Töluvert líf í Varmá þrátt fyrir erfið skilyrði Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2018 11:45 Þeir geta verið stórir í Varmá. Hrafn með vænan urriða frá sumrinu 2017 Þrátt fyrir að mikið hafi rignt síðustu daga og vatnborð Varmár orðið nokkuð hátt er töluvert af fiski í ánni. Það sem meira er, hann virðist kunna vel við sig í miklu vatni og það er töluvert auðveldara að nálgast veiðistaðina þegar áin litast aðeins og bólgnar eins og hún hefur gert. Sjóbirtingur er eins og veiðimenn þekkja vel úr Varmá oft ansi styggur og það er þess vegna mun betra að fá smá skolað vatn og skýjað veður heldur en einhverja sól og blíðu. Það virðist að sama skapi vera nokkuð af fiski ennþá í ánni en meðal reyndra veiðimanna sem þar hafa verið nýlega má nefna Robert Novak sem var þar 29. maí og veiddi vel þrátt fyrir skilyrðin eins og við höfum lýst þeim. Það gæti þess vegna verið nokkuð spennandi að kíkja í Varmá næstu daga og sérstaklega þegar hún fer að sjatna aðeins í vatni en þá getur takan tekið hressilega við sér. Mest lesið Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði
Þrátt fyrir að mikið hafi rignt síðustu daga og vatnborð Varmár orðið nokkuð hátt er töluvert af fiski í ánni. Það sem meira er, hann virðist kunna vel við sig í miklu vatni og það er töluvert auðveldara að nálgast veiðistaðina þegar áin litast aðeins og bólgnar eins og hún hefur gert. Sjóbirtingur er eins og veiðimenn þekkja vel úr Varmá oft ansi styggur og það er þess vegna mun betra að fá smá skolað vatn og skýjað veður heldur en einhverja sól og blíðu. Það virðist að sama skapi vera nokkuð af fiski ennþá í ánni en meðal reyndra veiðimanna sem þar hafa verið nýlega má nefna Robert Novak sem var þar 29. maí og veiddi vel þrátt fyrir skilyrðin eins og við höfum lýst þeim. Það gæti þess vegna verið nokkuð spennandi að kíkja í Varmá næstu daga og sérstaklega þegar hún fer að sjatna aðeins í vatni en þá getur takan tekið hressilega við sér.
Mest lesið Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði