Góð opnun Laxár í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 17. júní 2018 13:00 Tekist á við lax við Opnun Laxár í Kjós á föstudaginn. Mynd: Hreggnasi FB Veiðar hófust í Laxá í Kjós á föstudaginn og þar sem og annars staðar var heldur kalt við ána en veiðin var engu að síður góð. "Opnunnarhollið líkur veiðum á hádegi í dag og það eru komnir tuttugu og fimm laxar á land" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa í samtali við Veiðivísi í dag. "Það er farið að bera á mjög vel höldnum smálaxi en uppistaðan í aflanum í þessu holli var gríðarlega fallegur og vel haldinn tveggja ára lax" bætir Haraldur við. Vatnið í ánni var eðlilegt miðað við árstíma og er fiskur kominn á og farinn að veiðast á öllum svæðum nema Bugðu. Það er vel þekkt að lax veiðist fyrstu dagana mjög ofarlega í ánni enda er sem fyrstu laxarnir sem mæti taki ánna á hraðferð og það eru jafnvel dæmi um að laxar hafi verið að veiðast í Stekkjarfljóti á fyrstu dögunum sem er einn af efri veiðistöðunum í ánni. Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði
Veiðar hófust í Laxá í Kjós á föstudaginn og þar sem og annars staðar var heldur kalt við ána en veiðin var engu að síður góð. "Opnunnarhollið líkur veiðum á hádegi í dag og það eru komnir tuttugu og fimm laxar á land" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa í samtali við Veiðivísi í dag. "Það er farið að bera á mjög vel höldnum smálaxi en uppistaðan í aflanum í þessu holli var gríðarlega fallegur og vel haldinn tveggja ára lax" bætir Haraldur við. Vatnið í ánni var eðlilegt miðað við árstíma og er fiskur kominn á og farinn að veiðast á öllum svæðum nema Bugðu. Það er vel þekkt að lax veiðist fyrstu dagana mjög ofarlega í ánni enda er sem fyrstu laxarnir sem mæti taki ánna á hraðferð og það eru jafnvel dæmi um að laxar hafi verið að veiðast í Stekkjarfljóti á fyrstu dögunum sem er einn af efri veiðistöðunum í ánni.
Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði