Þorir ekki að daðra af ótta við að vera kallaður nauðgari Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2018 10:30 Henry Cavill hefur farið með hlutverk ofurhetjunnar Superman í þremur kvikmyndum. Vísir/Getty Breski leikarinn Henry Cavill, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Superman þessa áratugs, hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir ummæli sín um #MeToo-hreyfinguna og samskipti við konur. Cavill var spurður hvort hann hefði lært eitthvað af #MeToo-hreyfingunni í viðtali við áströlsku útgáfu tímaritsins GQ í vikunni. Cavill sagðist „sem betur fer“ ekki hafa unnið með fólki sem sýndi af sér þá hegðun sem hreyfingin reyni að draga fram í dagsljósið og gagnrýna. Þá var hann einnig inntur eftir því hvort #MeToo hafi hvatt hann til að endurskoða hegðun sína gagnvart konum. Cavill sagðist sammála því að breytinga væri þörf en að mikilvægt væri að viðhalda hinu góða úr fortíðinni. Hann væri til að mynda „gamaldags“ að því leytinu til að hann vildi „heilla og elta“ konur. „Það er mjög erfitt að gera það ef ákveðnar reglur eru í gildi. Af því að þá er þetta bara: „Jæja, ég vil ekki fara og tala við hana vegna þess að ég mun vera kallaður nauðgari eða eitthvað“,“ sagði Cavill og bætti við að afar erfitt væri fyrir mann eins og hann, sem væri í sviðsljósinu, að daðra við konur. Eins og áður sagði hefur Cavill verið gagnrýndur nokkuð fyrir þessi ummæli sín. „Þetta er fáránlegt. Ef Henry Cavill vill ekki vera kallaður nauðgari þá þarf hann bara að… nauðga ekki,“ skrifaði einn Twitter-notandi. Hún bætti einnig við að ef viðkomandi „þekkti ekki muninn á því að bjóða konum kurteisislega á stefnumót og að áreita þær kynferðislega“ ætti hann við alvarlegt vandamál að stríða.This is absurd. If Henry Cavill doesn't want to be called a rapist then all he has to do is... not rape anyone.The mental gymnastics some men are doing to position themselves as “victims” of #MeToo is insane. pic.twitter.com/nafnZiaXGH— Helen Price (@HelenRPrice) July 11, 2018 Stop trying to derail the conversation by claiming #MeToo wants to “stop men ever talking to women” or some bullshit. If you don't know the difference between politely asking someone out and sexually harassing them, you have a serious problem.— Helen Price (@HelenRPrice) July 11, 2018 Öðrum þótti þó augljóst hvað Cavill hefði átt við í viðtalinu og töldu gagnrýnisraddir gera úlfalda úr mýflugu.Henry talking about being old fashioned and chasing women, obviously means pursuing/ courting them. Stop being disingenuous to suit your narrative. Y'all are trash. #henrycavill— Rigor Morton (@WeirdNPissdOff) July 11, 2018 Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Hasarinn ræður ríkjum í nýrri Mission Impossible stiklu Mission: Impossible - Fallout. Eltingaleikir á þyrlum, mótorhjólum og bílum, slagsmál, klettaklifur, skothríð og dass af tilfinningum. 5. febrúar 2018 19:45 Dekkri hlið af Superman Ofurhetjurnar Batman og Superman munu koma saman á hvíta tjaldinu í fyrsta skiptið árið 2016. 3. júlí 2014 17:00 Leikararnir úr Batman v Superman búa til sínar eigin ofurhetjur Mr. Understanding, Husbandman og Iphone-man meðal þeirra ofurhetja sem gerðar voru. 26. mars 2016 20:56 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Breski leikarinn Henry Cavill, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Superman þessa áratugs, hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir ummæli sín um #MeToo-hreyfinguna og samskipti við konur. Cavill var spurður hvort hann hefði lært eitthvað af #MeToo-hreyfingunni í viðtali við áströlsku útgáfu tímaritsins GQ í vikunni. Cavill sagðist „sem betur fer“ ekki hafa unnið með fólki sem sýndi af sér þá hegðun sem hreyfingin reyni að draga fram í dagsljósið og gagnrýna. Þá var hann einnig inntur eftir því hvort #MeToo hafi hvatt hann til að endurskoða hegðun sína gagnvart konum. Cavill sagðist sammála því að breytinga væri þörf en að mikilvægt væri að viðhalda hinu góða úr fortíðinni. Hann væri til að mynda „gamaldags“ að því leytinu til að hann vildi „heilla og elta“ konur. „Það er mjög erfitt að gera það ef ákveðnar reglur eru í gildi. Af því að þá er þetta bara: „Jæja, ég vil ekki fara og tala við hana vegna þess að ég mun vera kallaður nauðgari eða eitthvað“,“ sagði Cavill og bætti við að afar erfitt væri fyrir mann eins og hann, sem væri í sviðsljósinu, að daðra við konur. Eins og áður sagði hefur Cavill verið gagnrýndur nokkuð fyrir þessi ummæli sín. „Þetta er fáránlegt. Ef Henry Cavill vill ekki vera kallaður nauðgari þá þarf hann bara að… nauðga ekki,“ skrifaði einn Twitter-notandi. Hún bætti einnig við að ef viðkomandi „þekkti ekki muninn á því að bjóða konum kurteisislega á stefnumót og að áreita þær kynferðislega“ ætti hann við alvarlegt vandamál að stríða.This is absurd. If Henry Cavill doesn't want to be called a rapist then all he has to do is... not rape anyone.The mental gymnastics some men are doing to position themselves as “victims” of #MeToo is insane. pic.twitter.com/nafnZiaXGH— Helen Price (@HelenRPrice) July 11, 2018 Stop trying to derail the conversation by claiming #MeToo wants to “stop men ever talking to women” or some bullshit. If you don't know the difference between politely asking someone out and sexually harassing them, you have a serious problem.— Helen Price (@HelenRPrice) July 11, 2018 Öðrum þótti þó augljóst hvað Cavill hefði átt við í viðtalinu og töldu gagnrýnisraddir gera úlfalda úr mýflugu.Henry talking about being old fashioned and chasing women, obviously means pursuing/ courting them. Stop being disingenuous to suit your narrative. Y'all are trash. #henrycavill— Rigor Morton (@WeirdNPissdOff) July 11, 2018
Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Hasarinn ræður ríkjum í nýrri Mission Impossible stiklu Mission: Impossible - Fallout. Eltingaleikir á þyrlum, mótorhjólum og bílum, slagsmál, klettaklifur, skothríð og dass af tilfinningum. 5. febrúar 2018 19:45 Dekkri hlið af Superman Ofurhetjurnar Batman og Superman munu koma saman á hvíta tjaldinu í fyrsta skiptið árið 2016. 3. júlí 2014 17:00 Leikararnir úr Batman v Superman búa til sínar eigin ofurhetjur Mr. Understanding, Husbandman og Iphone-man meðal þeirra ofurhetja sem gerðar voru. 26. mars 2016 20:56 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Hasarinn ræður ríkjum í nýrri Mission Impossible stiklu Mission: Impossible - Fallout. Eltingaleikir á þyrlum, mótorhjólum og bílum, slagsmál, klettaklifur, skothríð og dass af tilfinningum. 5. febrúar 2018 19:45
Dekkri hlið af Superman Ofurhetjurnar Batman og Superman munu koma saman á hvíta tjaldinu í fyrsta skiptið árið 2016. 3. júlí 2014 17:00
Leikararnir úr Batman v Superman búa til sínar eigin ofurhetjur Mr. Understanding, Husbandman og Iphone-man meðal þeirra ofurhetja sem gerðar voru. 26. mars 2016 20:56