Ólafía jafnaði besta hring mótsins │ Valdís Þóra í þriðja sæti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 09:12 Íslandsmeistarinn 2017 hefur byrjað árið frábærlega mynd/let Valdís Þóra Jónsdóttir hélt áfram frábærri spilamennsku sinni í Ástralíu á þriðja hringnum á Ladies Classic Bonville mótinu í nótt. Skagakonan spilaði hringinn á pari vallarins, 72 höggum, og er samtals á fimm höggum undir pari. Hún fékk einn fugl og tvo skolla á fyrri níu holunum en seinni níu voru mjög skrautlegar þar sem hún fékk þrjá fugla og tvo skolla. Spilamennskan skilaði Valdísi í 3. - 6. sæti, en fjórir kylfingar eru jafnir á fimm höggum undir pari. Aðeins eitt högg er í hina ensku Holly Clyburn sem er í öðru sæti en Frakkinn Celine Boutier er efst á ellefu höggum undir pari og ætti að vera nokkuð örugg með sigurinn nema eitthvað stórkostlegt gerist á lokahringnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti stórkostlegan hring í nótt þar sem hún lék á fimm höggum undir pari. Hún fékk örn á sjöundu holu eftir að hafa fengið skolla á sjöttu og fugl á þeirri fjórðu. Hún fékk svo fjóra fugla á seinni níu holunum en einn skolla. Ljóst er að Íþróttamaður ársins 2017 væri að berjast á toppnum, ef ekki bara í toppsætinu, ef hún hefði ekki átt hrikalegan fyrsta hring. Hún er eins og er í 20.-23. sætinu á einu höggi yfir pari, en ef hún spilar lokahringinn eins og hringinn í dag þá gæti hún blandað sér í toppbaráttuna. Það spilaði enginn kylfingur betur en Ólafía í nótt, aðeins sú franska Boutier var á sama skori og Ólafía, 67 höggum. Clyburn náði einnig sama skori á fyrsta hringnum sínum en enginn hefur farið betri hring á öllum þremur keppnisdögum mótsins. Lokahringurinn verður spilaður næstu nótt og hefst útsending frá mótinu klukkan 02:00 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir hélt áfram frábærri spilamennsku sinni í Ástralíu á þriðja hringnum á Ladies Classic Bonville mótinu í nótt. Skagakonan spilaði hringinn á pari vallarins, 72 höggum, og er samtals á fimm höggum undir pari. Hún fékk einn fugl og tvo skolla á fyrri níu holunum en seinni níu voru mjög skrautlegar þar sem hún fékk þrjá fugla og tvo skolla. Spilamennskan skilaði Valdísi í 3. - 6. sæti, en fjórir kylfingar eru jafnir á fimm höggum undir pari. Aðeins eitt högg er í hina ensku Holly Clyburn sem er í öðru sæti en Frakkinn Celine Boutier er efst á ellefu höggum undir pari og ætti að vera nokkuð örugg með sigurinn nema eitthvað stórkostlegt gerist á lokahringnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti stórkostlegan hring í nótt þar sem hún lék á fimm höggum undir pari. Hún fékk örn á sjöundu holu eftir að hafa fengið skolla á sjöttu og fugl á þeirri fjórðu. Hún fékk svo fjóra fugla á seinni níu holunum en einn skolla. Ljóst er að Íþróttamaður ársins 2017 væri að berjast á toppnum, ef ekki bara í toppsætinu, ef hún hefði ekki átt hrikalegan fyrsta hring. Hún er eins og er í 20.-23. sætinu á einu höggi yfir pari, en ef hún spilar lokahringinn eins og hringinn í dag þá gæti hún blandað sér í toppbaráttuna. Það spilaði enginn kylfingur betur en Ólafía í nótt, aðeins sú franska Boutier var á sama skori og Ólafía, 67 höggum. Clyburn náði einnig sama skori á fyrsta hringnum sínum en enginn hefur farið betri hring á öllum þremur keppnisdögum mótsins. Lokahringurinn verður spilaður næstu nótt og hefst útsending frá mótinu klukkan 02:00 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira