Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Karl Lúðvíksson skrifar 28. apríl 2018 10:40 Henrik Mortensen er einn af bestu flugukastkennurum í heiminum í dag Nú fer að líða að því að Henrik Mortensen snúi aftur til landsins með flugukastnámskeiðin en margir Íslenskir veiðimenn hafa sótt námskeiðin hans hingað til. Henrik Mortensen þekkja flestir íslenskir veiðimenn. Henrik er flugukastkennari, hönnuður veiðitækja og hefur gefið út fjölda kennslu DVD diska og bóka um fluguköst. Henrik hefur starfað fyrir stærstu framleiðendur heims í veiðibúnaði og hannar nú fyrir sitt eigið merki, SALMOLOGIC, www.salmologic.is. Kastnámskeiðin verða með sama sniði og áður en kennt verður í 4 klukkustundir. Henrik mun útskýra fræðin á bakvið fluguköst og fluguveiði og mikilvægi þess að raða veiðigræjunum rétt saman. Svo munu allir fá tilsögn. Það eru 3 kennarar á hverju námskeiði, Henrik Mortensen, Thomas Thaarup og Stefán Sigurðsson sem aðstoða þátttakendur á námskeiðunum til þess að hámarka árangur hvers nemanda. Námskeiðin henta byrjendum sem lengra komnum og verður kennt í höfuðstöðvu SVFR við Rafstöðvarveg 14. Þeir sem hafa áhuga á að skella sér á námskeið hjá Henrik geta skoðað hvað er laust hjá www.ioveidileyfi.is eða í síma 855-2681 Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði
Nú fer að líða að því að Henrik Mortensen snúi aftur til landsins með flugukastnámskeiðin en margir Íslenskir veiðimenn hafa sótt námskeiðin hans hingað til. Henrik Mortensen þekkja flestir íslenskir veiðimenn. Henrik er flugukastkennari, hönnuður veiðitækja og hefur gefið út fjölda kennslu DVD diska og bóka um fluguköst. Henrik hefur starfað fyrir stærstu framleiðendur heims í veiðibúnaði og hannar nú fyrir sitt eigið merki, SALMOLOGIC, www.salmologic.is. Kastnámskeiðin verða með sama sniði og áður en kennt verður í 4 klukkustundir. Henrik mun útskýra fræðin á bakvið fluguköst og fluguveiði og mikilvægi þess að raða veiðigræjunum rétt saman. Svo munu allir fá tilsögn. Það eru 3 kennarar á hverju námskeiði, Henrik Mortensen, Thomas Thaarup og Stefán Sigurðsson sem aðstoða þátttakendur á námskeiðunum til þess að hámarka árangur hvers nemanda. Námskeiðin henta byrjendum sem lengra komnum og verður kennt í höfuðstöðvu SVFR við Rafstöðvarveg 14. Þeir sem hafa áhuga á að skella sér á námskeið hjá Henrik geta skoðað hvað er laust hjá www.ioveidileyfi.is eða í síma 855-2681
Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði