Ólafía mætir bestu konu heimslistans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. mars 2018 14:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fer af stað á sínu fjórða LPGA móti í dag þegar hún hefur keppni á Kia Classic mótinu sem leikið er í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Íþróttamaður ársins 2017 byrjaði árið vel með því að lenda í 26. sæti á Pure Silk mótinu sem haldið var á Bahamaeyjum. Hún náði ekki í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum á LPGA mótaröðinni. Ólafía tók þátt í einu móti á Evrópumótaröðinni í febrúar þar sem hún endaði í 14. sæti. Ólafía er í ráshóp í dag með Laetitia Beck frá Ísrael og Jeong Eun Lee frá Suður Kóreu. Þær leggja af stað frá fyrsta teig klukkan 13:28 að staðartíma, eða klukkan 20:28 að íslenskum tíma. Beck náði inn á topp 10 á fyrsta móti ársins á Bahamaeyjum og það gerði sú suður-kóreska á HSBC mótinu í Singapore. Það eru því engir aukvisar sem spila með Ólafíu, en þær voru báðar nýliðar árið 2015. Ólafía var einnig á meðal keppenda á þessu móti í fyrra en þá náði hún ekki í gegnum niðurskurðinn. Flestir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks á mótinu, meðal annars efsti kylfingur heimslistans, hin kínverska Shanshan Feng. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 23:00. Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fer af stað á sínu fjórða LPGA móti í dag þegar hún hefur keppni á Kia Classic mótinu sem leikið er í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Íþróttamaður ársins 2017 byrjaði árið vel með því að lenda í 26. sæti á Pure Silk mótinu sem haldið var á Bahamaeyjum. Hún náði ekki í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum á LPGA mótaröðinni. Ólafía tók þátt í einu móti á Evrópumótaröðinni í febrúar þar sem hún endaði í 14. sæti. Ólafía er í ráshóp í dag með Laetitia Beck frá Ísrael og Jeong Eun Lee frá Suður Kóreu. Þær leggja af stað frá fyrsta teig klukkan 13:28 að staðartíma, eða klukkan 20:28 að íslenskum tíma. Beck náði inn á topp 10 á fyrsta móti ársins á Bahamaeyjum og það gerði sú suður-kóreska á HSBC mótinu í Singapore. Það eru því engir aukvisar sem spila með Ólafíu, en þær voru báðar nýliðar árið 2015. Ólafía var einnig á meðal keppenda á þessu móti í fyrra en þá náði hún ekki í gegnum niðurskurðinn. Flestir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks á mótinu, meðal annars efsti kylfingur heimslistans, hin kínverska Shanshan Feng. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 23:00.
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira