrum kvendýrum. Þá hlýtur maður að spyrja sig: Ættu ljón ekki að stækka því það er alltaf stærsta ljónið sem fær mest að eðla sig?" "En það gerist ekki því þá þurfa þeir að borða meira og þá minnkar hjörðin aftur. Þetta snýst um að finna jafnvægið og það er það sem hópurinn þurfti akkúrat á að halda,“ sagði Gunnar sposkur á svip. Að lokum spurði blaðamaður Gunnar út í regnbogaarmbandið sem hann var með á erminni. „Við erum fjölþjóðlegur hópur, með sjö þjóðerni held ég, og við fögnum að sjálfsögðu fjölbreytileikanum,“ sagði Gunnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Grindavík - Víkingur 2-1 │Góður fyrri hálfleikur skilaði Grindavík sigri Grindavík vann góðan sigur á Víkingum úr Reykjavík suður með sjó í dag. Með sigrinum jafna þeir bæði KR og FH að stigum en liðin sitja í 4.-6.sæti Pepsi-deildarinnar eftir 15.umferðir. Víkingar sitja í 8.sæti, fjórum stigum frá fallsæti. 8. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur var afar ánægður eftir sigurinn á Víkingum í kvöld en með honum jöfnuðu Suðurnesjamenn bæði KR og FH að stigum. „Við erum ekkert smá sáttir. Mér fannst við spila fyrri hálfleikinn frábærlega, líklega einn besti hálfleikur okkar í sumar og það var því svolítið högg að fá á sig markið undir lok hálfleiksins. Seinni hálfleikur fór svo meira í það að sigla þessu heim frekar en að gefa í sem við hefðum þurft varðandi markatölu og annað. Frábært hjá okkur að landa þessu,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir leikinn í dag. Hópurinn hjá Grindavík hefur þynnst aðeins að undanförnu, Jóhann Helgi Hannesson fór aftur til Þórs á Akureyri og Jón Ingason út í nám. Þá á Marinó Axel Helgason við meiðsli að stríða og Brynjar Ásgeir Guðmundsson var ekki heldur í hóp í dag. „Við erum búnir að missa fimm leikmenn frá því mótið hófst og einhverjir myndu væntanlega segja að hann sé veikari fyrir vikið. En þegar við vorum að spila hvað best í fyrra vorum við með ellefu heila leikmenn og bættum svo við 2.flokks peyjum. Það er flott að yngri leikmenn fá tækifærið,“ sagði Gunnar og hélt áfram. „Mér finnst gaman að líkja þessu við alfa-ljónið í ljónahjörð. Þá er það alltaf sterkasta og stærsta ljónið sem vinnur og getur eðlað sig langmest með öðrum kvendýrum. Þá hlýtur maður að spyrja sig: Ættu ljón ekki að stækka því það er alltaf stærsta ljónið sem fær mest að eðla sig?" "En það gerist ekki því þá þurfa þeir að borða meira og þá minnkar hjörðin aftur. Þetta snýst um að finna jafnvægið og það er það sem hópurinn þurfti akkúrat á að halda,“ sagði Gunnar sposkur á svip. Að lokum spurði blaðamaður Gunnar út í regnbogaarmbandið sem hann var með á erminni. „Við erum fjölþjóðlegur hópur, með sjö þjóðerni held ég, og við fögnum að sjálfsögðu fjölbreytileikanum,“ sagði Gunnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Grindavík - Víkingur 2-1 │Góður fyrri hálfleikur skilaði Grindavík sigri Grindavík vann góðan sigur á Víkingum úr Reykjavík suður með sjó í dag. Með sigrinum jafna þeir bæði KR og FH að stigum en liðin sitja í 4.-6.sæti Pepsi-deildarinnar eftir 15.umferðir. Víkingar sitja í 8.sæti, fjórum stigum frá fallsæti. 8. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira
Umfjöllun: Grindavík - Víkingur 2-1 │Góður fyrri hálfleikur skilaði Grindavík sigri Grindavík vann góðan sigur á Víkingum úr Reykjavík suður með sjó í dag. Með sigrinum jafna þeir bæði KR og FH að stigum en liðin sitja í 4.-6.sæti Pepsi-deildarinnar eftir 15.umferðir. Víkingar sitja í 8.sæti, fjórum stigum frá fallsæti. 8. ágúst 2018 22:30