Selma Sól: Sigrarnir á litlu liðunum skila toppsætinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júlí 2018 17:15 Breiðablik er á toppi Pepsi deildar kvenna þegar Íslandsmótið er hálfnað. Blikar hafa aðeins tapað einum leik, gegn Íslandsmeisturum Þór/KA, og unnið hina átta leiki sína. Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir hefur farið á kostum í Blikaliðinu í sumar. „Við erum allar vel nánar. Við þekktumst ekki mikið fyrir tímabilið en náðum að þjappa okkur vel saman og það hefur sýnt mikinn árangur,“ sagði Selma Sól við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Maður kemur alltaf inn í leikina við stóru liðin með hugarfarið að við verðum að vinna og það er alltaf léttara að undirbúa sig andlega en maður þarf að vera miklu betur undirbúinn fyrir hin liðin. Það hefur gengið vel núna og ég held að það skili okkur toppsætinu, sigrarnir við litlu liðin.“ Blikar hafa skorað 21 mark í sumar en aðeins fengið á sig sex. Eins og svo oft áður á þessum árstíma munu Blikar horfa á eftir sterkum póstum í sínu liði út til Bandaríkjanna í háskólanám á komandi vikum. Selma Sól er þeirra á meðal. „Við komum alltaf heim á sumrin, en það kemur bara maður í manns stað. Við erum með breiðan hóp og ég hef engar áhyggjur af þessu, við erum allar tilbúnar í stórt hlutverk eins og við höfum sýnt. Við erum ungar en erum samt allar búnar að stíga upp,“ sagði Selma Sól Magnúsdóttir. Næsti leikur Blika er stórleikur og grannaslagur við Stjörnuna. Þegar liðin mættust á Samsungvellinum í fyrstu umferð voru skoruð átta mörk, Blikar unnu 2-6, í leik þar sem veðurguðirnir ákváðu að kyngja niður snjónum á meðan leik stóð. Snjórinn ætti þó að halda sig fjarri á Kópavogsvelli á morgun. Sjónvarpsleikur 10. umferðar er fallslagur FH og HK/Víkings. Sá leikur fer fram í Kaplakrika í kvöld og hefst útsending á Stöð 2 Sport klukkan 19:05. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Breiðablik er á toppi Pepsi deildar kvenna þegar Íslandsmótið er hálfnað. Blikar hafa aðeins tapað einum leik, gegn Íslandsmeisturum Þór/KA, og unnið hina átta leiki sína. Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir hefur farið á kostum í Blikaliðinu í sumar. „Við erum allar vel nánar. Við þekktumst ekki mikið fyrir tímabilið en náðum að þjappa okkur vel saman og það hefur sýnt mikinn árangur,“ sagði Selma Sól við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Maður kemur alltaf inn í leikina við stóru liðin með hugarfarið að við verðum að vinna og það er alltaf léttara að undirbúa sig andlega en maður þarf að vera miklu betur undirbúinn fyrir hin liðin. Það hefur gengið vel núna og ég held að það skili okkur toppsætinu, sigrarnir við litlu liðin.“ Blikar hafa skorað 21 mark í sumar en aðeins fengið á sig sex. Eins og svo oft áður á þessum árstíma munu Blikar horfa á eftir sterkum póstum í sínu liði út til Bandaríkjanna í háskólanám á komandi vikum. Selma Sól er þeirra á meðal. „Við komum alltaf heim á sumrin, en það kemur bara maður í manns stað. Við erum með breiðan hóp og ég hef engar áhyggjur af þessu, við erum allar tilbúnar í stórt hlutverk eins og við höfum sýnt. Við erum ungar en erum samt allar búnar að stíga upp,“ sagði Selma Sól Magnúsdóttir. Næsti leikur Blika er stórleikur og grannaslagur við Stjörnuna. Þegar liðin mættust á Samsungvellinum í fyrstu umferð voru skoruð átta mörk, Blikar unnu 2-6, í leik þar sem veðurguðirnir ákváðu að kyngja niður snjónum á meðan leik stóð. Snjórinn ætti þó að halda sig fjarri á Kópavogsvelli á morgun. Sjónvarpsleikur 10. umferðar er fallslagur FH og HK/Víkings. Sá leikur fer fram í Kaplakrika í kvöld og hefst útsending á Stöð 2 Sport klukkan 19:05.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti