Alvöru hlífðarfatnaður frá Margiela Ritstjórn skrifar 1. mars 2018 20:00 Glamour/Getty Sýning Maison Margiela var sýnd á tískuvikunni í París, þar sem John Galliano er listrænn stjórnandi. Fyrir þessa línu mætti áætla að hann héldi að heimsendir væri á leiðinni, þar sem fötin voru í þá áttina. Hlífðarjakkar, skíðastrigaskór og vatnsheldir hattar voru mjög áberandi. Úlpurnar og yfirhafnirnar voru mjög stórar, og margar hverjar úr endurskins- og glansandi efni. Talandi um línuna, sagði Galliano að hann hefði ímyndað sér hverju hann hendir yfir sig þegar hann fer út að labba með hundinn sinn, og hló að því að þetta hefði verið útkoman. Þessi plasthattur yrði allavega sniðugur fyrir okkur Íslendinga. Skemmtileg lína og áhugaverð, og spennandi verður að vita hvort þessir strigaskór munu ganga lengra en bara tískupallinn. Mest lesið Margot Robbie gekk í það heilaga um helgina Glamour Nýtt förðunartrend frá Suður-Kóreu slær í gegn Glamour Jonathan Saunders verður yfirhönnuður Diane von Furstenberg Glamour Sigurvegarar bresku tískuverðlaunana Glamour Pixiwoo systurnar búa til nýtt orð Glamour Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Glamour Stuð og stemming í bleiku tískuboði Glamour Marc Jacobs býr til bol úr Instagram óhappinu Glamour Cara vinnur að tónlist með Nile Rodgers Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Nike Glamour
Sýning Maison Margiela var sýnd á tískuvikunni í París, þar sem John Galliano er listrænn stjórnandi. Fyrir þessa línu mætti áætla að hann héldi að heimsendir væri á leiðinni, þar sem fötin voru í þá áttina. Hlífðarjakkar, skíðastrigaskór og vatnsheldir hattar voru mjög áberandi. Úlpurnar og yfirhafnirnar voru mjög stórar, og margar hverjar úr endurskins- og glansandi efni. Talandi um línuna, sagði Galliano að hann hefði ímyndað sér hverju hann hendir yfir sig þegar hann fer út að labba með hundinn sinn, og hló að því að þetta hefði verið útkoman. Þessi plasthattur yrði allavega sniðugur fyrir okkur Íslendinga. Skemmtileg lína og áhugaverð, og spennandi verður að vita hvort þessir strigaskór munu ganga lengra en bara tískupallinn.
Mest lesið Margot Robbie gekk í það heilaga um helgina Glamour Nýtt förðunartrend frá Suður-Kóreu slær í gegn Glamour Jonathan Saunders verður yfirhönnuður Diane von Furstenberg Glamour Sigurvegarar bresku tískuverðlaunana Glamour Pixiwoo systurnar búa til nýtt orð Glamour Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Glamour Stuð og stemming í bleiku tískuboði Glamour Marc Jacobs býr til bol úr Instagram óhappinu Glamour Cara vinnur að tónlist með Nile Rodgers Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Nike Glamour