Konur á Evrópumótaröðinni verða að vinna hlutastarf til að eiga í sig og á Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. maí 2018 10:30 Valdís Þóra Jónsdóttir keppir á Evrópumótaröðinni í golfi. LET/Tristan Jones Melissa Reid, einn fremsti kylfingur Englands, hefur verulegar áhyggjur af stöðu mála á Evrópumótaröðinni í golfi. Hún segir meðal annars að kylfingar sem hún hefur spilað með undanfarin ár hafi margir þurft að vinna hlutastarf með íþrótt sinni til að eiga í sig og á. Evrópumótaröðin í golfi stendur aðeins fyrir fimmtán mótum þetta tímabilið, mun færri en LPGA-mótaröðin í Bandaríkjunum sem er sú sterkasta í heimi. Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru báðar með þátttökurétt á Evrópumótaröðinni en Ólafía Þórunn keppir fyrst og fremst á LPGA-mótaröðinni. Hún hafnaði í 53. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar í fyrra og vann sér inn þrjár milljónir króna í verðlaunafé. Hún þurfti þó, eins og allir aðrir, að borga sinn eigin ferðakostnað og uppihald. Það kostar skildinginn enda spilað í Ástralíu, Suður-Afríku, Marokkó og auðvitað í Evrópu. Til samanburðar má nefna að Ólafía Þórunn fékk 22,5 milljónir króna í verðlaunfé á LPGA-mótaröðinni í fyrra en hún hafnaði í 74. sæti LPGA-peningalistans.Mótalisti Evrópumótaraðarinnar í ár.Valdís Þóra er nú í nítjánda sæti peningalistans með 2,2 milljónir króna í verðlaunafé. Hún er í 21. sæti stigalista LET en hún hefur tekið þátt í öllum sex mótum ársins til þessa. Reid ræðir málið í The Cut, hlaðvarpi BBC um golf, og segir stöðuna alvarlega. „Það er nánast ómögulegt að lifa eingöngu af því að spila á LET [Evrópumótaröðinni],“ segir hún. „Margir vina minna, sem ég hef spilað með síðustu tólf árin, hafa þurft að vinna hlutastarf meðfram golfinu. Golf á að vera sú íþrótt sem skapar konum næstmestar tekjur af öllum íþróttum,“ segir hún og veltir því upp hvernig afrekskylfingar eiga að ná sínu besta fram þegar þær geta ekki einbeitt sér fyllilega að íþróttinni. Reid hefur svo miklar áhyggjur af Evrópumótaröðinni að hún telur að hún muni líða fljótt undir lok ef engu verður breytt. Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Melissa Reid, einn fremsti kylfingur Englands, hefur verulegar áhyggjur af stöðu mála á Evrópumótaröðinni í golfi. Hún segir meðal annars að kylfingar sem hún hefur spilað með undanfarin ár hafi margir þurft að vinna hlutastarf með íþrótt sinni til að eiga í sig og á. Evrópumótaröðin í golfi stendur aðeins fyrir fimmtán mótum þetta tímabilið, mun færri en LPGA-mótaröðin í Bandaríkjunum sem er sú sterkasta í heimi. Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru báðar með þátttökurétt á Evrópumótaröðinni en Ólafía Þórunn keppir fyrst og fremst á LPGA-mótaröðinni. Hún hafnaði í 53. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar í fyrra og vann sér inn þrjár milljónir króna í verðlaunafé. Hún þurfti þó, eins og allir aðrir, að borga sinn eigin ferðakostnað og uppihald. Það kostar skildinginn enda spilað í Ástralíu, Suður-Afríku, Marokkó og auðvitað í Evrópu. Til samanburðar má nefna að Ólafía Þórunn fékk 22,5 milljónir króna í verðlaunfé á LPGA-mótaröðinni í fyrra en hún hafnaði í 74. sæti LPGA-peningalistans.Mótalisti Evrópumótaraðarinnar í ár.Valdís Þóra er nú í nítjánda sæti peningalistans með 2,2 milljónir króna í verðlaunafé. Hún er í 21. sæti stigalista LET en hún hefur tekið þátt í öllum sex mótum ársins til þessa. Reid ræðir málið í The Cut, hlaðvarpi BBC um golf, og segir stöðuna alvarlega. „Það er nánast ómögulegt að lifa eingöngu af því að spila á LET [Evrópumótaröðinni],“ segir hún. „Margir vina minna, sem ég hef spilað með síðustu tólf árin, hafa þurft að vinna hlutastarf meðfram golfinu. Golf á að vera sú íþrótt sem skapar konum næstmestar tekjur af öllum íþróttum,“ segir hún og veltir því upp hvernig afrekskylfingar eiga að ná sínu besta fram þegar þær geta ekki einbeitt sér fyllilega að íþróttinni. Reid hefur svo miklar áhyggjur af Evrópumótaröðinni að hún telur að hún muni líða fljótt undir lok ef engu verður breytt.
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira