Yfir 20 veiðisvæði komin í sölu Karl Lúðvíksson skrifar 21. febrúar 2018 12:05 Fallegur urriði á bakkanum Mynd: Atli Bergman Það er aðeins rétt rúmur mánuður í að veiðin hefjist og það skal engin velkjast í vafa um það að veiðimenn og veiðikonur landsins eru farin að hlakka til komandi tímabils. Það er þess vegna ekki úr vegi að skoða hvað er í boði af lausum leyfum fyrir komandi sumar. Veið erum aðeins farin að kíkja í kringum okkur og telja upp eitt og annað af spennandi leyfum sem eru komin í sölu. Hjá Veiða.is eru nú yfir 20 svæði komin á sölu á vefnum hjá þeim og óhætt að segja að það sé úr mörgu að velja. Meðal svæði sem eru í boði má kannski helst nefna Eystri Rangá en komandi tímabil verður það fyrsta eftir stórauknar sleppingar á gönguseiðum, þ.e.a.s. fyrsta tímabilið þar sem von er á skilum úr þeim sleppingum og það verður mjög spennandi að sjá hvernig fyrstu dagarnir verða í ánni. Silungsveiðileyfi eru einnig ansi fjölbreytt hjá þeim en meðal svæða sem er boðið uppá má nefna Fremri Laxá, ósasvæði Laxár á Ásum, urriðasvæðin í Mýrarkvísl og Hlíðarvatn í Selvogi en það vatn er líklega án vafa eitt vinsælasta silungsvatn á landinu. Þú getur skoðað úrvalið á vefnum hjá þeim hér. Mest lesið Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Breytt viðhorf til Veitt og Sleppt Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði
Það er aðeins rétt rúmur mánuður í að veiðin hefjist og það skal engin velkjast í vafa um það að veiðimenn og veiðikonur landsins eru farin að hlakka til komandi tímabils. Það er þess vegna ekki úr vegi að skoða hvað er í boði af lausum leyfum fyrir komandi sumar. Veið erum aðeins farin að kíkja í kringum okkur og telja upp eitt og annað af spennandi leyfum sem eru komin í sölu. Hjá Veiða.is eru nú yfir 20 svæði komin á sölu á vefnum hjá þeim og óhætt að segja að það sé úr mörgu að velja. Meðal svæði sem eru í boði má kannski helst nefna Eystri Rangá en komandi tímabil verður það fyrsta eftir stórauknar sleppingar á gönguseiðum, þ.e.a.s. fyrsta tímabilið þar sem von er á skilum úr þeim sleppingum og það verður mjög spennandi að sjá hvernig fyrstu dagarnir verða í ánni. Silungsveiðileyfi eru einnig ansi fjölbreytt hjá þeim en meðal svæða sem er boðið uppá má nefna Fremri Laxá, ósasvæði Laxár á Ásum, urriðasvæðin í Mýrarkvísl og Hlíðarvatn í Selvogi en það vatn er líklega án vafa eitt vinsælasta silungsvatn á landinu. Þú getur skoðað úrvalið á vefnum hjá þeim hér.
Mest lesið Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Breytt viðhorf til Veitt og Sleppt Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði