Áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ 2018: „Ekki reyna að verða vinsæll dómari“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 10:00 Þetta er alltaf gult spjald á þá gulu. Vísir/Getty Dómaranefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áhersluatriði dómara fyrir komandi knattspyrnusumar hér á landi og þar kemur margt athyglisvert fram. Áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ 2018 byggja á knattspyrnulögunum og nýjustu breytingum sem Alþjóðanefndin (IFAB) hefur gert á lögunum og fyrirmælum um túlkun þeirra. Inngangsorðin vekja sérstaka athygli. „Dómaranefnd KSÍ gerir sér grein fyrir, og sættir sig við, þá óvéfengjanlegu staðreynd að allir dómarar geri mistök í störfum sínum, rétt eins og leikmennirnir og þjálfararnir. Nefndin getur hins vegar ekki sætt sig við það að dómarar fari ekki eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem þeim ber að fylgja," segir í inngangsorðunum og þar er síðan tilvitnun í Vlado Sajn hjá Dómaranefnd UEFA. „Ekki reyna að verða vinsæll dómari - því þegar öllu er á botninn hvolft eru bestu dómararnir ávallt þeir sem hafa hugrekki til þess að taka erfiðar (óvinsælar) ákvarðanir þegar þörf krefur." Það er líka fróðlegur listinn yfir möguleika leikmanna að fá spjöld fyrir óíþróttamannslega framkomu í leikjum. Það kemur fram að allar hópögranir eða þegar leikmenn hópast um dómarann endar bara með gulu spjaldi. Hér fyrir neðan má sjá kaflann um Óíþróttamannsleg framkoma í Áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ 2018:Óíþróttamannsleg framkoma Dómurum ber að vera sérstaklega á varðbergi gangvart hvers konar óíþróttamannslegri framkomu og refsa fyrir hana í samræmi við knattspy rnulögin, þ.e. með áminningu og gulu spjaldi. Sem dæmi um óíþróttamannslega framkomu má nefna: - Leikmenn sem grafa undan valdi dómarans með því að mótmæla ákvörðunum hans með orðum eða látæði. - Leikmenn sem gera sér langa ferð til þess að mótmæla ákvörðunum dómara eða aðstoðarmanna hans. - Leikmenn sem sparka eða bera boltann í burtu eftir að dómarinn hefur dæmt. - Leikmenn sem hindra hraðtekningu aukaspyrna með því að stíga fyrir boltann. Leikmönnum ber að koma sér fljótt a.m.k. 9,15m frá tökustaðnum. - Leikmenn sem með orðum eða látæði krefjast þess að dómari sýni mótherja gula spjaldið. - Hópögranir – sýna ber að lágmarki einum leikmanni úr hvoru liði gula spjaldið. - Leikaraskapur/uppgerð – hvar sem er á vellinum. - Yfirdrifin fagnaðarlæti við markaskorun (klifrað upp á vallargirðingu, peysa sett yfir höfuð o.s.frv.). - Hópast um dómarann. Gerist leikmenn sekir um að hópast um dómarann við mótmæli eða til þess að reyna að hafa áhrif á ákvörðun hans (t.d með því að heimta gult eða rautt spjald á mótherja) ber dómaranum að áminna a.m.k. einn þeirra sem þannig haga sér (oftast þann sem hefur sig mest í frammi). Því til viðbótar ber að áminna hvern þann leikmann sem leggur á sig langa leið til þess að koma mótmælum sínum á framfæri. Það er hægt að nálgast öll áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ fyrir árið 2018 með því að smella hérna. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Dómaranefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áhersluatriði dómara fyrir komandi knattspyrnusumar hér á landi og þar kemur margt athyglisvert fram. Áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ 2018 byggja á knattspyrnulögunum og nýjustu breytingum sem Alþjóðanefndin (IFAB) hefur gert á lögunum og fyrirmælum um túlkun þeirra. Inngangsorðin vekja sérstaka athygli. „Dómaranefnd KSÍ gerir sér grein fyrir, og sættir sig við, þá óvéfengjanlegu staðreynd að allir dómarar geri mistök í störfum sínum, rétt eins og leikmennirnir og þjálfararnir. Nefndin getur hins vegar ekki sætt sig við það að dómarar fari ekki eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem þeim ber að fylgja," segir í inngangsorðunum og þar er síðan tilvitnun í Vlado Sajn hjá Dómaranefnd UEFA. „Ekki reyna að verða vinsæll dómari - því þegar öllu er á botninn hvolft eru bestu dómararnir ávallt þeir sem hafa hugrekki til þess að taka erfiðar (óvinsælar) ákvarðanir þegar þörf krefur." Það er líka fróðlegur listinn yfir möguleika leikmanna að fá spjöld fyrir óíþróttamannslega framkomu í leikjum. Það kemur fram að allar hópögranir eða þegar leikmenn hópast um dómarann endar bara með gulu spjaldi. Hér fyrir neðan má sjá kaflann um Óíþróttamannsleg framkoma í Áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ 2018:Óíþróttamannsleg framkoma Dómurum ber að vera sérstaklega á varðbergi gangvart hvers konar óíþróttamannslegri framkomu og refsa fyrir hana í samræmi við knattspy rnulögin, þ.e. með áminningu og gulu spjaldi. Sem dæmi um óíþróttamannslega framkomu má nefna: - Leikmenn sem grafa undan valdi dómarans með því að mótmæla ákvörðunum hans með orðum eða látæði. - Leikmenn sem gera sér langa ferð til þess að mótmæla ákvörðunum dómara eða aðstoðarmanna hans. - Leikmenn sem sparka eða bera boltann í burtu eftir að dómarinn hefur dæmt. - Leikmenn sem hindra hraðtekningu aukaspyrna með því að stíga fyrir boltann. Leikmönnum ber að koma sér fljótt a.m.k. 9,15m frá tökustaðnum. - Leikmenn sem með orðum eða látæði krefjast þess að dómari sýni mótherja gula spjaldið. - Hópögranir – sýna ber að lágmarki einum leikmanni úr hvoru liði gula spjaldið. - Leikaraskapur/uppgerð – hvar sem er á vellinum. - Yfirdrifin fagnaðarlæti við markaskorun (klifrað upp á vallargirðingu, peysa sett yfir höfuð o.s.frv.). - Hópast um dómarann. Gerist leikmenn sekir um að hópast um dómarann við mótmæli eða til þess að reyna að hafa áhrif á ákvörðun hans (t.d með því að heimta gult eða rautt spjald á mótherja) ber dómaranum að áminna a.m.k. einn þeirra sem þannig haga sér (oftast þann sem hefur sig mest í frammi). Því til viðbótar ber að áminna hvern þann leikmann sem leggur á sig langa leið til þess að koma mótmælum sínum á framfæri. Það er hægt að nálgast öll áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ fyrir árið 2018 með því að smella hérna.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira