Porsche bætir við sig 3.000.000 nýrra „starfsmanna“ í formi býflugna Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2018 06:00 Turbienchen-hunangið er framleitt af hraðskreiðum býflugum Porsche. Porsche hefur bætt við sig 3.000.000 nýjrra „starfsmanna“ fyrir utan verksmiðjur sínar í Leipzig, en þessir starfsmenn eru hvorki doktorar í verkfræði né lærðir vélfræðingar, heldur býflugur. Í fyrrasumar voru þessar býflugur í býflugnabúi Porsche 1,5 milljónir talsins og framleiddu 400 kíló af hunangi sem seldist reyndar upp á augabragði í versluninni sem tengist verksmiðjum Porsche í Leipzig. Porsche hefur því tvöfaldað „verkamannafjöldann“ á milli ára og stefnir að framleiðslu á 1.000 kílóum af hunangi í sumar. Þessi starfsemi myndu margir halda að væri hreinn leikaraskapur hjá Porsche, en sannleikurinn er sá að þetta er samfélagsverkefni sem ætlað er að fjölga býflugum í Þýskalandi sem víða eiga undir högg að sækja. Um helmingur býflugnategunda í landinu flokkast undir það að vera í útrýmingarhættu. Hunangið, sem er afrakstur þessarar ræktunar Porsche, er selt undir nafninu Turbienchen, sem gæti útlagst sem litlar túrbínur, en þannig mætti segja að býflugur hljómi einmitt. Nokkuð viðeigandi nafn það og tengir vöruna við hina söluvöru Porsche, það er bíla. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent
Porsche hefur bætt við sig 3.000.000 nýjrra „starfsmanna“ fyrir utan verksmiðjur sínar í Leipzig, en þessir starfsmenn eru hvorki doktorar í verkfræði né lærðir vélfræðingar, heldur býflugur. Í fyrrasumar voru þessar býflugur í býflugnabúi Porsche 1,5 milljónir talsins og framleiddu 400 kíló af hunangi sem seldist reyndar upp á augabragði í versluninni sem tengist verksmiðjum Porsche í Leipzig. Porsche hefur því tvöfaldað „verkamannafjöldann“ á milli ára og stefnir að framleiðslu á 1.000 kílóum af hunangi í sumar. Þessi starfsemi myndu margir halda að væri hreinn leikaraskapur hjá Porsche, en sannleikurinn er sá að þetta er samfélagsverkefni sem ætlað er að fjölga býflugum í Þýskalandi sem víða eiga undir högg að sækja. Um helmingur býflugnategunda í landinu flokkast undir það að vera í útrýmingarhættu. Hunangið, sem er afrakstur þessarar ræktunar Porsche, er selt undir nafninu Turbienchen, sem gæti útlagst sem litlar túrbínur, en þannig mætti segja að býflugur hljómi einmitt. Nokkuð viðeigandi nafn það og tengir vöruna við hina söluvöru Porsche, það er bíla.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent