Tufa: Verðum með fimm sjónvörp klár á Akureyrarvelli Smári Jökull Jónsson skrifar 12. júlí 2018 21:04 Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA. visir/stefán „Ég er mjög ánægður. Að koma hérna á útivöll á móti liði sem ég virði mikið og Óla Stefán vin minn, taka þrjú stig og sýna svona frammistöðu þá verð ég að vera mjög ánægður með mína stráka,“ sagði Srdjan Tufegdzig eftir sætan sigur hans manna í KA gegn Grindvíkingum í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti á útivelli hjá KA í sumar og Tufa sagði það sérstaklega sætt. „Þegar þú ert að spila á útivelli þarftu að leggja meira á þig og sýna meiri ástríðu en við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Mínir strákar svöruðu þessu í dag og ég er mjög stoltur af þeim.“ „Við erum manni fleiri og mér fannst við vera með yfirhöndina í seinni hálfleik og ég var að bíða eftir sigurmarkinu. Stundum kemur það í lokin og við erum ekkert að kvarta yfir því,“ en sigurmark KA kom á 90.mínútu og var það varamaðurinn Ýmir Már Geirsson sem skoraði það. Í upphafi síðari hálfleiks fór af stað sérstök atburðarás. KA skoraði mark sem dómarar leiksins dæmdu svo af töluvert síðar þegar Grindvíkingar voru að búa sig undir að hefja leik á miðju. Hvað fannst Tufa um það atvik? „Ég held að ég geti ekki útskýrt það. Það eina sem ég veit er að við ætlum að kaupa fimm sjónvörp og hafa þau klár á Akureyrarvelli í næsta leik. Ég fagnaði svo mikið að ég tók ekki eftir að markið var dæmt af. Ég spurði Pétur (Guðmundsson, fjórði dómari leiksins) hvað væri í gangi og hann sagði að þeir hefðu rætt saman en ég hef aldrei upplifað svona lagað á ævinni.“ Félagaskiptaglugginn opnar á næstu dögum og það mátti heyra á Tufa að það væri allt eins líklegt að KA-menn myndu bæta við hópinn. „Við ætlum að sjá til. Það voru áætlanir fyrir mót að bæta við leikmanni en það gerðist ekki. Ég er með góðan hóp, við höfum verið í basli vegna meiðsla og leikbanna. Þeir menn eru að koma til baka og í dag var það bara Hallgrímur Jónasson sem var ekki með. Ef við höldum áfram svona er ég mjög bjartsýnn á framhaldið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KA 1-2 | Norðanmenn unnu eftir dramatík suður með sjó KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. 12. júlí 2018 21:00 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
„Ég er mjög ánægður. Að koma hérna á útivöll á móti liði sem ég virði mikið og Óla Stefán vin minn, taka þrjú stig og sýna svona frammistöðu þá verð ég að vera mjög ánægður með mína stráka,“ sagði Srdjan Tufegdzig eftir sætan sigur hans manna í KA gegn Grindvíkingum í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti á útivelli hjá KA í sumar og Tufa sagði það sérstaklega sætt. „Þegar þú ert að spila á útivelli þarftu að leggja meira á þig og sýna meiri ástríðu en við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Mínir strákar svöruðu þessu í dag og ég er mjög stoltur af þeim.“ „Við erum manni fleiri og mér fannst við vera með yfirhöndina í seinni hálfleik og ég var að bíða eftir sigurmarkinu. Stundum kemur það í lokin og við erum ekkert að kvarta yfir því,“ en sigurmark KA kom á 90.mínútu og var það varamaðurinn Ýmir Már Geirsson sem skoraði það. Í upphafi síðari hálfleiks fór af stað sérstök atburðarás. KA skoraði mark sem dómarar leiksins dæmdu svo af töluvert síðar þegar Grindvíkingar voru að búa sig undir að hefja leik á miðju. Hvað fannst Tufa um það atvik? „Ég held að ég geti ekki útskýrt það. Það eina sem ég veit er að við ætlum að kaupa fimm sjónvörp og hafa þau klár á Akureyrarvelli í næsta leik. Ég fagnaði svo mikið að ég tók ekki eftir að markið var dæmt af. Ég spurði Pétur (Guðmundsson, fjórði dómari leiksins) hvað væri í gangi og hann sagði að þeir hefðu rætt saman en ég hef aldrei upplifað svona lagað á ævinni.“ Félagaskiptaglugginn opnar á næstu dögum og það mátti heyra á Tufa að það væri allt eins líklegt að KA-menn myndu bæta við hópinn. „Við ætlum að sjá til. Það voru áætlanir fyrir mót að bæta við leikmanni en það gerðist ekki. Ég er með góðan hóp, við höfum verið í basli vegna meiðsla og leikbanna. Þeir menn eru að koma til baka og í dag var það bara Hallgrímur Jónasson sem var ekki með. Ef við höldum áfram svona er ég mjög bjartsýnn á framhaldið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KA 1-2 | Norðanmenn unnu eftir dramatík suður með sjó KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. 12. júlí 2018 21:00 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KA 1-2 | Norðanmenn unnu eftir dramatík suður með sjó KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. 12. júlí 2018 21:00