Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Birgir Olgeirsson skrifar 3. mars 2018 22:32 Ari Ólafsson á sviði í úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll í kvöld. RÚV Ari Ólafsson vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Hann hafði betur gegn Degi Sigurðssyni í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. Greinilegt er að Ari vann talsvert á í einvíginu því Dagur vann fyrri umferðina með miklum yfirburðum. Dagur fékk 20.183 stig frá dómurum keppninnar, sem voru sjö talsins, og Ari 17.453 atkvæði. Frá áhorfendum fékk Dagur 24.547 atkvæði í fyrri umferðinni en Ari 18.408 atkvæði. Atkvæðaskiptingin í einvíginu var ekki lesin upp þegar úrslitin voru kynnt í beinni útsendingu.Svona var staðan eftir að niðurstaða dómnefndar hafði verið kynnt.Hér má sjá hvernig áhorfendur greiddu atkvæði í fyrri umferðinni.„Ég vil bara segja, þetta er kærleikur og ást og tónlist kemur okkur öllum saman. Og við erum öll saman hérna og þetta er yndisleg stund og þetta er mikilvægt hvað það er mikil ást í loftinu og ég vil bara segja takk kærlega fyrir Ísland þetta er svo fallegt af ykkur, ég elska ykkur svo mikið,“ sagði Ari á sviðinu eftir að úrslitin höfðu verið tilkynnt.Ari Ólafsson og hópurinn hans þegar úrslitin voru kynnt.Hér fyrir neðan má sjá flutning Ara á laginu Our Choice í úrslitunum í kvöld. Ari mun stíga á svið fyrir Íslands hönd í Altice Arena á fyrra undankvöldi Eurovision þann áttunda maí næstkomandi. Þessum unga söngvara bíður það erfiða verkefni að koma Íslendingum í úrslit Eurovision, en síðastliðin þrjú ár hefur það ekki tekist. En hver er þessi ungi söngvari? Ari er aðeins nítján ára gamall, fæddur árið 1998. Hann hefur sungið síðan hann man eftir sér en vakti fyrst talsverða athygli þegar hann lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, þá ellefu ára gamall. „Ég vissi ekki að ég hefði söngrödd fyrr en ég lék það hlutverk,“ sagði Ari í viðtali við Fréttablaðið árið 2016. Hann hóf nám í Söngskólanum í Reykjavík eftir sýninguna, fyrst hjá Garðari Cortes en síðan hjá Bergþóri Pássyni. Þrettán ára gamall söng hann með norsku stjörnunni Sissel Kyrkjebø í Eldborgarsal tónlistarhússins Hörpu. Um var að ræða lagið The Prayer sem meðal annars Andrea Bocelli og Celine Dion hafa sungið saman. Hann tók tvisvar þátt í söngkeppni Menntaskólans í Hamrahlíð og var í Ísland Got Talent hjá Stöð 2 og í fyrstu þáttaröðinni af The Voice.Í desember síðastliðnum fékk Ari þær fréttir að hann hefði komist inn í The Royal Academy of Music í London, elsta tónlistarskóla þar í landi og einn af þeim virtari í veröldinni.Hann sagði frá þessu í viðtali við Fréttablaðið í desember en þar ljóstraði hann því einnig upp að hann væri skyldur söngsystkinunum Diddú og Páli Óskari, en amma Ara og faðir Páls Óskar og Diddúar voru systkini. Eurovision Tengdar fréttir Finnskur Eurovision-sérfræðingur hefur valið sitt sigurlag í Söngvakeppninni Thomas finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. 24. febrúar 2018 10:04 Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45 Heyrðu Eurovision-framlag Finna í ár Völdu úr þremur lögum sem Saara Aalto flutti. 3. mars 2018 20:07 Bestu tístin á #12stig: Misjöfn viðbrögð við tárvotu viðtali Ara Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 3. mars 2018 20:42 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Fleiri fréttir Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Sjá meira
Ari Ólafsson vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Hann hafði betur gegn Degi Sigurðssyni í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. Greinilegt er að Ari vann talsvert á í einvíginu því Dagur vann fyrri umferðina með miklum yfirburðum. Dagur fékk 20.183 stig frá dómurum keppninnar, sem voru sjö talsins, og Ari 17.453 atkvæði. Frá áhorfendum fékk Dagur 24.547 atkvæði í fyrri umferðinni en Ari 18.408 atkvæði. Atkvæðaskiptingin í einvíginu var ekki lesin upp þegar úrslitin voru kynnt í beinni útsendingu.Svona var staðan eftir að niðurstaða dómnefndar hafði verið kynnt.Hér má sjá hvernig áhorfendur greiddu atkvæði í fyrri umferðinni.„Ég vil bara segja, þetta er kærleikur og ást og tónlist kemur okkur öllum saman. Og við erum öll saman hérna og þetta er yndisleg stund og þetta er mikilvægt hvað það er mikil ást í loftinu og ég vil bara segja takk kærlega fyrir Ísland þetta er svo fallegt af ykkur, ég elska ykkur svo mikið,“ sagði Ari á sviðinu eftir að úrslitin höfðu verið tilkynnt.Ari Ólafsson og hópurinn hans þegar úrslitin voru kynnt.Hér fyrir neðan má sjá flutning Ara á laginu Our Choice í úrslitunum í kvöld. Ari mun stíga á svið fyrir Íslands hönd í Altice Arena á fyrra undankvöldi Eurovision þann áttunda maí næstkomandi. Þessum unga söngvara bíður það erfiða verkefni að koma Íslendingum í úrslit Eurovision, en síðastliðin þrjú ár hefur það ekki tekist. En hver er þessi ungi söngvari? Ari er aðeins nítján ára gamall, fæddur árið 1998. Hann hefur sungið síðan hann man eftir sér en vakti fyrst talsverða athygli þegar hann lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, þá ellefu ára gamall. „Ég vissi ekki að ég hefði söngrödd fyrr en ég lék það hlutverk,“ sagði Ari í viðtali við Fréttablaðið árið 2016. Hann hóf nám í Söngskólanum í Reykjavík eftir sýninguna, fyrst hjá Garðari Cortes en síðan hjá Bergþóri Pássyni. Þrettán ára gamall söng hann með norsku stjörnunni Sissel Kyrkjebø í Eldborgarsal tónlistarhússins Hörpu. Um var að ræða lagið The Prayer sem meðal annars Andrea Bocelli og Celine Dion hafa sungið saman. Hann tók tvisvar þátt í söngkeppni Menntaskólans í Hamrahlíð og var í Ísland Got Talent hjá Stöð 2 og í fyrstu þáttaröðinni af The Voice.Í desember síðastliðnum fékk Ari þær fréttir að hann hefði komist inn í The Royal Academy of Music í London, elsta tónlistarskóla þar í landi og einn af þeim virtari í veröldinni.Hann sagði frá þessu í viðtali við Fréttablaðið í desember en þar ljóstraði hann því einnig upp að hann væri skyldur söngsystkinunum Diddú og Páli Óskari, en amma Ara og faðir Páls Óskar og Diddúar voru systkini.
Eurovision Tengdar fréttir Finnskur Eurovision-sérfræðingur hefur valið sitt sigurlag í Söngvakeppninni Thomas finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. 24. febrúar 2018 10:04 Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45 Heyrðu Eurovision-framlag Finna í ár Völdu úr þremur lögum sem Saara Aalto flutti. 3. mars 2018 20:07 Bestu tístin á #12stig: Misjöfn viðbrögð við tárvotu viðtali Ara Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 3. mars 2018 20:42 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Fleiri fréttir Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Sjá meira
Finnskur Eurovision-sérfræðingur hefur valið sitt sigurlag í Söngvakeppninni Thomas finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. 24. febrúar 2018 10:04
Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45
Heyrðu Eurovision-framlag Finna í ár Völdu úr þremur lögum sem Saara Aalto flutti. 3. mars 2018 20:07
Bestu tístin á #12stig: Misjöfn viðbrögð við tárvotu viðtali Ara Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 3. mars 2018 20:42