Minnivallalækur tekur við sér Karl Lúðvíksson skrifar 26. apríl 2018 12:00 Hrafn H. Hauksson með urriða úr Minnivallalæk Mynd: Strengir FB Karl Gíslason með flottan urriðaMynd: Strengir FB Það þekkja það flestir sem hafa einhvern tímann rennt í Minnivallalæk að það liggja í honum ansi vænir fiskar sem getur verið áskorun að setja í. Veiðin byrjar í byrjun apríl og oft er það mest straumflugur sem gefa bestu veiðina fram til loka maí. Það virðist nú vera einhver annar bragur á því núna miðað við fréttir af holli sem var þar um liðna helgi. Holl sem var þar við veiðar landaði 15 urriðum sem voru 50-70 sm langir og samkvæmt okkar heimildum kom ekki einn á straumflugu. Flugan sem gaf best sést yfirleitt meira í veiðibókum þegar aðeins tekur að hlýna en það er hin veiðna Pheasant Tail. Hún virðist að öllu jöfnu jafn sterk í vatnaveiði og straumvatni í silung enda er þessi fluga mikið notuð og uppáhald margra veiðimanna. Sterkustu veiðistaðirnir á þessum tíma eru yfirleitt Stöðvarhylur og Húsbreiða en það var víst heldur rólegt í þeim hyljum en þess í stað var fiskurinn nokkuð dreifður um alla ána. Stærstu fiskarnir veiddust í Viðarhólma og Hólmakvíslum. Veiðin í Minnivallalæk er jöfn yfir allt tímabilið en það eina sem þarf að aðgæta er að vera með nettan búnað, góða breidd í flugum og læðast að veiðistöðum því hann getur verið mjög styggur fiskurinn. Mest lesið Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði 64 sm bleikja í Lónsá Veiði
Karl Gíslason með flottan urriðaMynd: Strengir FB Það þekkja það flestir sem hafa einhvern tímann rennt í Minnivallalæk að það liggja í honum ansi vænir fiskar sem getur verið áskorun að setja í. Veiðin byrjar í byrjun apríl og oft er það mest straumflugur sem gefa bestu veiðina fram til loka maí. Það virðist nú vera einhver annar bragur á því núna miðað við fréttir af holli sem var þar um liðna helgi. Holl sem var þar við veiðar landaði 15 urriðum sem voru 50-70 sm langir og samkvæmt okkar heimildum kom ekki einn á straumflugu. Flugan sem gaf best sést yfirleitt meira í veiðibókum þegar aðeins tekur að hlýna en það er hin veiðna Pheasant Tail. Hún virðist að öllu jöfnu jafn sterk í vatnaveiði og straumvatni í silung enda er þessi fluga mikið notuð og uppáhald margra veiðimanna. Sterkustu veiðistaðirnir á þessum tíma eru yfirleitt Stöðvarhylur og Húsbreiða en það var víst heldur rólegt í þeim hyljum en þess í stað var fiskurinn nokkuð dreifður um alla ána. Stærstu fiskarnir veiddust í Viðarhólma og Hólmakvíslum. Veiðin í Minnivallalæk er jöfn yfir allt tímabilið en það eina sem þarf að aðgæta er að vera með nettan búnað, góða breidd í flugum og læðast að veiðistöðum því hann getur verið mjög styggur fiskurinn.
Mest lesið Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði 64 sm bleikja í Lónsá Veiði