Fötin sem konur vilja klæðast Ritstjórn skrifar 10. mars 2018 10:30 Glamour/Getty Tískuvikan í París er á enda þar sem tískuhúsin sýndu haust - og vetrarlínur sínar fyrir árið 2018. Konur, kvenleiki og föt sem konur vilja klæðast voru í aðalhlutverki hjá þessum fjórum tískuhúsum sem stóðu upp úr að mati Glamour. Louis VuittonPils, toppar yfir þunnar peysur, keðjur og falleg smáatriði einkenndu sýningu Nicolas Chesquiére fyrir franska tískuhúsið. Fatnaðurinn var aðeins kvenlegri en sumarlínan hans fyrir tískuhúsið, og engir strigaskór voru í augnsýn. BalenciagaDemna Gvasalia sendi konur og karla saman niður tískupallinn, í sýningu sem var ein sú besta á tískuvikunni. Hettupeysur, þröng pils og sokkastígvél eru flíkur sem hann kom í tísku, og voru þessar flíkur til staðar í vetrarlínunni. Demna hefur einnig látið í sér heyra þegar kemur að góðgerðarmálum, og gagnrýnir einnig tískuheiminn fyrir offramleiðslu fatnaðar. Vinsældir Demna munu líklega ekki dvína á næstunni, því bæði hugsun hans og hönnun er á réttum stað. LoeweKlæðilegar yfirhafnir voru aðalhlutverki hjá Loewe, og voru ekki meira né minna en fimmtán kápur sendar niður tískupallinn. Jonathan Anderson lagði áherslu á yfirhafnir fyrir öll tilefni, allt frá brúnum hversdagskápum yfir í svartar og dramatískari, sem hæfa fyrir kvöldin. Þessi brúna kápa væri fullkomin fyrir íslenskt veðurfar. Paco RabanneFerskleiki einkenndi fyrirsætur Paco Rabanne, þar sem þær gengu niður tískupallinn nánast ómálaðar. Flíkurnar voru mjög klæðilegar, frá silfurlituðum pilsum við prjónapeysur til ljósbleikra silkikjóla. Franskar konur voru í huga Julien Dossena við hönnun línunnar, og er þetta línan sem ætti að klæðast til að líta út eins og þær. Mest lesið "Meiri ást, meiri friður. Allt hitt kemur þá af sjálfu sér.“ Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Beckham og Hart eru tvíburar fyrir H&M Glamour Beyonce klæddist 9 milljón dollara virði af demöntum Glamour Ariana Grande eins og dúkka fyrir nýjan Viva Glam varalit Glamour Tískuelítan í LA verðlaunar sig Glamour Selena Gomez snýr aftur á Instagram Glamour Fleiri vilja hætta á samfélagsmiðlum heldur en reykingum Glamour Guðdómlegir síðkjólar á galakvöldi Time Glamour
Tískuvikan í París er á enda þar sem tískuhúsin sýndu haust - og vetrarlínur sínar fyrir árið 2018. Konur, kvenleiki og föt sem konur vilja klæðast voru í aðalhlutverki hjá þessum fjórum tískuhúsum sem stóðu upp úr að mati Glamour. Louis VuittonPils, toppar yfir þunnar peysur, keðjur og falleg smáatriði einkenndu sýningu Nicolas Chesquiére fyrir franska tískuhúsið. Fatnaðurinn var aðeins kvenlegri en sumarlínan hans fyrir tískuhúsið, og engir strigaskór voru í augnsýn. BalenciagaDemna Gvasalia sendi konur og karla saman niður tískupallinn, í sýningu sem var ein sú besta á tískuvikunni. Hettupeysur, þröng pils og sokkastígvél eru flíkur sem hann kom í tísku, og voru þessar flíkur til staðar í vetrarlínunni. Demna hefur einnig látið í sér heyra þegar kemur að góðgerðarmálum, og gagnrýnir einnig tískuheiminn fyrir offramleiðslu fatnaðar. Vinsældir Demna munu líklega ekki dvína á næstunni, því bæði hugsun hans og hönnun er á réttum stað. LoeweKlæðilegar yfirhafnir voru aðalhlutverki hjá Loewe, og voru ekki meira né minna en fimmtán kápur sendar niður tískupallinn. Jonathan Anderson lagði áherslu á yfirhafnir fyrir öll tilefni, allt frá brúnum hversdagskápum yfir í svartar og dramatískari, sem hæfa fyrir kvöldin. Þessi brúna kápa væri fullkomin fyrir íslenskt veðurfar. Paco RabanneFerskleiki einkenndi fyrirsætur Paco Rabanne, þar sem þær gengu niður tískupallinn nánast ómálaðar. Flíkurnar voru mjög klæðilegar, frá silfurlituðum pilsum við prjónapeysur til ljósbleikra silkikjóla. Franskar konur voru í huga Julien Dossena við hönnun línunnar, og er þetta línan sem ætti að klæðast til að líta út eins og þær.
Mest lesið "Meiri ást, meiri friður. Allt hitt kemur þá af sjálfu sér.“ Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Beckham og Hart eru tvíburar fyrir H&M Glamour Beyonce klæddist 9 milljón dollara virði af demöntum Glamour Ariana Grande eins og dúkka fyrir nýjan Viva Glam varalit Glamour Tískuelítan í LA verðlaunar sig Glamour Selena Gomez snýr aftur á Instagram Glamour Fleiri vilja hætta á samfélagsmiðlum heldur en reykingum Glamour Guðdómlegir síðkjólar á galakvöldi Time Glamour