Alltaf verið að minna hann á hækkandi aldurinn Guðný Hrönn skrifar 22. mars 2018 06:00 Grínistinn Rökkvi Vésteinsson er fertugur í dag en er ekki beint hoppandi kátur með þennan merkilega áfanga. Skemmtikrafturinn og uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson fagnar 40 ára afmæli í dag. Hann er ekki mikið afmælisbarn að eigin sögn og ætlar ekki að halda upp á stórafmælið. „Nei, ég ákvað að gera það ekki, ég ætla frekar að reyna að gleyma því að ég sé orðinn svona gamall,“ segir Rökkvi og hlær þegar hann er spurður út í hvort hann ætli ekki að halda afmælisveislu í tilefni dagsins. „Ég meina, ef bíll myndi keyra yfir mig í dag þá myndi koma frétt um að maður á fimmtugsaldri hefði látist. Hugsaðu þér.“ Rökkvi ætlar þó að halda uppistand undir yfirskriftinni Fertugur gamall fauskur reynir að vera fyndinn á laugardaginn sem hann segir vera hálfgert afmælisuppistand. Í uppistandinu mun hann koma inn á hræðslu sína við aldurinn. „Ég verð með uppistand á Akranesi á laugardaginn í Dularfullu búðinni, það má segja að ég sé pínu að halda upp á hvað ég er orðinn gamall með því. Ég ætla meðal annars að segja frá því þegar manni fór að finnast maður gamall fyrst. Það var þegar maður fór að horfa á eftir einhverjum sætum gellum en þær voru allar að ýta á undan sér barnavögnum. Og það eru 20 ár síðan, og þetta verður alltaf verra og verra,“ segir Rökkvi og hlær. „Svo eru núna að koma til mín einhverjir fullorðnir menn og segjast hafa verið aðdáendur einhvers sem ég gerði þegar þeir voru krakkar. Það er alltaf verið að minna mann á aldurinn.“ Spurður út í hvort hann hafi alltaf verið svona hræddur við aldurinn segir Rökkvi: „Ég held að maður reyni bara að hugsa sem minnst út í það. En þegar maður er fertugur grínisti þá fer maður að hugsa með sér hvort maður ætti ekki að fara að hegða sér eins og maður.“ Rökkvi er minna spenntur fyrir þessum tímamótum sem hann stendur á og meira spenntur fyrir helginni. „Akranes er í miklu uppáhaldi hjá mér, Skagamenn hlæja nefnilega bara að öllu, líka hlutum sem flestir myndu bara hneykslast á,“ segir hann kíminn. Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Skemmtikrafturinn og uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson fagnar 40 ára afmæli í dag. Hann er ekki mikið afmælisbarn að eigin sögn og ætlar ekki að halda upp á stórafmælið. „Nei, ég ákvað að gera það ekki, ég ætla frekar að reyna að gleyma því að ég sé orðinn svona gamall,“ segir Rökkvi og hlær þegar hann er spurður út í hvort hann ætli ekki að halda afmælisveislu í tilefni dagsins. „Ég meina, ef bíll myndi keyra yfir mig í dag þá myndi koma frétt um að maður á fimmtugsaldri hefði látist. Hugsaðu þér.“ Rökkvi ætlar þó að halda uppistand undir yfirskriftinni Fertugur gamall fauskur reynir að vera fyndinn á laugardaginn sem hann segir vera hálfgert afmælisuppistand. Í uppistandinu mun hann koma inn á hræðslu sína við aldurinn. „Ég verð með uppistand á Akranesi á laugardaginn í Dularfullu búðinni, það má segja að ég sé pínu að halda upp á hvað ég er orðinn gamall með því. Ég ætla meðal annars að segja frá því þegar manni fór að finnast maður gamall fyrst. Það var þegar maður fór að horfa á eftir einhverjum sætum gellum en þær voru allar að ýta á undan sér barnavögnum. Og það eru 20 ár síðan, og þetta verður alltaf verra og verra,“ segir Rökkvi og hlær. „Svo eru núna að koma til mín einhverjir fullorðnir menn og segjast hafa verið aðdáendur einhvers sem ég gerði þegar þeir voru krakkar. Það er alltaf verið að minna mann á aldurinn.“ Spurður út í hvort hann hafi alltaf verið svona hræddur við aldurinn segir Rökkvi: „Ég held að maður reyni bara að hugsa sem minnst út í það. En þegar maður er fertugur grínisti þá fer maður að hugsa með sér hvort maður ætti ekki að fara að hegða sér eins og maður.“ Rökkvi er minna spenntur fyrir þessum tímamótum sem hann stendur á og meira spenntur fyrir helginni. „Akranes er í miklu uppáhaldi hjá mér, Skagamenn hlæja nefnilega bara að öllu, líka hlutum sem flestir myndu bara hneykslast á,“ segir hann kíminn.
Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“