Draumaferð til Tyrklands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2018 09:00 Tinna Óðinsdóttir er fyrirliði HK/Víkings í Pepsi-deildinni. vísir/Ernir Þegar 10 umferðir eru búnar af Pepsi-deild kvenna situr HK/Víkingur í 5. sæti með 13 stig, sjö stigum frá fallsæti. Í árlegri spá forráðamanna félaganna í Pepsi-deildinni var HK/Víkingi spáð falli. Tinna Óðinsdóttir, fyrirliði HK/Víkings, kveðst ánægð með uppskeruna hingað til en segir jafnframt að hún sé ekki framar vonum. „Við höfum náð stigum á móti liðum sem við bjuggumst alveg við að ná stigum af frá upphafi. Ég myndi ekki segja að þetta sé neitt framar vonum. En við erum ánægðar með að hafa klárað þessa leiki,“ sagði Tinna í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún ítrekaði mikilvægi þess að vinna sex stiga leikina gegn liðunum sem var spáð svipuðu gengi og HK/Víkingur fyrir tímabilið. „Það er mjög auðvelt að gíra sig upp fyrir leiki á móti stærri liðum. Aðaláskorunin voru leikirnir á móti liðunum sem ég myndi telja að væru neðar í deildinni. Það hefur gengið ágætlega en við töpuðum reyndar á móti Selfossi og náðum bara í eitt stig á móti Grindavík sem voru smá vonbrigði. Við rifum okkur svo upp úr því og unnum næstu þrjá leiki. En við töldum okkur alltaf vera jafn gott ef ekki betra en þessi lið.“ HK/Víkingur fór í æfingaferð til Tyrklands fyrir tímabilið sem heppnaðist afar vel. Þar fann liðið tvo tyrkneska leikmenn. Miðjumaðurinn Fatma Kara kom í vor og hefur reynst happafengur fyrir HK/Víking. Og í þessum mánuði bættist framherjinn Kader Hancar í hópinn en hún skoraði í sínum fyrsta leik fyrir HK/Víking. „Við áttum æfingaleiki á móti Besiktas og CSKA Moskvu. Við vorum með Besiktas á hóteli og Fatma hafði áhuga á að koma til okkar því tímabilið úti kláraðist í raun á sama tíma og okkar tímabil byrjaði. Þetta var mikil lukka. Fatma er þvílíkt góður leikmaður og Kader kom vel út í fyrsta leiknum,“ sagði Tinna um tyrkneska samherja sína. Þrátt fyrir gott gengi hingað til segir Tinna að aðalmarkmið HK/Víkings sé enn það sama; að halda sér í Pepsi-deildinni. Þetta er þriðja tímabil liðsins í efstu deild en í fyrri tvö skiptin féll það strax aftur niður í næstefstu deild. „Markmiðið er að halda okkur í deildinni. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo er allt annað plús. Við erum ánægð eins og staðan er núna og liðið hefur aldrei verið ofar í Íslandsmóti þannig að við leyfum okkur að njóta þess,“ sagði Tinna að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Þegar 10 umferðir eru búnar af Pepsi-deild kvenna situr HK/Víkingur í 5. sæti með 13 stig, sjö stigum frá fallsæti. Í árlegri spá forráðamanna félaganna í Pepsi-deildinni var HK/Víkingi spáð falli. Tinna Óðinsdóttir, fyrirliði HK/Víkings, kveðst ánægð með uppskeruna hingað til en segir jafnframt að hún sé ekki framar vonum. „Við höfum náð stigum á móti liðum sem við bjuggumst alveg við að ná stigum af frá upphafi. Ég myndi ekki segja að þetta sé neitt framar vonum. En við erum ánægðar með að hafa klárað þessa leiki,“ sagði Tinna í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún ítrekaði mikilvægi þess að vinna sex stiga leikina gegn liðunum sem var spáð svipuðu gengi og HK/Víkingur fyrir tímabilið. „Það er mjög auðvelt að gíra sig upp fyrir leiki á móti stærri liðum. Aðaláskorunin voru leikirnir á móti liðunum sem ég myndi telja að væru neðar í deildinni. Það hefur gengið ágætlega en við töpuðum reyndar á móti Selfossi og náðum bara í eitt stig á móti Grindavík sem voru smá vonbrigði. Við rifum okkur svo upp úr því og unnum næstu þrjá leiki. En við töldum okkur alltaf vera jafn gott ef ekki betra en þessi lið.“ HK/Víkingur fór í æfingaferð til Tyrklands fyrir tímabilið sem heppnaðist afar vel. Þar fann liðið tvo tyrkneska leikmenn. Miðjumaðurinn Fatma Kara kom í vor og hefur reynst happafengur fyrir HK/Víking. Og í þessum mánuði bættist framherjinn Kader Hancar í hópinn en hún skoraði í sínum fyrsta leik fyrir HK/Víking. „Við áttum æfingaleiki á móti Besiktas og CSKA Moskvu. Við vorum með Besiktas á hóteli og Fatma hafði áhuga á að koma til okkar því tímabilið úti kláraðist í raun á sama tíma og okkar tímabil byrjaði. Þetta var mikil lukka. Fatma er þvílíkt góður leikmaður og Kader kom vel út í fyrsta leiknum,“ sagði Tinna um tyrkneska samherja sína. Þrátt fyrir gott gengi hingað til segir Tinna að aðalmarkmið HK/Víkings sé enn það sama; að halda sér í Pepsi-deildinni. Þetta er þriðja tímabil liðsins í efstu deild en í fyrri tvö skiptin féll það strax aftur niður í næstefstu deild. „Markmiðið er að halda okkur í deildinni. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo er allt annað plús. Við erum ánægð eins og staðan er núna og liðið hefur aldrei verið ofar í Íslandsmóti þannig að við leyfum okkur að njóta þess,“ sagði Tinna að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti