Rúnar um Björgvin Stefáns: Vonandi læknast hann og kemur aftur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júlí 2018 22:38 Björgvin Stefánsson skrifaði undir við KR síðasta haust. Mynd/Twtter-síða KR Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var nokkuð sáttur með sitt lið eftir 5-2 sigur á Fylki í Egilshöllinni í kvöld. Hann sagðist vonast eftir Björgvini Stefánssyni aftur í KR-liðið áður en sumarið er úti en Björgvin er tímabundið frá á meðan hann leitar hjálpar vegna misnotkunar á róandi lyfjum. „Ég er mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, við vorum mjög góðir í fyrri og ágætir í seinni. Leikurinn fer upp í svolitla vitleysu og við náum ekki að nýta þá möguleika sem við höfum á að koma fimmta markinu á þá í upphafi seinni hálfleiks og drepa leikinn,“ sagði Rúnar Kristinsson í leikslok í Egilshöllinni. KR komst í 2-0 innan fyrstu 10 mínútnanna og var 4-1 yfir í hálfleik. „Fylkismenn komu mjög sterkir inn í síðari hálfleikinn og börðust, gáfust ekki upp, og það er eitthvað sem ég held Helgi sé sáttur við og jákvætt fyrir þá. Við sáum að Víkingar voru 3-0 yfir á móti þeim í hálfleik í síðustu viku og urðum að passa okkur í því að lenda ekki í sama veseni og klára leikinn.“ „Ég er ekkert sérstaklega sáttur við varnarleikinn og við getum gert betur og refsað þeim betur, en þetta er ferlið sem við erum í, að læra og verða betri og bæta okkur með hverjum deginum.“ Björgvin Stefánsson var ekki með í leikmannahóp KR í síðasta leik og í framhaldinu gaf KR út yfirlýsingu þar sem greint var frá því að hann hefði misnotað róandi lyf og væri að leita sér aðstoðar vegna þess. Rúnar sagðist vona að sjá Björgvin aftur á vellinum áður en tímabilinu ljúki. „Hann er að fara að vinna í sínum málum og vonandi læknast hann af þessu sem er að hrjá hann. Við munum gera allt sem við getum til þess að hjálpa honum og styðja við bakið á honum og reyna að koma honum á rétt spor. Það er ekkert auðvelt en svo framarlega sem hann tekur þessa ákvörðun sjálfur þá er von og vonandi mun hann standa sig og koma aftur á völlinn áður en Íslandsmótinu lýkur,“ sagði Rúnar Kristinsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var nokkuð sáttur með sitt lið eftir 5-2 sigur á Fylki í Egilshöllinni í kvöld. Hann sagðist vonast eftir Björgvini Stefánssyni aftur í KR-liðið áður en sumarið er úti en Björgvin er tímabundið frá á meðan hann leitar hjálpar vegna misnotkunar á róandi lyfjum. „Ég er mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, við vorum mjög góðir í fyrri og ágætir í seinni. Leikurinn fer upp í svolitla vitleysu og við náum ekki að nýta þá möguleika sem við höfum á að koma fimmta markinu á þá í upphafi seinni hálfleiks og drepa leikinn,“ sagði Rúnar Kristinsson í leikslok í Egilshöllinni. KR komst í 2-0 innan fyrstu 10 mínútnanna og var 4-1 yfir í hálfleik. „Fylkismenn komu mjög sterkir inn í síðari hálfleikinn og börðust, gáfust ekki upp, og það er eitthvað sem ég held Helgi sé sáttur við og jákvætt fyrir þá. Við sáum að Víkingar voru 3-0 yfir á móti þeim í hálfleik í síðustu viku og urðum að passa okkur í því að lenda ekki í sama veseni og klára leikinn.“ „Ég er ekkert sérstaklega sáttur við varnarleikinn og við getum gert betur og refsað þeim betur, en þetta er ferlið sem við erum í, að læra og verða betri og bæta okkur með hverjum deginum.“ Björgvin Stefánsson var ekki með í leikmannahóp KR í síðasta leik og í framhaldinu gaf KR út yfirlýsingu þar sem greint var frá því að hann hefði misnotað róandi lyf og væri að leita sér aðstoðar vegna þess. Rúnar sagðist vona að sjá Björgvin aftur á vellinum áður en tímabilinu ljúki. „Hann er að fara að vinna í sínum málum og vonandi læknast hann af þessu sem er að hrjá hann. Við munum gera allt sem við getum til þess að hjálpa honum og styðja við bakið á honum og reyna að koma honum á rétt spor. Það er ekkert auðvelt en svo framarlega sem hann tekur þessa ákvörðun sjálfur þá er von og vonandi mun hann standa sig og koma aftur á völlinn áður en Íslandsmótinu lýkur,“ sagði Rúnar Kristinsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira