Höddi Magg veislustjóri hjá KA: „Lokatækifæri mitt að gera upp 1989“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2018 13:00 Hörður Magnússon. Stöð 2 Sport Það verður mikið um dýrðir á laugardaginn kemur þegar KA-menn halda herrakvöld KA. Veislustjórinn er Hörður Magnússon og ræðumenn kvöldsins verða þeir Guðjón Þórðarson og Valdimar Grímsson. Hörður starfar nú sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 og hefur stýrt Pepsi-mörkunum með glæsibrag til fjölda ára. KA-menn hafa orðið einu sinni Íslandsmeistarar í fótbolta og það var sumarið 1989 undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Þetta var líka þegar umræddur Hörður Magnússon komst næst því að verða Íslandsmeistari. Hörður Magnússon er einn af markahæstur leikmönnum efstu deildar karla frá upphafi en hann skoraði 87 mörk í 189 leikjum en nær allir voru þeir fyrir FH. FH varð aldrei Íslandsmeistari með hann innanborðs en hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn átta sinnum frá árinu 2004. Hörður átti frábært sumar í B-deildinni 2000 þegar FH komst aftur upp í efstu deild og lagði grunninn að velgengni liðsins á næstu áratugum á eftir. „Var beðinn um að vera veislustjóri hjá KA á laugardaginn kemur. Þáði boðið. Lokatækifæri mitt að gera upp 1989. Ekki seinna vænna. Annars er tilhlökkun hef gert lítið af þessu en í KA er mikið af óvenju greindu fólki,“ sagði Hörður inn á fésbókinni. Sumarið 1989 komust Hörður og félagar hans í FH svo grátlega nálægt því að verða Íslandsmeistarar. Hörður sjálfur átti frábært tímabil og varð markakóngur deildarinnar með 12 mörk í 18 leikjum en hann skoraði þremur mörkum meira en næsti maður. Hörður varð síðan einnig markakóngur 1990 og 1991. FH var með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina 16. september 1989 þar sem liðið mætti botnliði Fylkis á heimavelli. Sigur í þeim leik og titilinn væri þeirra. FH komst í 1-0 strax á 3. mínútu leiksins en Fylkismenn jöfnuðu þrettán mínútum síðar og hinn sautján ára gamli Kristinn Tómasson tryggði Fylki síðan 2-1 sigur ellefu mínútum fyrir leikslok. KA-menn nýttu sér þetta, sóttu 2-0 sigur í Keflavík og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þjálfari þeirra var einmitt Guðjón Þórðarson sem er annar ræðumaður herrakvöldsins. Hörður hefur húmor fyrir þessu nú næstum því 30 árum síðar og ætlar eins og áður sagði að gera upp 1989 á hinu margfræga herrakvöldi KA á laugardaginn. Hörður Magnússon er annars á fullu að undirbúa Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport sem munu fjalla ítarlega um Pepsi-deildina í sumar en þar er von á einhverjum skemmtilegum nýjungum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Það verður mikið um dýrðir á laugardaginn kemur þegar KA-menn halda herrakvöld KA. Veislustjórinn er Hörður Magnússon og ræðumenn kvöldsins verða þeir Guðjón Þórðarson og Valdimar Grímsson. Hörður starfar nú sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 og hefur stýrt Pepsi-mörkunum með glæsibrag til fjölda ára. KA-menn hafa orðið einu sinni Íslandsmeistarar í fótbolta og það var sumarið 1989 undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Þetta var líka þegar umræddur Hörður Magnússon komst næst því að verða Íslandsmeistari. Hörður Magnússon er einn af markahæstur leikmönnum efstu deildar karla frá upphafi en hann skoraði 87 mörk í 189 leikjum en nær allir voru þeir fyrir FH. FH varð aldrei Íslandsmeistari með hann innanborðs en hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn átta sinnum frá árinu 2004. Hörður átti frábært sumar í B-deildinni 2000 þegar FH komst aftur upp í efstu deild og lagði grunninn að velgengni liðsins á næstu áratugum á eftir. „Var beðinn um að vera veislustjóri hjá KA á laugardaginn kemur. Þáði boðið. Lokatækifæri mitt að gera upp 1989. Ekki seinna vænna. Annars er tilhlökkun hef gert lítið af þessu en í KA er mikið af óvenju greindu fólki,“ sagði Hörður inn á fésbókinni. Sumarið 1989 komust Hörður og félagar hans í FH svo grátlega nálægt því að verða Íslandsmeistarar. Hörður sjálfur átti frábært tímabil og varð markakóngur deildarinnar með 12 mörk í 18 leikjum en hann skoraði þremur mörkum meira en næsti maður. Hörður varð síðan einnig markakóngur 1990 og 1991. FH var með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina 16. september 1989 þar sem liðið mætti botnliði Fylkis á heimavelli. Sigur í þeim leik og titilinn væri þeirra. FH komst í 1-0 strax á 3. mínútu leiksins en Fylkismenn jöfnuðu þrettán mínútum síðar og hinn sautján ára gamli Kristinn Tómasson tryggði Fylki síðan 2-1 sigur ellefu mínútum fyrir leikslok. KA-menn nýttu sér þetta, sóttu 2-0 sigur í Keflavík og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þjálfari þeirra var einmitt Guðjón Þórðarson sem er annar ræðumaður herrakvöldsins. Hörður hefur húmor fyrir þessu nú næstum því 30 árum síðar og ætlar eins og áður sagði að gera upp 1989 á hinu margfræga herrakvöldi KA á laugardaginn. Hörður Magnússon er annars á fullu að undirbúa Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport sem munu fjalla ítarlega um Pepsi-deildina í sumar en þar er von á einhverjum skemmtilegum nýjungum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira