Stjórnin hjartfólgin Bræðslustjóranum Benedikt Bóas skrifar 7. apríl 2018 09:30 Bræðslan er ein allra skemmtilegasta hátíð landsins og verður haldin í 14. sinn í sumar. Í fyrra var óhappatalan 13 og þá rigndi. Magni lofar sól og sumri á hátíðinni í ár. „Stjórnin ber ábyrgð á fjórum frænkum mínum og gríðarlega góðu hjónabandi því Heiðar bróðir kynntist konunni sinni á balli með hljómsveitinni,“ segir Magni Ásgeirsson en þeir bræður standa að Bræðslunni í 14. sinn í sumar. Eftir 12 veðurgóðar hátíðir þar sem sólin skein stöðugt opnuðust einhverjar flóðgáttir í fyrra og gestum og gangandi var í fyrsta sinn kalt á hátíðinni. „Kannski spilaði inn í að þetta var 13. árið. Það voru búnar að vera 12 sólir í röð en við stefnum ótrauð á að byrja aftur á númer eitt í ár,“ segir hann. Magni spilaði með Á móti sól á Aldrei fór ég suður hátíðinni á Ísafirði um páskana en þetta var í fyrsta sinn sem hann fer. „Djöfull kunna Vestfirðingar að skemmta sér og öðrum,“ segir hann glaður. „Við erum að halda okkar hátíð í 14. sinn og Aldrei fór ég suður, LungA, Eistnaflug og meira að segja Blúshátíðin eru allar á svipuðum aldri. Það virðist eitthvað hafa gerst árin 2004-2006 þar sem mörgum datt í hug að blása í hátíðarlúðrana. Það voru margir í góðu skapi þarna rétt fyrir kreppu en það sem þetta er allt enn fallegra núna, svona nokkrum árum síðar.“ Fyrir utan Stjórnina munu Emmsjé Gauti, Agent Fresco, Between Mountains, Daði Freyr, og Atomstation, kæta lýðinn. „Þetta er eitthvað fyrir alla. Við erum með góða styrktaraðila sem gera okkur kleift að halda viðburð af þessari stærðargráðu á ekki stærri stað en Borgarfjörður eystri er, auk þess sem íbúar Borgarfjarðar eru ótrúlega jákvæðir út í þetta.“ Hann segir að það sé einhver fegurð yfir hátíðinni enda séu Íslendingar vaxnir upp úr því að mæta til að slást. „Það er ekkert vesen. Það hefur ekki komið upp lögreglumál á Bræðslunni að mér vitandi. Það sást best í fyrra þegar byrjaði að rigna að þá voru allir boðnir og búnir að opna dyrnar hjá sér og hjálpuðust að. Það væsti ekki um neinn. Sem betur fer eru Íslendingar vaxnir upp úr því að fara á ball og slást. Það eru allir í sama liði og ein stór fjölskylda sem er svo fallegt. Þetta er stemning sem við erum mjög stolt af og ég fann einmitt líka fyrir vestan.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Eistnaflug Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Stjórnin ber ábyrgð á fjórum frænkum mínum og gríðarlega góðu hjónabandi því Heiðar bróðir kynntist konunni sinni á balli með hljómsveitinni,“ segir Magni Ásgeirsson en þeir bræður standa að Bræðslunni í 14. sinn í sumar. Eftir 12 veðurgóðar hátíðir þar sem sólin skein stöðugt opnuðust einhverjar flóðgáttir í fyrra og gestum og gangandi var í fyrsta sinn kalt á hátíðinni. „Kannski spilaði inn í að þetta var 13. árið. Það voru búnar að vera 12 sólir í röð en við stefnum ótrauð á að byrja aftur á númer eitt í ár,“ segir hann. Magni spilaði með Á móti sól á Aldrei fór ég suður hátíðinni á Ísafirði um páskana en þetta var í fyrsta sinn sem hann fer. „Djöfull kunna Vestfirðingar að skemmta sér og öðrum,“ segir hann glaður. „Við erum að halda okkar hátíð í 14. sinn og Aldrei fór ég suður, LungA, Eistnaflug og meira að segja Blúshátíðin eru allar á svipuðum aldri. Það virðist eitthvað hafa gerst árin 2004-2006 þar sem mörgum datt í hug að blása í hátíðarlúðrana. Það voru margir í góðu skapi þarna rétt fyrir kreppu en það sem þetta er allt enn fallegra núna, svona nokkrum árum síðar.“ Fyrir utan Stjórnina munu Emmsjé Gauti, Agent Fresco, Between Mountains, Daði Freyr, og Atomstation, kæta lýðinn. „Þetta er eitthvað fyrir alla. Við erum með góða styrktaraðila sem gera okkur kleift að halda viðburð af þessari stærðargráðu á ekki stærri stað en Borgarfjörður eystri er, auk þess sem íbúar Borgarfjarðar eru ótrúlega jákvæðir út í þetta.“ Hann segir að það sé einhver fegurð yfir hátíðinni enda séu Íslendingar vaxnir upp úr því að mæta til að slást. „Það er ekkert vesen. Það hefur ekki komið upp lögreglumál á Bræðslunni að mér vitandi. Það sást best í fyrra þegar byrjaði að rigna að þá voru allir boðnir og búnir að opna dyrnar hjá sér og hjálpuðust að. Það væsti ekki um neinn. Sem betur fer eru Íslendingar vaxnir upp úr því að fara á ball og slást. Það eru allir í sama liði og ein stór fjölskylda sem er svo fallegt. Þetta er stemning sem við erum mjög stolt af og ég fann einmitt líka fyrir vestan.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Eistnaflug Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira