Svífa um í enskum vals Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júlí 2018 06:00 Það er ekki bara fótaburðurinn sem skiptir máli í dansinum heldur líka danshaldið, líkamsstaðan og fatnaðurinn, og skórnir verða að smellpassa Fréttablaðið/Anton Brink Þau Ágústa Rut og Sverrir Þór eru á dansæfingu og svífa um gólfið í enskum vals. Fram undan er danskeppni í Bournemouth í Englandi sem byrjar nú á fimmtudaginn. Í síðasta mánuði unnu þau börnin opna ítalska mótið í samkvæmisdönsum og urðu í 4. sæti í stórri keppni í Blackpool í Englandi fyrr á árinu þar sem 120 pör tóku þátt. Þótt þau beri sig þannig að þau virðist geta dansað endalaust spyr ég þau, þegar æfingunni lýkur, hvort þau verði aldrei þreytt. „Jú, ef við dönsum marga dansa í röð,“ svarar Ágústa Rut einlæg. En hversu marga dansa þurfa þau að kunna til að taka þátt í keppnum? Sverrir Þór svarar því. „Í stórum keppnum erlendis eru fimm dansar í hvorum flokki, samkvæmisdönsum og suðuramerískum dönsum.“ Bæði byrjuðu Ágústa Rut og Sverrir Þór að æfa dans þegar þau voru tveggja ára en hafa dansað saman í hálft annað ár, eða síðan í desember 2016. Yfir veturinn æfa þau alla daga nema mánudaga og sumarið er ekki laust við æfingar þegar keppnir eru fram undan, eins og nú. „Við erum í barnaflokki II út þetta ár,“ útskýrir Ágústa Rut. „Höldum auðvitað áfram að dansa en þá keppum við við eldri krakka og verðum bara að miða við okkur sjálf og gera betur og betur.“ „Þá verðum við í unglingaflokki I. Það þýðir öðruvísi spor og öðruvísi föt,“ segir Sverrir. Hann segir skóna alltaf skipta miklu máli, þeir verði að smellpassa, sérstaklega í suðuramerísku dönsunum. Fjórar keppnir eru fram undan á þessu ári fyrir utan þessa, tvær í Englandi, ein í Hollandi og ein París í desember. „Parísarkeppnin er stór,“ tekur Sverrir Þór fram. Börnin segjast vera ágætis vinir og aldrei láta sér leiðast á ferðalögum. „Við finnum okkur alltaf eitthvað að gera,“ segir Ágústa Rut. Þau eiga líka fleiri áhugamál en dansinn. Ágústu finnst gaman að teikna og lita og Sverrir Þór hefur gaman af fótbolta og hnífagaldri. Hann segir framtíðina algerlega óráðna en Ágústu Rut langar að verða dansari og líka fatahönnuður sem saumar danskjóla og dansföt Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Þau Ágústa Rut og Sverrir Þór eru á dansæfingu og svífa um gólfið í enskum vals. Fram undan er danskeppni í Bournemouth í Englandi sem byrjar nú á fimmtudaginn. Í síðasta mánuði unnu þau börnin opna ítalska mótið í samkvæmisdönsum og urðu í 4. sæti í stórri keppni í Blackpool í Englandi fyrr á árinu þar sem 120 pör tóku þátt. Þótt þau beri sig þannig að þau virðist geta dansað endalaust spyr ég þau, þegar æfingunni lýkur, hvort þau verði aldrei þreytt. „Jú, ef við dönsum marga dansa í röð,“ svarar Ágústa Rut einlæg. En hversu marga dansa þurfa þau að kunna til að taka þátt í keppnum? Sverrir Þór svarar því. „Í stórum keppnum erlendis eru fimm dansar í hvorum flokki, samkvæmisdönsum og suðuramerískum dönsum.“ Bæði byrjuðu Ágústa Rut og Sverrir Þór að æfa dans þegar þau voru tveggja ára en hafa dansað saman í hálft annað ár, eða síðan í desember 2016. Yfir veturinn æfa þau alla daga nema mánudaga og sumarið er ekki laust við æfingar þegar keppnir eru fram undan, eins og nú. „Við erum í barnaflokki II út þetta ár,“ útskýrir Ágústa Rut. „Höldum auðvitað áfram að dansa en þá keppum við við eldri krakka og verðum bara að miða við okkur sjálf og gera betur og betur.“ „Þá verðum við í unglingaflokki I. Það þýðir öðruvísi spor og öðruvísi föt,“ segir Sverrir. Hann segir skóna alltaf skipta miklu máli, þeir verði að smellpassa, sérstaklega í suðuramerísku dönsunum. Fjórar keppnir eru fram undan á þessu ári fyrir utan þessa, tvær í Englandi, ein í Hollandi og ein París í desember. „Parísarkeppnin er stór,“ tekur Sverrir Þór fram. Börnin segjast vera ágætis vinir og aldrei láta sér leiðast á ferðalögum. „Við finnum okkur alltaf eitthvað að gera,“ segir Ágústa Rut. Þau eiga líka fleiri áhugamál en dansinn. Ágústu finnst gaman að teikna og lita og Sverrir Þór hefur gaman af fótbolta og hnífagaldri. Hann segir framtíðina algerlega óráðna en Ágústu Rut langar að verða dansari og líka fatahönnuður sem saumar danskjóla og dansföt
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”