Knattspyrnan oft haft áhrif á afmælisfögnuð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2018 15:15 Skúli Jón Friðgeirsson segir kærustu sína, Jennifer Berg, þurfa að sjá um afmæliskökuna fyrir liðsfélagana í KR. Fréttablaðið/Þórsteinn Varnarmaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson er þrítugur í dag. Hann heldur upp á afmælið inni vellinum þegar KR mætir Grindavík. Að stórafmælið hitti á leikdag hefur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Skúli Jón vonar að gleðin verði með KR í liði. „Við eigum leik heima þarna um kvöldið svo það verður ekki gert mikið á sjálfan afmælisdaginn. Mögulega verður eitthvað gert um kvöldið ef leikurinn fer eins og hann á að fara,“ segir Skúli Jón. Lið Skúla, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, tekur í kvöld á móti Grindavík í Frostaskjóli í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Fyrir leik eru liðin jöfn með tuttugu stig í fjórða og fimmta sæti en fimm stig eru í Stjörnuna og Breiðablik í öðru og þriðja sæti. Sú staðreynd að stórafmælið hitti á leikdag hefur nokkur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Í gær var Skúli með boð fyrir sína nánustu en óvíst er hvenær haldið verður upp á afmælið með pompi og prakt. Rútínan á leikdag mun haldast sú sama og því fátt planað á afmælisdaginn sjálfan sem ekki tengist undirbúningi fyrir leikinn. „Það hefur oft verið þannig að ég hef ekki getað haldið upp á daginn. Annars vegar hittir þetta oft á leik, eða mjög nálægt leikjum, og hins vegar út af verslunarmannahelginni. Oft voru leikir á mánudag eða þriðjudag og þá gat maður ekki farið úr bænum. Allir aðrir, bæði vinir og fjölskylda, höfðu hins vegar stungið af út á land. Þannig maður var oft nánast einn eftir hérna,“ segir Skúli og hlær. Tilfinningin sem fylgir því að verða þrítugur segir Skúli að sé ágæt. Sennilega muni fátt breytast við nýjan áratug en það fylgi því alltaf smá fiðringur að fá nýja tölu. „Ég held að síðast hafi verið haldið upp á afmælið fyrir fimm árum. Þá átti ég leik snemma um daginn og kærastan mín var búin að skipuleggja óvænta afmælisveislu um kvöldið,“ segir Skúli. Hjá KR er sú hefð að þegar leikmaður á afmæli þarf hann að bjóða liðsfélögunum upp á köku. Sá bakstur lendir sennilega á kærustu Skúla, hinni sænsku Jennifer Berg, en að sögn varnarmannsins er hún mikill matgæðingur og unir sér einna best við að elda góðan mat. Þau kynntust þegar Skúli var atvinnumaður með Elfsborg í Svíþjóð. „Það verður ekki aukapressa á liðsfélagana að vinna leikinn í kvöld svo ég geti fengið það í afmælisgjöf. Það verður vonandi bara meiri gleði hjá okkur og oft þegar gleðin er með manni í liði þá smitar það út frá sér og hlutirnir fara vel. Við stefnum á það á í kvöld,“ segir Skúli. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Varnarmaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson er þrítugur í dag. Hann heldur upp á afmælið inni vellinum þegar KR mætir Grindavík. Að stórafmælið hitti á leikdag hefur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Skúli Jón vonar að gleðin verði með KR í liði. „Við eigum leik heima þarna um kvöldið svo það verður ekki gert mikið á sjálfan afmælisdaginn. Mögulega verður eitthvað gert um kvöldið ef leikurinn fer eins og hann á að fara,“ segir Skúli Jón. Lið Skúla, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, tekur í kvöld á móti Grindavík í Frostaskjóli í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Fyrir leik eru liðin jöfn með tuttugu stig í fjórða og fimmta sæti en fimm stig eru í Stjörnuna og Breiðablik í öðru og þriðja sæti. Sú staðreynd að stórafmælið hitti á leikdag hefur nokkur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Í gær var Skúli með boð fyrir sína nánustu en óvíst er hvenær haldið verður upp á afmælið með pompi og prakt. Rútínan á leikdag mun haldast sú sama og því fátt planað á afmælisdaginn sjálfan sem ekki tengist undirbúningi fyrir leikinn. „Það hefur oft verið þannig að ég hef ekki getað haldið upp á daginn. Annars vegar hittir þetta oft á leik, eða mjög nálægt leikjum, og hins vegar út af verslunarmannahelginni. Oft voru leikir á mánudag eða þriðjudag og þá gat maður ekki farið úr bænum. Allir aðrir, bæði vinir og fjölskylda, höfðu hins vegar stungið af út á land. Þannig maður var oft nánast einn eftir hérna,“ segir Skúli og hlær. Tilfinningin sem fylgir því að verða þrítugur segir Skúli að sé ágæt. Sennilega muni fátt breytast við nýjan áratug en það fylgi því alltaf smá fiðringur að fá nýja tölu. „Ég held að síðast hafi verið haldið upp á afmælið fyrir fimm árum. Þá átti ég leik snemma um daginn og kærastan mín var búin að skipuleggja óvænta afmælisveislu um kvöldið,“ segir Skúli. Hjá KR er sú hefð að þegar leikmaður á afmæli þarf hann að bjóða liðsfélögunum upp á köku. Sá bakstur lendir sennilega á kærustu Skúla, hinni sænsku Jennifer Berg, en að sögn varnarmannsins er hún mikill matgæðingur og unir sér einna best við að elda góðan mat. Þau kynntust þegar Skúli var atvinnumaður með Elfsborg í Svíþjóð. „Það verður ekki aukapressa á liðsfélagana að vinna leikinn í kvöld svo ég geti fengið það í afmælisgjöf. Það verður vonandi bara meiri gleði hjá okkur og oft þegar gleðin er með manni í liði þá smitar það út frá sér og hlutirnir fara vel. Við stefnum á það á í kvöld,“ segir Skúli.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”