Guðni um nýjan Laugardalsvöll: „Mikilvægt að geta lokað þakinu“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. apríl 2018 18:15 Niðurstöður starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar voru kynntar í dag og undirbúningsfélag um mögulega framkvæmd hefur verið stofnað. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir bjartsýnustu menn sjá flautað til leiks á nýjum velli árið 2020. Nýstofnuð Þjóðardeild UEFA og nýtt skipulag undankeppni komandi Evrópumóta gera ráð fyrir keppnisleikjum í nóvember og mars. Næsta ómögulegt er að spila leiki á Laugardalsvelli á þeim tíma eins og hann er í dag og því er ein helsta ástæða þess að grípa þurfi til framkvæmda eins fljótt og hægt er að Ísland geti spilað heimaleiki í þessum gluggum. „Hreyfanlegt þak er held ég það sem knattspyrnan vill einna helst því það gefur okkur möguleikan á því að spila á vellinum allan ársins hring,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við erum með skilgreindan vetrarvettvang, okkar leikvang, svo við getum ekki spilað okkar heimaleiki í mars og nóvember, sem gerir það að verkum að við getum ekki byrjað eða endað riðlakeppni og það er ekki nógu gott. Því teljum við mjög mikilvægt að fá leikvang þar sem hægt er að loka þakinu.“ Lokaður leikvangur býður upp á meiri fjölbreytni í notkun, hægt er að setja upp tónleika og aðra viðburði á vellinum, sem og mögulega útbúa hann þannig að aðrar íþróttagreinar geti einnig nýtt hann sem þjóðarleikvang. Hlaupabrautin og aðstaða fyrir frjálsar íþróttir mun þó þurfa að víkja. „Eins og þetta er lagt upp þá verður hlaupabrautin tekin, hvort sem það verður opinn leikvangur eða með færanlegu þaki. Það er uppleggið í þessum plönum og þá fái frjálsar íþróttir sinn leikvang annars staðar.“ Hið nýja undirbúningsfélag mun ekki tefja framkvæmdir neitt að mati Guðna og á að liggja fyrir ákvörðun um uppbyggingu Laugardalsvallar fyrir lok árs 2018. Aðspurður hvenar flautað verði til leiks á nýjum þjóðarleikvangi sagði Guðni bjartsýnustu menn segja 2020 en raunhæft markmið sé snemma árs 2021. Viðtalið við Guðna í heild sinni má heyra í sjónvarpsglugganum hér að ofan. Íslenski boltinn Skipulag Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
Niðurstöður starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar voru kynntar í dag og undirbúningsfélag um mögulega framkvæmd hefur verið stofnað. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir bjartsýnustu menn sjá flautað til leiks á nýjum velli árið 2020. Nýstofnuð Þjóðardeild UEFA og nýtt skipulag undankeppni komandi Evrópumóta gera ráð fyrir keppnisleikjum í nóvember og mars. Næsta ómögulegt er að spila leiki á Laugardalsvelli á þeim tíma eins og hann er í dag og því er ein helsta ástæða þess að grípa þurfi til framkvæmda eins fljótt og hægt er að Ísland geti spilað heimaleiki í þessum gluggum. „Hreyfanlegt þak er held ég það sem knattspyrnan vill einna helst því það gefur okkur möguleikan á því að spila á vellinum allan ársins hring,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við erum með skilgreindan vetrarvettvang, okkar leikvang, svo við getum ekki spilað okkar heimaleiki í mars og nóvember, sem gerir það að verkum að við getum ekki byrjað eða endað riðlakeppni og það er ekki nógu gott. Því teljum við mjög mikilvægt að fá leikvang þar sem hægt er að loka þakinu.“ Lokaður leikvangur býður upp á meiri fjölbreytni í notkun, hægt er að setja upp tónleika og aðra viðburði á vellinum, sem og mögulega útbúa hann þannig að aðrar íþróttagreinar geti einnig nýtt hann sem þjóðarleikvang. Hlaupabrautin og aðstaða fyrir frjálsar íþróttir mun þó þurfa að víkja. „Eins og þetta er lagt upp þá verður hlaupabrautin tekin, hvort sem það verður opinn leikvangur eða með færanlegu þaki. Það er uppleggið í þessum plönum og þá fái frjálsar íþróttir sinn leikvang annars staðar.“ Hið nýja undirbúningsfélag mun ekki tefja framkvæmdir neitt að mati Guðna og á að liggja fyrir ákvörðun um uppbyggingu Laugardalsvallar fyrir lok árs 2018. Aðspurður hvenar flautað verði til leiks á nýjum þjóðarleikvangi sagði Guðni bjartsýnustu menn segja 2020 en raunhæft markmið sé snemma árs 2021. Viðtalið við Guðna í heild sinni má heyra í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Íslenski boltinn Skipulag Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira