Fínasta veðurspá fyrir stórtónleikana: Svona er best að komast á Guns N' Roses Stefán Árni Pálsson skrifar 23. júlí 2018 10:30 Allt að verða klárt fyrir tónleikana annað kvöld. Stórtónleikar Guns N’ Roses fara fram á Laugardalsvelli annað kvöld. Búist er við yfir 25 þúsund manns á tónleikana og er spáð fínu veðri á höfuðborgarsvæðinu á meðan tónleiknum stendur. Spáð er um 11-12 stiga hita, 1-3 metrum á sekúndu og gæti sólin hitað upp tónleikagesti. Skipuleggjendur tónleikanna hvetja fólk eindregið til að fara tímanlega niður á völl til að forðast raðir en í tilkynningu frá forsvarsmönnum tónleikanna segir að völlurinn verði opnaður 16:30. Íslenska rokksveitin Brain Police stígur á sviðið klukkan 17:15 og byrjar þá formleg dagskrá.Götulokanir: Reykjavegur verður lokaður fyrir og á meðan tónleikum stendur og þá verður Engjavegur lokaður frá klukkan 16 nema fyrir tónleikagesti. Suðurlandsbraut verður lokuð að hluta eftir að tónleikum lýkur.Til að komast á völlinn:Tónleikahaldarar ásamt lögreglu og Reykjavíkurborg mælast til þess að fólk fari tímanlega af stað og nýtist eins og frekast er kostur við almenningssamgöngur, virka ferðamáta (ganga eða hjóla) eða sameinist í bíla. Besti staðurinn til þess að hleypa fólki út úr leigu eða fólksbílum er við Glæsibæ eða á Sundlaugarvegi.Svona lítur veðurspáin út fyrir morgundaginn.Bílastæðin í kringum Laugardalshöllina eru opin en til þess að leggja þurfa að vera fjórir eða fleiri miðahafar í bíl. Boðið verður upp á sérstakar hraðferðir Strætó frá þremur stöðum í borginni og beint niður í Laugardal. Þessar hraðferðir munu fara frá Háskólanum í Reykjavik, Mjóddinni og strætóstoppitöðinni norðanmegin við Kringluna (hjá Orkunni). Tónleikarhaldarar mælast til þess að fólk leggi á bílastæðinu við Sjóvá og fyrir aftan Verslunarskólann. Sömu leiðir munu fara frá Laugardalshöll við Suðurlandsbraut og til baka eftir tónleika. Miðahafar á tónleikana fá frítt í þessar ferðir gegn framvísun miða. Búið er að reisa tuttugu og tveggja metra hátt svið á Laugardalsvelli og er það langstærsta sem komið hefur verið upp hér á landi. Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið.Yfirlitsmynd af svæðinu. Tónlist Veður Tengdar fréttir Tuttugu og tveggja metra hátt svið risið á Laugardalsvelli Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið. 22. júlí 2018 12:47 Baksviðskröfur Guns N' Roses á Laugardalsvelli endurspegla nýjan lífsstíl Undirbúningur fyrir risastónleika rokkhljómsveitarinnar Guns N' Roses er nú í fullum gangi í Laugardalnum. 22 þúsund miðar hafa verið seldir á tónleikana að sögn upplýsingafulltrúa. 19. júlí 2018 15:41 Endanlegur miðafjöldi á tónleika Guns N' Roses verður 26.900 Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir þessum áhorfendafjölda á tónleikunum sem eru einir af þeim stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi. 22. júlí 2018 19:18 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri fréttir Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Sjá meira
Stórtónleikar Guns N’ Roses fara fram á Laugardalsvelli annað kvöld. Búist er við yfir 25 þúsund manns á tónleikana og er spáð fínu veðri á höfuðborgarsvæðinu á meðan tónleiknum stendur. Spáð er um 11-12 stiga hita, 1-3 metrum á sekúndu og gæti sólin hitað upp tónleikagesti. Skipuleggjendur tónleikanna hvetja fólk eindregið til að fara tímanlega niður á völl til að forðast raðir en í tilkynningu frá forsvarsmönnum tónleikanna segir að völlurinn verði opnaður 16:30. Íslenska rokksveitin Brain Police stígur á sviðið klukkan 17:15 og byrjar þá formleg dagskrá.Götulokanir: Reykjavegur verður lokaður fyrir og á meðan tónleikum stendur og þá verður Engjavegur lokaður frá klukkan 16 nema fyrir tónleikagesti. Suðurlandsbraut verður lokuð að hluta eftir að tónleikum lýkur.Til að komast á völlinn:Tónleikahaldarar ásamt lögreglu og Reykjavíkurborg mælast til þess að fólk fari tímanlega af stað og nýtist eins og frekast er kostur við almenningssamgöngur, virka ferðamáta (ganga eða hjóla) eða sameinist í bíla. Besti staðurinn til þess að hleypa fólki út úr leigu eða fólksbílum er við Glæsibæ eða á Sundlaugarvegi.Svona lítur veðurspáin út fyrir morgundaginn.Bílastæðin í kringum Laugardalshöllina eru opin en til þess að leggja þurfa að vera fjórir eða fleiri miðahafar í bíl. Boðið verður upp á sérstakar hraðferðir Strætó frá þremur stöðum í borginni og beint niður í Laugardal. Þessar hraðferðir munu fara frá Háskólanum í Reykjavik, Mjóddinni og strætóstoppitöðinni norðanmegin við Kringluna (hjá Orkunni). Tónleikarhaldarar mælast til þess að fólk leggi á bílastæðinu við Sjóvá og fyrir aftan Verslunarskólann. Sömu leiðir munu fara frá Laugardalshöll við Suðurlandsbraut og til baka eftir tónleika. Miðahafar á tónleikana fá frítt í þessar ferðir gegn framvísun miða. Búið er að reisa tuttugu og tveggja metra hátt svið á Laugardalsvelli og er það langstærsta sem komið hefur verið upp hér á landi. Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið.Yfirlitsmynd af svæðinu.
Tónlist Veður Tengdar fréttir Tuttugu og tveggja metra hátt svið risið á Laugardalsvelli Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið. 22. júlí 2018 12:47 Baksviðskröfur Guns N' Roses á Laugardalsvelli endurspegla nýjan lífsstíl Undirbúningur fyrir risastónleika rokkhljómsveitarinnar Guns N' Roses er nú í fullum gangi í Laugardalnum. 22 þúsund miðar hafa verið seldir á tónleikana að sögn upplýsingafulltrúa. 19. júlí 2018 15:41 Endanlegur miðafjöldi á tónleika Guns N' Roses verður 26.900 Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir þessum áhorfendafjölda á tónleikunum sem eru einir af þeim stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi. 22. júlí 2018 19:18 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri fréttir Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Sjá meira
Tuttugu og tveggja metra hátt svið risið á Laugardalsvelli Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið. 22. júlí 2018 12:47
Baksviðskröfur Guns N' Roses á Laugardalsvelli endurspegla nýjan lífsstíl Undirbúningur fyrir risastónleika rokkhljómsveitarinnar Guns N' Roses er nú í fullum gangi í Laugardalnum. 22 þúsund miðar hafa verið seldir á tónleikana að sögn upplýsingafulltrúa. 19. júlí 2018 15:41
Endanlegur miðafjöldi á tónleika Guns N' Roses verður 26.900 Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir þessum áhorfendafjölda á tónleikunum sem eru einir af þeim stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi. 22. júlí 2018 19:18