Veiði hafin í Hrútafjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2018 08:04 Þröstur Elliðason með stórlax sem veiddist við opnun Hrútafjarðarár. Hrútafjarðará hefur lengi verið ein vinsælasta laxveiðiá landsins og aðsóknin í hana hefur lengi verið þannig að það heuf rmyndast biðlisti eftir leyfum á besta tímanum í ánni. Veiði hófst í Hrútafjarðará 28. júní og opnunin kom veiðimönnum þægilega á óvart. Þær þrjár stangir sem veiddu ánna voru ansi rólegar við veiðarnar og aðeins var staðið ´ium sjö tíma við bakkann. Afraksturinn af því voru fimm laxar á land og sá stærsti 90 sm langur sem veiddist í veiðistaðnum Sírius. Hrútafjarðará verður oft ansi vatnslítil á sumrin og hefur það stundum bitnað á veiðinni en núna er áin í aldeilis frábæru vatni og haldi rigningar áfram reglulega eru litlar líkur til að hún verði óþægilega lág í vatni í sumar. Lax hefur sést nokkuð víða í ánni og það verður spennandi að sjá hverju stórstreymi gærdagsins og straumar komandi daga skila af laxi í ánna. Heildarveiðin í Hrútafjarðaá var 384 laxar sumarið 2017 en besta veiðin í ánni var 2015 þegar 860 laxar veiddust í ánni. Mest lesið 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Stórbleikjan liggur víða í Varmá Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði Svipaður umsóknarfjöldi hjá SVFR og í fyrra Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Vorhátið SVFR verður haldin á laugardaginn Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði
Hrútafjarðará hefur lengi verið ein vinsælasta laxveiðiá landsins og aðsóknin í hana hefur lengi verið þannig að það heuf rmyndast biðlisti eftir leyfum á besta tímanum í ánni. Veiði hófst í Hrútafjarðará 28. júní og opnunin kom veiðimönnum þægilega á óvart. Þær þrjár stangir sem veiddu ánna voru ansi rólegar við veiðarnar og aðeins var staðið ´ium sjö tíma við bakkann. Afraksturinn af því voru fimm laxar á land og sá stærsti 90 sm langur sem veiddist í veiðistaðnum Sírius. Hrútafjarðará verður oft ansi vatnslítil á sumrin og hefur það stundum bitnað á veiðinni en núna er áin í aldeilis frábæru vatni og haldi rigningar áfram reglulega eru litlar líkur til að hún verði óþægilega lág í vatni í sumar. Lax hefur sést nokkuð víða í ánni og það verður spennandi að sjá hverju stórstreymi gærdagsins og straumar komandi daga skila af laxi í ánna. Heildarveiðin í Hrútafjarðaá var 384 laxar sumarið 2017 en besta veiðin í ánni var 2015 þegar 860 laxar veiddust í ánni.
Mest lesið 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Stórbleikjan liggur víða í Varmá Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði Svipaður umsóknarfjöldi hjá SVFR og í fyrra Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Vorhátið SVFR verður haldin á laugardaginn Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði