Norðurá opnar á mánudaginn Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2018 10:15 Norðurá opnar fyrir veiðimönnum á mánudaginn. Norðurá opnar á mánudaginn næsta og það virðist þegar nokkuð af laxi kominn í ána. Þorsteinn Stefánsson leiðsögumaður og staðarhaldari við Norðurá sá sex laxa á Brotinu í gær og þeir sem hafa verið að kíkja í Norðurá hafa séð laxa víðar svo það gæti farið svo að opnunin verði hin hressilegasta. Opnun Norðurár er alltaf gerð með nokkurri viðhöfn og jafnan er ansi gestkvæmt við bakkann. Ekki hefur verið gefið upp ennþá hver það verður sem verður fyrstur til að kasta flugu í hana en nokkrir nafntogaðir Íslendingar hafa gjarnan verið fyrstir til þess. Fyrsta flugan dettur væntanlega á vatnsflötin á slaginu 7:00 á mánudagsmorgun. Laxar eru annars farnir að sýna sig víða og það vissulega eykur bjartsýni manna um að það sé gott veiðisumar framundan. Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði
Norðurá opnar á mánudaginn næsta og það virðist þegar nokkuð af laxi kominn í ána. Þorsteinn Stefánsson leiðsögumaður og staðarhaldari við Norðurá sá sex laxa á Brotinu í gær og þeir sem hafa verið að kíkja í Norðurá hafa séð laxa víðar svo það gæti farið svo að opnunin verði hin hressilegasta. Opnun Norðurár er alltaf gerð með nokkurri viðhöfn og jafnan er ansi gestkvæmt við bakkann. Ekki hefur verið gefið upp ennþá hver það verður sem verður fyrstur til að kasta flugu í hana en nokkrir nafntogaðir Íslendingar hafa gjarnan verið fyrstir til þess. Fyrsta flugan dettur væntanlega á vatnsflötin á slaginu 7:00 á mánudagsmorgun. Laxar eru annars farnir að sýna sig víða og það vissulega eykur bjartsýni manna um að það sé gott veiðisumar framundan.
Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði