Bannað að sýna Eurovision eftir að hafa átt við útsendinguna Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. maí 2018 06:52 Engan regnbogafána hér, takk. Mango Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. Ástæðan er sú að sjónvarpsstöðin Mango TV huldi og máði út hvers kyns tákn, húðflúr eða fána sem vísuðu til hinsegin samfélagins. Má þar meðal annars nefna hinn táknræna regnbogafána, eins og myndin hér að ofan ber með sér. Þá fór Mango TV frekar í auglýsingahlé en að sýna framlög Írlands og Albaníu. Írska sviðsetningin þótti of hýr og albanski söngvarinn var með of mörg húðflúr að mati þeirra kínversku. Framlögin tvö má sjá hér að neðan. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva segir að framganga Mango TV brjóti í bága við gildi sambandsins, sem hvíla meðal annars á hugsjóninni um fjölbreytileika og jafnrétti. „Það er því með trega sem við riftum samningi okkar við sjónvarpsstöðina umsvifalaust og er henni því óheimilt að sýna frá seinna undanúrslita- og úrslitakvöldinu,“ segir í yfirlýsingu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Fjölmargir kínverskir netverjar dældu út skjáskotum úr útsendingu Mango TV þar sem glögglega mátti sjá hvernig búið var að fjarlægja hinsegin vísanir. Einhverjir sögðu þetta stórt skref aftur á bak í baráttu kínversks hinsegin fólks og aðrir kölluðu eftir því að Kínverjar myndu sniðganga Mango TV. Keppandi Írlands, Ryan O'Shaughnessy, segist í samtali við breska ríkisútvarpið fagna ákvörðun sambandsins. „Frá upphafi höfum við sagt að ást sé ást - sama hvort það er á milli tveggja stráka, tveggja stelpna eða stelpu og stráks. Þannig að mér finnst þetta vera mikilvæg ákvörðun.“ Eurovision Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. Ástæðan er sú að sjónvarpsstöðin Mango TV huldi og máði út hvers kyns tákn, húðflúr eða fána sem vísuðu til hinsegin samfélagins. Má þar meðal annars nefna hinn táknræna regnbogafána, eins og myndin hér að ofan ber með sér. Þá fór Mango TV frekar í auglýsingahlé en að sýna framlög Írlands og Albaníu. Írska sviðsetningin þótti of hýr og albanski söngvarinn var með of mörg húðflúr að mati þeirra kínversku. Framlögin tvö má sjá hér að neðan. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva segir að framganga Mango TV brjóti í bága við gildi sambandsins, sem hvíla meðal annars á hugsjóninni um fjölbreytileika og jafnrétti. „Það er því með trega sem við riftum samningi okkar við sjónvarpsstöðina umsvifalaust og er henni því óheimilt að sýna frá seinna undanúrslita- og úrslitakvöldinu,“ segir í yfirlýsingu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Fjölmargir kínverskir netverjar dældu út skjáskotum úr útsendingu Mango TV þar sem glögglega mátti sjá hvernig búið var að fjarlægja hinsegin vísanir. Einhverjir sögðu þetta stórt skref aftur á bak í baráttu kínversks hinsegin fólks og aðrir kölluðu eftir því að Kínverjar myndu sniðganga Mango TV. Keppandi Írlands, Ryan O'Shaughnessy, segist í samtali við breska ríkisútvarpið fagna ákvörðun sambandsins. „Frá upphafi höfum við sagt að ást sé ást - sama hvort það er á milli tveggja stráka, tveggja stelpna eða stelpu og stráks. Þannig að mér finnst þetta vera mikilvæg ákvörðun.“
Eurovision Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira