Viðkvæm sál með fullkomnunaráráttu Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2018 07:02 Tim Bergling var 28 ára gamall. Vísir/afp Sænski tónlistarmaðurinn Avicii er talinn hafa framið sjálfsvíg ef marka má heimildarmenn dægurmálarisans TMZ. Foreldrar Avicii ýjuðu að því í liðinni viku að hann kynni að hafa svipt sig lífi. Hann hefði einfaldlega ekki „getað lifað lengur,“ eins og sagði í skriflegri yfirlýsingu þeirra. Hann hefði verið viðkvæm sál með fullkomnunaráráttu. Það rennir jafnframt stoðum undir niðurstöður lögreglunnar, sem útilokaði fljótt að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Avicii, sem hét réttu nafni Tim Bergling, fannst látinn í íbúð í Óman þann 20. apríl síðastliðinn. Hann var 28 ára gamall og hafði notið gríðarlegra vinsælda um heim allan fyrir grípandi tónsmíðar sínar. Þessari gríðarlegu velgengni fylgdi mikið partýstand og mikil drykkja. Afleiðingarnar fyrir tónlistarmanninn urðu miklar. Hann varð háður áfengi og þróaði með sér brisbólgu vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. Árið 2014 þurfti hann að láta fjarlægja úr sér botnlangann og gallblöðruna vegna þessa. Vinir og kunningjar hafa tjáð sig um dauða hans síðustu daga og fullyrða að hann hafi aldrei viljað verða frægur. Plötusnúðurinn Laidback Luke, sem hafði þekkt Avicii frá upphafi ferils hans, segir frá því þegar hann hitti hann síðast, árið 2015. „Það var ekki mikið eftir af Tim þegar ég hitti hann. Hann leit út eins og uppvakningur og hafði elst óeðlilega mikið. Þegar ég sá hann á tónleikum var eins og hann hefði ekki tengingu við lífið lengur.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Andlát Óman Tengdar fréttir Avicii: Tónlistin, áfengið og lífið á bak við tjöldin Plötusnúðurinn og tónlistamaðurinn Avicii lést á föstudag aðeins 28 ára að aldri. 24. apríl 2018 11:45 Fjölskylda Avicii: Hann gat ekki lifað lengur Í opnu bréfi sem fjölskylda Avicii sendi frá sér í dag er gefið í skyn að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. 26. apríl 2018 17:10 Stjörnur votta Avicii virðingu sína Avicii hafði glímt við heilsufarsleg vandamál allt frá byrjun árs 2012 þegar hann lá inni á spítala í 11 daga. Ástæðan á að hafa verið bráðabrisbólga vegna ofdrykkju. 21. apríl 2018 20:30 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Sjá meira
Sænski tónlistarmaðurinn Avicii er talinn hafa framið sjálfsvíg ef marka má heimildarmenn dægurmálarisans TMZ. Foreldrar Avicii ýjuðu að því í liðinni viku að hann kynni að hafa svipt sig lífi. Hann hefði einfaldlega ekki „getað lifað lengur,“ eins og sagði í skriflegri yfirlýsingu þeirra. Hann hefði verið viðkvæm sál með fullkomnunaráráttu. Það rennir jafnframt stoðum undir niðurstöður lögreglunnar, sem útilokaði fljótt að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Avicii, sem hét réttu nafni Tim Bergling, fannst látinn í íbúð í Óman þann 20. apríl síðastliðinn. Hann var 28 ára gamall og hafði notið gríðarlegra vinsælda um heim allan fyrir grípandi tónsmíðar sínar. Þessari gríðarlegu velgengni fylgdi mikið partýstand og mikil drykkja. Afleiðingarnar fyrir tónlistarmanninn urðu miklar. Hann varð háður áfengi og þróaði með sér brisbólgu vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. Árið 2014 þurfti hann að láta fjarlægja úr sér botnlangann og gallblöðruna vegna þessa. Vinir og kunningjar hafa tjáð sig um dauða hans síðustu daga og fullyrða að hann hafi aldrei viljað verða frægur. Plötusnúðurinn Laidback Luke, sem hafði þekkt Avicii frá upphafi ferils hans, segir frá því þegar hann hitti hann síðast, árið 2015. „Það var ekki mikið eftir af Tim þegar ég hitti hann. Hann leit út eins og uppvakningur og hafði elst óeðlilega mikið. Þegar ég sá hann á tónleikum var eins og hann hefði ekki tengingu við lífið lengur.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Andlát Óman Tengdar fréttir Avicii: Tónlistin, áfengið og lífið á bak við tjöldin Plötusnúðurinn og tónlistamaðurinn Avicii lést á föstudag aðeins 28 ára að aldri. 24. apríl 2018 11:45 Fjölskylda Avicii: Hann gat ekki lifað lengur Í opnu bréfi sem fjölskylda Avicii sendi frá sér í dag er gefið í skyn að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. 26. apríl 2018 17:10 Stjörnur votta Avicii virðingu sína Avicii hafði glímt við heilsufarsleg vandamál allt frá byrjun árs 2012 þegar hann lá inni á spítala í 11 daga. Ástæðan á að hafa verið bráðabrisbólga vegna ofdrykkju. 21. apríl 2018 20:30 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Sjá meira
Avicii: Tónlistin, áfengið og lífið á bak við tjöldin Plötusnúðurinn og tónlistamaðurinn Avicii lést á föstudag aðeins 28 ára að aldri. 24. apríl 2018 11:45
Fjölskylda Avicii: Hann gat ekki lifað lengur Í opnu bréfi sem fjölskylda Avicii sendi frá sér í dag er gefið í skyn að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. 26. apríl 2018 17:10
Stjörnur votta Avicii virðingu sína Avicii hafði glímt við heilsufarsleg vandamál allt frá byrjun árs 2012 þegar hann lá inni á spítala í 11 daga. Ástæðan á að hafa verið bráðabrisbólga vegna ofdrykkju. 21. apríl 2018 20:30