Flókadalsá að fyllast af bleikju Karl Lúðvíksson skrifar 20. júlí 2018 09:00 Núna fara stóru að göngurnar af sjóbleikju að mæta í árnar um allt land og miðað við fréttir úr Flókadalsá er ballið að byrja. Flókadalsá er ein af skemmtilegri bleikjuám á landinu og þar er hægt að gera mjög góða bleikjuveiði og jafnvel setja í lax. Sjóbleikjan er greinilega farin að ganga af fullum krafti í ána því holl sem var að byrja veiðar í dag tók kvótann á allar stangirnar á aðeins tveimur klukkutímum. Í samtali við Veiðivísi sagði Þórarinn Halldórsson leigutaki Flókadalsár að áin væri kraumandi af bleikju en eins og áður sagði tóku allar stangir kvótann á tveimur tímum en kvótinn í ánni er 8 bleikjur á stöng á vakt en veitt er á þrjár stangir í ánni. Það verður gaman að heyra af ánum á norðurlandi næstu daga sem sjóbleikjan gengur í en miðað við þessa veiði í Flókadalsá hlýtur að styttast í frekari fregnir af sjóbleikjuveiði. Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Ytri-Rangá: Veiði eykst með lokun laxastiga Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði
Núna fara stóru að göngurnar af sjóbleikju að mæta í árnar um allt land og miðað við fréttir úr Flókadalsá er ballið að byrja. Flókadalsá er ein af skemmtilegri bleikjuám á landinu og þar er hægt að gera mjög góða bleikjuveiði og jafnvel setja í lax. Sjóbleikjan er greinilega farin að ganga af fullum krafti í ána því holl sem var að byrja veiðar í dag tók kvótann á allar stangirnar á aðeins tveimur klukkutímum. Í samtali við Veiðivísi sagði Þórarinn Halldórsson leigutaki Flókadalsár að áin væri kraumandi af bleikju en eins og áður sagði tóku allar stangir kvótann á tveimur tímum en kvótinn í ánni er 8 bleikjur á stöng á vakt en veitt er á þrjár stangir í ánni. Það verður gaman að heyra af ánum á norðurlandi næstu daga sem sjóbleikjan gengur í en miðað við þessa veiði í Flókadalsá hlýtur að styttast í frekari fregnir af sjóbleikjuveiði.
Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Ytri-Rangá: Veiði eykst með lokun laxastiga Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði