Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2018 14:45 Weinstein komst upp með að áreita og beita konur kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið óáreittur. Vísir/AFP Í viðtali við BBC sagði Benjamin Brafman lögfræðingur Harvey Weinstein að fyrrum framleiðandinn sé núna einmana og reiður en þeir ræða saman tuttugu sinnum á dag. Weinstein hefur bæði tapað starfinu og fjölskyldunni. Lögregla rannsakar nú mál gegn honum í Los Angeles, New York og London. Meira en 80 konur hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein síðan í október, meðal annars vegna nauðgunar. Lögfræðingurinn telur að konurnar sem hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein séu ekki að segja sannleikann. „Þetta er eitt af skrítnustu málum sem ég hef komið nálægt.“ Lögfræðingurinn viðurkennir að Weinstein gæti hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt, en segir að hann hafi ekki gert neitt ólöglegt. Brafman óttast samt að Weinstein myndi ekki fá sanngjörn réttarhöld. Niðurlægð og brotin Georgina Chapman fyrrum eiginkona Harvey Weinstein sagði í viðtali við Vogue í vikunni að hún hafi ekki vitað um kynferðislega áreitni og ofbeldi hans. Þetta er fyrsta skiptið sem hún tjáir sig opinberlega eftir skilnaðinn. Í viðtali nuvið Vogue viðurkenndi Chapman að hún hafi varla farið út úr húsi síðustu mánuði, síðan fyrstu fréttirnar birtust um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi Weinstein. Sjá einnig: Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn „Ég hélt að ég væri í hamingjusömu sambandi, ég elskaði líf mitt,“ segir Chapman. Hún segir í viðtalinu að Weinstein hafi ferðast mikið og því hafi hún verið alveg grunlaus. „Ég léttist um fjögur og hálft kíló á fimm dögum, ég hélt engum mat niðri,“ segir Chapman um fyrstu dagana eftir að fréttirnar birtust um Weinstein. „Ég vissi að ég þyrfti að fara og taka börnin í burtu.“ Weinstein og Chapman giftust árið 2007 og eiga saman tvö börn. Í október tilkynnti hún um skilnaðinn. Hún segist hafa verið bæði ringluð og reið síðustu mánuði. „Ég var svo niðurlægð og svo brotin.“ MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Harvey Weinstein á að hafa beitt áhrifum sínum í Hollywood til að koma í veg fyrir framgang Judd í starfi. 30. apríl 2018 23:53 Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Í viðtali við BBC sagði Benjamin Brafman lögfræðingur Harvey Weinstein að fyrrum framleiðandinn sé núna einmana og reiður en þeir ræða saman tuttugu sinnum á dag. Weinstein hefur bæði tapað starfinu og fjölskyldunni. Lögregla rannsakar nú mál gegn honum í Los Angeles, New York og London. Meira en 80 konur hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein síðan í október, meðal annars vegna nauðgunar. Lögfræðingurinn telur að konurnar sem hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein séu ekki að segja sannleikann. „Þetta er eitt af skrítnustu málum sem ég hef komið nálægt.“ Lögfræðingurinn viðurkennir að Weinstein gæti hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt, en segir að hann hafi ekki gert neitt ólöglegt. Brafman óttast samt að Weinstein myndi ekki fá sanngjörn réttarhöld. Niðurlægð og brotin Georgina Chapman fyrrum eiginkona Harvey Weinstein sagði í viðtali við Vogue í vikunni að hún hafi ekki vitað um kynferðislega áreitni og ofbeldi hans. Þetta er fyrsta skiptið sem hún tjáir sig opinberlega eftir skilnaðinn. Í viðtali nuvið Vogue viðurkenndi Chapman að hún hafi varla farið út úr húsi síðustu mánuði, síðan fyrstu fréttirnar birtust um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi Weinstein. Sjá einnig: Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn „Ég hélt að ég væri í hamingjusömu sambandi, ég elskaði líf mitt,“ segir Chapman. Hún segir í viðtalinu að Weinstein hafi ferðast mikið og því hafi hún verið alveg grunlaus. „Ég léttist um fjögur og hálft kíló á fimm dögum, ég hélt engum mat niðri,“ segir Chapman um fyrstu dagana eftir að fréttirnar birtust um Weinstein. „Ég vissi að ég þyrfti að fara og taka börnin í burtu.“ Weinstein og Chapman giftust árið 2007 og eiga saman tvö börn. Í október tilkynnti hún um skilnaðinn. Hún segist hafa verið bæði ringluð og reið síðustu mánuði. „Ég var svo niðurlægð og svo brotin.“
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Harvey Weinstein á að hafa beitt áhrifum sínum í Hollywood til að koma í veg fyrir framgang Judd í starfi. 30. apríl 2018 23:53 Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Harvey Weinstein á að hafa beitt áhrifum sínum í Hollywood til að koma í veg fyrir framgang Judd í starfi. 30. apríl 2018 23:53
Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40
Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30