15 laxar á fyrsta degi í Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2018 08:10 Þessi lax kom á land í morgun af Eyrinni í Norðurá. Mynd: Norðurá lodge FB Norðurá opnaði í gær og það er alveg óhætt að segja að það hafi verið mikil spenna eins og alltaf í fyrstu köstunum. Morgunveiðin tókst vel og það var samtals landað ellefu löxum úr ánni ásamt því að nokkrir sluppu eins og gengur og gerist. Eftir hádegi komu fjórir á land svo heildartalan á fyrsta degi er fimmtán laxar sem er mjög góð opnun. Þeir staðir sem gáfu voru til dæmis, Stokkhylsbrot, Brotið, Eyrin, Laugakvörn og Konungsstrengur en þess fyrir utan sáust laxar á mun fleiri stöðum. Það er mikið vatn í Norðurá eða rétt um 46 rúmmetrar og til samanburðar þa´var hún um 27 rúmmetrar við opnun í fyrra. Þetta gefur góð fyrirheit um að vatnsbúskapurinn á heiðinni sé góður enda hafa rigningar maímánaðar bleytt allhressilega í. Ef það detta svo inn reglulegar rigningar í sumar þá verður vonandi gott vatn í Norðurá allt tímabilið. Mest lesið Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði
Norðurá opnaði í gær og það er alveg óhætt að segja að það hafi verið mikil spenna eins og alltaf í fyrstu köstunum. Morgunveiðin tókst vel og það var samtals landað ellefu löxum úr ánni ásamt því að nokkrir sluppu eins og gengur og gerist. Eftir hádegi komu fjórir á land svo heildartalan á fyrsta degi er fimmtán laxar sem er mjög góð opnun. Þeir staðir sem gáfu voru til dæmis, Stokkhylsbrot, Brotið, Eyrin, Laugakvörn og Konungsstrengur en þess fyrir utan sáust laxar á mun fleiri stöðum. Það er mikið vatn í Norðurá eða rétt um 46 rúmmetrar og til samanburðar þa´var hún um 27 rúmmetrar við opnun í fyrra. Þetta gefur góð fyrirheit um að vatnsbúskapurinn á heiðinni sé góður enda hafa rigningar maímánaðar bleytt allhressilega í. Ef það detta svo inn reglulegar rigningar í sumar þá verður vonandi gott vatn í Norðurá allt tímabilið.
Mest lesið Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði