Ákveðin í að verða læknir frá því hún var þriggja ára Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2018 07:00 Góð stækkunargleraugu eru grundvallaratriði þegar hárfínar æðar eru saumaðar. Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir er fyrst íslenskra kvenna til að leggja fyrir sig hjarta- og lungnaskurðlækningar. Fyrir rúmri viku framkvæmdi hún sína fyrstu hjartaaðgerð. Hún kveðst hafa beðið lengi eftir þessum tímamótum. Ragnheiður Martha er nývöknuð þegar slegið er á þráðinn til hennar síðdegis einn daginn. Hún hafði verið á næturvakt á sjúkrahúsinu í Umeå í Svíþjóð þar sem hún er með stöðu á hjarta- og lungnaskurðdeildinni og sérhæfir sig í þeirri grein lækninga sem þar er stunduð. Fyrsta spurning til hennar er: Er ekki kalt í Umeå? „Það voru mínus 30 gráður í morgun, svo var sól í dag en þegar hún hvarf varð skítkalt aftur. En það er stillilogn. Ég geng bara um með trefil fyrir andlitinu.“ Fyrstu hjartaaðgerðina gerði Ragnheiður Martha fyrir rúmri viku. Var það ekki sérstök tilfinning? „Jú, það er eitthvað sem ég er búin að bíða eftir lengi. Er auðvitað búin að aðstoða við margar aðgerðir og hef gert nokkrar minni lungnaaðgerðir en aldrei heila hjartaaðgerð frá upphafi til enda, svo það var stórt skref á ferlinum. Þetta var kransæðahjáveituaðgerð. Þá tekur maður æðar annars staðar frá og tengir fram hjá stíflunni. Saumar æðarnar saman með mjög þunnum þræði og fínum nálum því þær eru bara einn til tveir millimetrar á breidd. Ég var með sérfræðing sem leiðbeindi mér og fleira fagfólk kringum mig sem ég hef unnið með síðustu mánuðina, andrúmsloftið var þægilegt og allt gekk vel.“Ragnheiður Martha JóhannesdóttirRagnheiður Martha er 31 árs. Hún kveðst hafa verið í skóla síðan hún var sex ára, fyrst í Grafarvoginum, svo í menntaskóla þaðan sem hún fór beint í læknisfræðina. Nú á hún tvö til þrjú ár eftir af sérnáminu. Var hún snemma ákveðin í að verða læknir? „Já, eiginlega frá því ég man eftir mér. Ég var einmitt að tala við ömmu fyrir helgi og hún man að þriggja, fjögurra ára sagðist ég ætla að verða læknir.“ Hún hefur búið í Svíþjóð frá því í apríl 2015. „Ég er mjög ánægð og á deildinni hér í Umeå, þar er mér tekið eins og einni úr fjölskyldunni. Svo er maðurinn minn hér í byggingarvinnu og hefur nóg að gera. Við erum búin að kaupa okkur lóð úti í skógi og ætlum að byggja þar yfir okkur og hundinn en verðum að byrja á skógarhöggi.“ En komist þið í heimsóknir til Íslands fyrst þið fenguð ykkur hund? „Já, það er úrval af fólki hér með próf í að passa hunda og hefur aðstöðu til þess. Við komum síðast heim í fyrrasumar. En það er nóg að gera hjá okkur. Svo eru tvö flug heim. Fyrst klukkutíma flug frá Umeå til Stokkhólms og svo þaðan heim. Þetta er smá spölur.“ Ragnheiður kveðst aðeins byrjuð að iðka skíðasport, enda segir hún nauðsynlegt að nýta snjóinn. „Hér eru allir á gönguskíðum og það eru flottar leiðir út um allt. Svo er mikil hokkímenning hérna og allir krakkar á skautum. Nokkur ísilögð vötn eru í nágrenninu svo aðstæður til iðkunar eru góðar,“ segir Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir skurðlæknir að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir er fyrst íslenskra kvenna til að leggja fyrir sig hjarta- og lungnaskurðlækningar. Fyrir rúmri viku framkvæmdi hún sína fyrstu hjartaaðgerð. Hún kveðst hafa beðið lengi eftir þessum tímamótum. Ragnheiður Martha er nývöknuð þegar slegið er á þráðinn til hennar síðdegis einn daginn. Hún hafði verið á næturvakt á sjúkrahúsinu í Umeå í Svíþjóð þar sem hún er með stöðu á hjarta- og lungnaskurðdeildinni og sérhæfir sig í þeirri grein lækninga sem þar er stunduð. Fyrsta spurning til hennar er: Er ekki kalt í Umeå? „Það voru mínus 30 gráður í morgun, svo var sól í dag en þegar hún hvarf varð skítkalt aftur. En það er stillilogn. Ég geng bara um með trefil fyrir andlitinu.“ Fyrstu hjartaaðgerðina gerði Ragnheiður Martha fyrir rúmri viku. Var það ekki sérstök tilfinning? „Jú, það er eitthvað sem ég er búin að bíða eftir lengi. Er auðvitað búin að aðstoða við margar aðgerðir og hef gert nokkrar minni lungnaaðgerðir en aldrei heila hjartaaðgerð frá upphafi til enda, svo það var stórt skref á ferlinum. Þetta var kransæðahjáveituaðgerð. Þá tekur maður æðar annars staðar frá og tengir fram hjá stíflunni. Saumar æðarnar saman með mjög þunnum þræði og fínum nálum því þær eru bara einn til tveir millimetrar á breidd. Ég var með sérfræðing sem leiðbeindi mér og fleira fagfólk kringum mig sem ég hef unnið með síðustu mánuðina, andrúmsloftið var þægilegt og allt gekk vel.“Ragnheiður Martha JóhannesdóttirRagnheiður Martha er 31 árs. Hún kveðst hafa verið í skóla síðan hún var sex ára, fyrst í Grafarvoginum, svo í menntaskóla þaðan sem hún fór beint í læknisfræðina. Nú á hún tvö til þrjú ár eftir af sérnáminu. Var hún snemma ákveðin í að verða læknir? „Já, eiginlega frá því ég man eftir mér. Ég var einmitt að tala við ömmu fyrir helgi og hún man að þriggja, fjögurra ára sagðist ég ætla að verða læknir.“ Hún hefur búið í Svíþjóð frá því í apríl 2015. „Ég er mjög ánægð og á deildinni hér í Umeå, þar er mér tekið eins og einni úr fjölskyldunni. Svo er maðurinn minn hér í byggingarvinnu og hefur nóg að gera. Við erum búin að kaupa okkur lóð úti í skógi og ætlum að byggja þar yfir okkur og hundinn en verðum að byrja á skógarhöggi.“ En komist þið í heimsóknir til Íslands fyrst þið fenguð ykkur hund? „Já, það er úrval af fólki hér með próf í að passa hunda og hefur aðstöðu til þess. Við komum síðast heim í fyrrasumar. En það er nóg að gera hjá okkur. Svo eru tvö flug heim. Fyrst klukkutíma flug frá Umeå til Stokkhólms og svo þaðan heim. Þetta er smá spölur.“ Ragnheiður kveðst aðeins byrjuð að iðka skíðasport, enda segir hún nauðsynlegt að nýta snjóinn. „Hér eru allir á gönguskíðum og það eru flottar leiðir út um allt. Svo er mikil hokkímenning hérna og allir krakkar á skautum. Nokkur ísilögð vötn eru í nágrenninu svo aðstæður til iðkunar eru góðar,“ segir Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir skurðlæknir að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira