Hjörvar: Áhyggjuefni að við klúðrum forystunni í báðum leikjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2018 19:15 Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, er þrátt fyrir tapleiki í síðustu vináttuleikjum Íslands fyrir HM bjartsýnn á þátttöku okkar manna á HM í Rússlandi. Hann neitar því ekki að það er áhyggjuefni að okkar menn hafi ekki náð að fylgja eftir góðri byrjun í leikjunum tveimur gegn Noregi og Gana. „Við ráðum því hvað við tökum úr þessum tveimur leikjum. Mér finnst ekki jákvætt að við klúðrum forystunni í þeim báðum og í gær var þetta enn einn vináttulandsleikurinn sem við vinnum ekki,“ sagði Hjörvar í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. „En ef við horfum til þess jákvæða þá virist Gylfi vera heill og Hannes líka. Alfreð er að svo að spila vel. Það er margt jákvætt,“ sagði Hjörvar sem reiknar ekki með að það muni margt koma á óvart í byrjunarliði Heimis Hallgrímssonar í fyrsta leik Íslands á HM. „Ég veit ekki hvort það ætti að teljast óvænt en Alfreð skoraði bæði gegn Noregi og Gana. Sjálfsagt þætti einhverjum óvænt að hann væri í byrjunarliðinu enda verið á bekknum í mikilvægu leikjunum hingað til.“ „Eins og þetta lítur út fyrir mér þá finnst mér líklegt að Heimir stilli upp Jóni Daða einum uppi á topp. En Alfreð með spilamennsku sinni í þessum tveimur leikjum hefur gefið honum smá hausverk.“ Sumarmessan verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports alla daga þegar spilað verður á HM í Rússlandi. Þátturinn verður í umsjón Benedikts Valssonar sem verður með Hjörvar sem og aðra sérfræðinga Stöðvar 2 Sports sér til halds og trausts. „Við ætlum að taka öll mál ítarlega fyrir en þátturinn er fyrir alla. Það verður fjallað um Ísland á hverjum degi en líka eitthvað um léttmeti eins og daglegar spurningakeppnir um HM. Þetta ætti að verða mjög skemmtilegt,“ sagði Hjörvar. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Spá því að engin Norðurlandaþjóð komist upp úr riðlinum á HM Íþróttatölfræðiþjónustan Gracenote hefur tekið það saman, hverjar líkurnar séu að landsliðin á HM í Rússlandi komast áfram í sextán liða úrslitin. Íslenska landsliðið fer ekki áfram upp úr sínum riðli rætist þessi spá. 8. júní 2018 16:00 Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Alfreð: Gylfi býr yfir sjaldséðum gæðum Alfreð Finnbogason segir íslenska liðið ekki geta treyst svona mikið á lukkuna á HM. 8. júní 2018 07:30 Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, er þrátt fyrir tapleiki í síðustu vináttuleikjum Íslands fyrir HM bjartsýnn á þátttöku okkar manna á HM í Rússlandi. Hann neitar því ekki að það er áhyggjuefni að okkar menn hafi ekki náð að fylgja eftir góðri byrjun í leikjunum tveimur gegn Noregi og Gana. „Við ráðum því hvað við tökum úr þessum tveimur leikjum. Mér finnst ekki jákvætt að við klúðrum forystunni í þeim báðum og í gær var þetta enn einn vináttulandsleikurinn sem við vinnum ekki,“ sagði Hjörvar í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. „En ef við horfum til þess jákvæða þá virist Gylfi vera heill og Hannes líka. Alfreð er að svo að spila vel. Það er margt jákvætt,“ sagði Hjörvar sem reiknar ekki með að það muni margt koma á óvart í byrjunarliði Heimis Hallgrímssonar í fyrsta leik Íslands á HM. „Ég veit ekki hvort það ætti að teljast óvænt en Alfreð skoraði bæði gegn Noregi og Gana. Sjálfsagt þætti einhverjum óvænt að hann væri í byrjunarliðinu enda verið á bekknum í mikilvægu leikjunum hingað til.“ „Eins og þetta lítur út fyrir mér þá finnst mér líklegt að Heimir stilli upp Jóni Daða einum uppi á topp. En Alfreð með spilamennsku sinni í þessum tveimur leikjum hefur gefið honum smá hausverk.“ Sumarmessan verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports alla daga þegar spilað verður á HM í Rússlandi. Þátturinn verður í umsjón Benedikts Valssonar sem verður með Hjörvar sem og aðra sérfræðinga Stöðvar 2 Sports sér til halds og trausts. „Við ætlum að taka öll mál ítarlega fyrir en þátturinn er fyrir alla. Það verður fjallað um Ísland á hverjum degi en líka eitthvað um léttmeti eins og daglegar spurningakeppnir um HM. Þetta ætti að verða mjög skemmtilegt,“ sagði Hjörvar.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Spá því að engin Norðurlandaþjóð komist upp úr riðlinum á HM Íþróttatölfræðiþjónustan Gracenote hefur tekið það saman, hverjar líkurnar séu að landsliðin á HM í Rússlandi komast áfram í sextán liða úrslitin. Íslenska landsliðið fer ekki áfram upp úr sínum riðli rætist þessi spá. 8. júní 2018 16:00 Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Alfreð: Gylfi býr yfir sjaldséðum gæðum Alfreð Finnbogason segir íslenska liðið ekki geta treyst svona mikið á lukkuna á HM. 8. júní 2018 07:30 Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Spá því að engin Norðurlandaþjóð komist upp úr riðlinum á HM Íþróttatölfræðiþjónustan Gracenote hefur tekið það saman, hverjar líkurnar séu að landsliðin á HM í Rússlandi komast áfram í sextán liða úrslitin. Íslenska landsliðið fer ekki áfram upp úr sínum riðli rætist þessi spá. 8. júní 2018 16:00
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Alfreð: Gylfi býr yfir sjaldséðum gæðum Alfreð Finnbogason segir íslenska liðið ekki geta treyst svona mikið á lukkuna á HM. 8. júní 2018 07:30
Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42