Hítará fer í útboð Karl Lúðvíksson skrifar 12. mars 2018 09:43 Gamla veiðihúsið við Hítará Mynd: SVFR Hítará er ein af vinsælustu veiðiám landsins og hefur verið innan SVFR um árabil en nýlega var auglýsing birt þess efnis að hún sé að fara í útboð. Það hefur verið mikið sótt í veiði í Hítará í gegnum árin og þrátt fyrir að veiðin hafi verið upp og ofan sum árin er heilt yfir góð veiði í ánni. Það fylgir dvölinni mikill sjarmi þegar gist er í gamla húsinu en það er, eins og engum sem hefur dvalist í því, mjög komið til ára sinna og ljóst að það fer að renna upp sá tími að annað hvort þurfi að taka húsið vel í gegn eða reisa nýtt við ánna. Umræðan hefur verið sú að nýlegt útboð á Straumfjarðará sem SVFR fékk með hæsta boði upp á 35 milljónir hafi aðeins hrist upp í landeigendum við Hítará en árnar eru báðar mjög vinsælar þó það sé veitt á færri stangir í Straumfjarðará er veiði pr stöng ekkert mjög ólík. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig þetta útboð fer en það verður að teljast líklegt að flestir stærri veiðileyfasalar landsins komi til með að taka þátt í því enda áin einn af bitastæðustu veiðisvæðunum á vesturlandi. Mest lesið Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði
Hítará er ein af vinsælustu veiðiám landsins og hefur verið innan SVFR um árabil en nýlega var auglýsing birt þess efnis að hún sé að fara í útboð. Það hefur verið mikið sótt í veiði í Hítará í gegnum árin og þrátt fyrir að veiðin hafi verið upp og ofan sum árin er heilt yfir góð veiði í ánni. Það fylgir dvölinni mikill sjarmi þegar gist er í gamla húsinu en það er, eins og engum sem hefur dvalist í því, mjög komið til ára sinna og ljóst að það fer að renna upp sá tími að annað hvort þurfi að taka húsið vel í gegn eða reisa nýtt við ánna. Umræðan hefur verið sú að nýlegt útboð á Straumfjarðará sem SVFR fékk með hæsta boði upp á 35 milljónir hafi aðeins hrist upp í landeigendum við Hítará en árnar eru báðar mjög vinsælar þó það sé veitt á færri stangir í Straumfjarðará er veiði pr stöng ekkert mjög ólík. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig þetta útboð fer en það verður að teljast líklegt að flestir stærri veiðileyfasalar landsins komi til með að taka þátt í því enda áin einn af bitastæðustu veiðisvæðunum á vesturlandi.
Mest lesið Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði