Fór úr lið á ökkla en leiddi Masters sólarhring seinna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2018 07:00 Ökklinn virtist ekki trufla Finau mikið í gær visir/getty Þegar Tony Finau lauk leik á fyrsta hring Mastersmótsins í golfi í gær leiddi hann mótið ásamt landa sínum Jordan Spieth á fjórum höggum undir pari. Það er ákveðið afrek í sjálfu sér hjá Bandaríkjamanninum sem er í 34. sæti heimslistans í golfi. Það sem gerir þetta hins vegar enn magnaðara er að aðeins tæpum sólahring fyrr fór hann úr ökklalið á golfvellinum. Finau fór holu í höggi á sjöundu holu í par 3 keppninni sem haldin var í undirbúningi fyrir Mastersmótið á miðvikudag. Þegar hann fagnaði högginu náði hann að fara úr lið á ökkla en hann beygði sig niður og ýtti ökklanum aftur í lið. Hann virtist hafa verið eftir sig eftir meiðslin og hætti keppni í par 3 keppninni og var óvíst hvort hann færi yfir höfuð á stað í gærmorgun. Hann gerði þó gott betur en það, spilaði hringinn á fjórum höggum undir pari með sex fugla og tvo skolla.Crazy day. Thanks for thoughts of concern, messages and prayers from all. I'm optimistic. https://t.co/m9y5T1a9Uy — Tony Finau Golf (@tonyfinaugolf) April 5, 2018 Hér fyrir neðan má sjá atvikið, myndbandið er ekki fyrir viðkvæma.Tony Finau: Hits hole-in-one at The Maters Dislocates his ankle Pops it back in Waves to crowd WHAT! pic.twitter.com/zkC4bIGNAK — 12up (@12upSport) April 4, 2018 Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þegar Tony Finau lauk leik á fyrsta hring Mastersmótsins í golfi í gær leiddi hann mótið ásamt landa sínum Jordan Spieth á fjórum höggum undir pari. Það er ákveðið afrek í sjálfu sér hjá Bandaríkjamanninum sem er í 34. sæti heimslistans í golfi. Það sem gerir þetta hins vegar enn magnaðara er að aðeins tæpum sólahring fyrr fór hann úr ökklalið á golfvellinum. Finau fór holu í höggi á sjöundu holu í par 3 keppninni sem haldin var í undirbúningi fyrir Mastersmótið á miðvikudag. Þegar hann fagnaði högginu náði hann að fara úr lið á ökkla en hann beygði sig niður og ýtti ökklanum aftur í lið. Hann virtist hafa verið eftir sig eftir meiðslin og hætti keppni í par 3 keppninni og var óvíst hvort hann færi yfir höfuð á stað í gærmorgun. Hann gerði þó gott betur en það, spilaði hringinn á fjórum höggum undir pari með sex fugla og tvo skolla.Crazy day. Thanks for thoughts of concern, messages and prayers from all. I'm optimistic. https://t.co/m9y5T1a9Uy — Tony Finau Golf (@tonyfinaugolf) April 5, 2018 Hér fyrir neðan má sjá atvikið, myndbandið er ekki fyrir viðkvæma.Tony Finau: Hits hole-in-one at The Maters Dislocates his ankle Pops it back in Waves to crowd WHAT! pic.twitter.com/zkC4bIGNAK — 12up (@12upSport) April 4, 2018
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira