Fimmti Steingrímsson-bróðirinn skoraði fyrir Völsung Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2018 11:30 Ólafur Jóhann Steingrímsson fagnar fyrsta marki sínu fyrir Völsung. mynd/Hafþór-640.is Ólafur Jóhann Steingrímsson, 19 ára gamall leikmaður Völsungs í 2. deild karla í fótbolta, tryggði Húsvíkingum 1-0 sigur á Tindastóli með dramatísku sigurmarki í uppbótartíma í gærkvöldi. Ólafur Jóhann skoraði þarna sitt fyrsta mark í meistaraflokki fyrir Völsung en hann hefur verið stjarna í yngri flokkum félagsins um árabil og var valinn besti leikmaður 2. flokks í fyrra. Hann varð í gærkvöldi fimmti Steingrímsson-bróðirinn sem skorar fyrir Völsung en Ólafur Jóhann á fjóra bræður sem spilað hafa fyrir þá grænu og skorað að minnsta kosti eitt mark.Hallgrímur Mar spilar fyrir KA eins og Hrannar Björnvísir/báraGuðmundur Óli fyrstur Guðmundur Óli Steingrímsson er sá elsti (f. 1986) en hann var í byrjunarliðinu í gær. Ólafur kom inn af bekknum á 75. mínútu og varð hetjan með þessu fyrsta marki sínu fyrir meistaraflokkinn. Guðmundur Óli spilaði sinn fyrsta leik á móti Fjölni 20. maí 2003 og skoraði sitt fyrsta mark í 6-0 bursti á Létti í 2. deildinni níu dögum síðan. Hann á leiki fyrir KA eins og þeir Hallgrímur Mar (f. 1990) og Hrannar Björn (f. 1992) sem báðir eru byrjunarliðsmenn hjá KA í Pepsi-deildinni í dag. Hallgrímur Mar þykir besti sonur Steingríms á fótboltavellinum en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung 21. júlí 2007 á móti Aftureldingu en skoraði sitt fyrsta mark nánast sléttu ári síðar í 3-1 sigri á móti Gróttu.Andri Valur fylgist með bróður sínum taka innkast. Hann er hæstur til að skora.mynd/Hafþór-640.isEinn í viðbót Hrannar Björn spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung 26. maí 2008 og skoraði sitt fyrsta mark í lok ágúst sama ár í 2-2 jafntefli gegn Reyni en allir skoruðu sitt fyrsta mark fyrir Völsung í 2. deildinni. Eini bróðirinn sem er ekki að spila lengur er Sveinbjörn Már Steingrímsson (f. 1988). Hann lagði skóna á hilluna sem leikmaður Álftanes árið 2015 en spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung í júlí 2007 í sama leik og Hallgrímur Mar. Hann skoraði sitt fyrsta og eina mark fyrir þá grænu 5. ágúst 2011 í 6-0 sigri á Árborg. Nú ef fólki þykir ekki nóg að fimm Steingrímssynir eru búnir að skora fyrir Völsung þá er von á þeim sjötta eftir nokkur ár. Andri Valur Bergmann Steingrímsson er nefnilega ungur og efnilegur snáði í sjötta flokki Völsungs en hann var boltastrákur á leiknum í gær þar sem að Ólafur Jóhann skoraði sitt fyrsta mark. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Sjá meira
Ólafur Jóhann Steingrímsson, 19 ára gamall leikmaður Völsungs í 2. deild karla í fótbolta, tryggði Húsvíkingum 1-0 sigur á Tindastóli með dramatísku sigurmarki í uppbótartíma í gærkvöldi. Ólafur Jóhann skoraði þarna sitt fyrsta mark í meistaraflokki fyrir Völsung en hann hefur verið stjarna í yngri flokkum félagsins um árabil og var valinn besti leikmaður 2. flokks í fyrra. Hann varð í gærkvöldi fimmti Steingrímsson-bróðirinn sem skorar fyrir Völsung en Ólafur Jóhann á fjóra bræður sem spilað hafa fyrir þá grænu og skorað að minnsta kosti eitt mark.Hallgrímur Mar spilar fyrir KA eins og Hrannar Björnvísir/báraGuðmundur Óli fyrstur Guðmundur Óli Steingrímsson er sá elsti (f. 1986) en hann var í byrjunarliðinu í gær. Ólafur kom inn af bekknum á 75. mínútu og varð hetjan með þessu fyrsta marki sínu fyrir meistaraflokkinn. Guðmundur Óli spilaði sinn fyrsta leik á móti Fjölni 20. maí 2003 og skoraði sitt fyrsta mark í 6-0 bursti á Létti í 2. deildinni níu dögum síðan. Hann á leiki fyrir KA eins og þeir Hallgrímur Mar (f. 1990) og Hrannar Björn (f. 1992) sem báðir eru byrjunarliðsmenn hjá KA í Pepsi-deildinni í dag. Hallgrímur Mar þykir besti sonur Steingríms á fótboltavellinum en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung 21. júlí 2007 á móti Aftureldingu en skoraði sitt fyrsta mark nánast sléttu ári síðar í 3-1 sigri á móti Gróttu.Andri Valur fylgist með bróður sínum taka innkast. Hann er hæstur til að skora.mynd/Hafþór-640.isEinn í viðbót Hrannar Björn spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung 26. maí 2008 og skoraði sitt fyrsta mark í lok ágúst sama ár í 2-2 jafntefli gegn Reyni en allir skoruðu sitt fyrsta mark fyrir Völsung í 2. deildinni. Eini bróðirinn sem er ekki að spila lengur er Sveinbjörn Már Steingrímsson (f. 1988). Hann lagði skóna á hilluna sem leikmaður Álftanes árið 2015 en spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung í júlí 2007 í sama leik og Hallgrímur Mar. Hann skoraði sitt fyrsta og eina mark fyrir þá grænu 5. ágúst 2011 í 6-0 sigri á Árborg. Nú ef fólki þykir ekki nóg að fimm Steingrímssynir eru búnir að skora fyrir Völsung þá er von á þeim sjötta eftir nokkur ár. Andri Valur Bergmann Steingrímsson er nefnilega ungur og efnilegur snáði í sjötta flokki Völsungs en hann var boltastrákur á leiknum í gær þar sem að Ólafur Jóhann skoraði sitt fyrsta mark.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn