Svífa um í enskum vals Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júlí 2018 06:00 Það er ekki bara fótaburðurinn sem skiptir máli í dansinum heldur líka danshaldið, líkamsstaðan og fatnaðurinn, og skórnir verða að smellpassa Fréttablaðið/Anton Brink Þau Ágústa Rut og Sverrir Þór eru á dansæfingu og svífa um gólfið í enskum vals. Fram undan er danskeppni í Bournemouth í Englandi sem byrjar nú á fimmtudaginn. Í síðasta mánuði unnu þau börnin opna ítalska mótið í samkvæmisdönsum og urðu í 4. sæti í stórri keppni í Blackpool í Englandi fyrr á árinu þar sem 120 pör tóku þátt. Þótt þau beri sig þannig að þau virðist geta dansað endalaust spyr ég þau, þegar æfingunni lýkur, hvort þau verði aldrei þreytt. „Jú, ef við dönsum marga dansa í röð,“ svarar Ágústa Rut einlæg. En hversu marga dansa þurfa þau að kunna til að taka þátt í keppnum? Sverrir Þór svarar því. „Í stórum keppnum erlendis eru fimm dansar í hvorum flokki, samkvæmisdönsum og suðuramerískum dönsum.“ Bæði byrjuðu Ágústa Rut og Sverrir Þór að æfa dans þegar þau voru tveggja ára en hafa dansað saman í hálft annað ár, eða síðan í desember 2016. Yfir veturinn æfa þau alla daga nema mánudaga og sumarið er ekki laust við æfingar þegar keppnir eru fram undan, eins og nú. „Við erum í barnaflokki II út þetta ár,“ útskýrir Ágústa Rut. „Höldum auðvitað áfram að dansa en þá keppum við við eldri krakka og verðum bara að miða við okkur sjálf og gera betur og betur.“ „Þá verðum við í unglingaflokki I. Það þýðir öðruvísi spor og öðruvísi föt,“ segir Sverrir. Hann segir skóna alltaf skipta miklu máli, þeir verði að smellpassa, sérstaklega í suðuramerísku dönsunum. Fjórar keppnir eru fram undan á þessu ári fyrir utan þessa, tvær í Englandi, ein í Hollandi og ein París í desember. „Parísarkeppnin er stór,“ tekur Sverrir Þór fram. Börnin segjast vera ágætis vinir og aldrei láta sér leiðast á ferðalögum. „Við finnum okkur alltaf eitthvað að gera,“ segir Ágústa Rut. Þau eiga líka fleiri áhugamál en dansinn. Ágústu finnst gaman að teikna og lita og Sverrir Þór hefur gaman af fótbolta og hnífagaldri. Hann segir framtíðina algerlega óráðna en Ágústu Rut langar að verða dansari og líka fatahönnuður sem saumar danskjóla og dansföt Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Þau Ágústa Rut og Sverrir Þór eru á dansæfingu og svífa um gólfið í enskum vals. Fram undan er danskeppni í Bournemouth í Englandi sem byrjar nú á fimmtudaginn. Í síðasta mánuði unnu þau börnin opna ítalska mótið í samkvæmisdönsum og urðu í 4. sæti í stórri keppni í Blackpool í Englandi fyrr á árinu þar sem 120 pör tóku þátt. Þótt þau beri sig þannig að þau virðist geta dansað endalaust spyr ég þau, þegar æfingunni lýkur, hvort þau verði aldrei þreytt. „Jú, ef við dönsum marga dansa í röð,“ svarar Ágústa Rut einlæg. En hversu marga dansa þurfa þau að kunna til að taka þátt í keppnum? Sverrir Þór svarar því. „Í stórum keppnum erlendis eru fimm dansar í hvorum flokki, samkvæmisdönsum og suðuramerískum dönsum.“ Bæði byrjuðu Ágústa Rut og Sverrir Þór að æfa dans þegar þau voru tveggja ára en hafa dansað saman í hálft annað ár, eða síðan í desember 2016. Yfir veturinn æfa þau alla daga nema mánudaga og sumarið er ekki laust við æfingar þegar keppnir eru fram undan, eins og nú. „Við erum í barnaflokki II út þetta ár,“ útskýrir Ágústa Rut. „Höldum auðvitað áfram að dansa en þá keppum við við eldri krakka og verðum bara að miða við okkur sjálf og gera betur og betur.“ „Þá verðum við í unglingaflokki I. Það þýðir öðruvísi spor og öðruvísi föt,“ segir Sverrir. Hann segir skóna alltaf skipta miklu máli, þeir verði að smellpassa, sérstaklega í suðuramerísku dönsunum. Fjórar keppnir eru fram undan á þessu ári fyrir utan þessa, tvær í Englandi, ein í Hollandi og ein París í desember. „Parísarkeppnin er stór,“ tekur Sverrir Þór fram. Börnin segjast vera ágætis vinir og aldrei láta sér leiðast á ferðalögum. „Við finnum okkur alltaf eitthvað að gera,“ segir Ágústa Rut. Þau eiga líka fleiri áhugamál en dansinn. Ágústu finnst gaman að teikna og lita og Sverrir Þór hefur gaman af fótbolta og hnífagaldri. Hann segir framtíðina algerlega óráðna en Ágústu Rut langar að verða dansari og líka fatahönnuður sem saumar danskjóla og dansföt
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira