Aron Hannes, Áttan og Dagur áfram í úrslit Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 21:40 Aron Hannes, Áttan og Dagur Sigurðsson komust áfram í kvöld. Mummi Lú Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram á seinna undankvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem haldið var í Háskólabíó í kvöld. Lögin þrjú munu etja kappi við lög Heimilistóna, Ara Ólafssonar og Fókus hópsins í úrslitum söngvakeppninnar sem haldin verður þann 3. mars næstkomandi. Sigurlagið verður framlag Íslands á Eurovision í Portúgal í vor. Þá kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu að í ár verði ekkert svokallað „wild card“ í úrslitum, þ.e. eitt af þeim lögum sem ekki komust áfram á undankvöldunum. Kvöldið var spennuþrungið, enda settu tæknilegir örðugleikar strik í reikninginn strax í byrjun keppninnar þegar mistök í hljóðvinnslu urðu til þess að Aron Hannes flutti lag sitt aftur.Mistökin komu ekki að sök heldur var lagið Golddigger með Aroni Hannesi fyrst upp úr hattinum. Höfundar lags og texta eru Sveinn Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson, Oskar Nyman og Valgeir Magnússon. Þá var komið að laginu Hér með þér í flutningi Áttumeðlimanna Egils Ploders og Sonju Valdin. Höfundar eru téður Egill og Nökkvi Fjalar Orrason, félagi Egils og Sonju úr Áttunni. Síðasta lagið sem komst áfram var svo Í stormi sem Dagur Sigurðsson flutti af mikilli innlifun. Áður en tilkynnt var um lagið hófu áhorfendur að kyrja nafn Dags svo augljóst þótti að ánægja ríkti með innihald umslagsins.Hér að neðan má hlýða á lögin sem komust áfram í kvöld. Eurovision Tengdar fréttir Sigurvegari Eurovision 2013 kemur fram á lokakvöldinu Danska söngkonan Emmelie de Forest sem sigraði Eurovision söngvakeppnina árið 2013 með laginu Only Teardrops mun koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll 3. mars. 30. janúar 2018 11:15 Aron Hannes flutti lag sitt aftur vegna tæknilegra mistaka Mistök við hljóðvinnslu urðu til þess að Aron Hannes, einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fer fram nú í kvöld, fékk að flytja lag sitt Golddigger aftur í lok keppninnar. 17. febrúar 2018 20:30 Ari, Fókus-hópurinn og Heimilistónar áfram í úrslit Heimilistónar, Ari Ólafsson og Fókus hópurinn tryggðu sér í kvöld sæti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Munu þessi lög því keppa um sæti Íslands á Eurovision í Portúgal í vor. 10. febrúar 2018 21:25 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira
Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram á seinna undankvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem haldið var í Háskólabíó í kvöld. Lögin þrjú munu etja kappi við lög Heimilistóna, Ara Ólafssonar og Fókus hópsins í úrslitum söngvakeppninnar sem haldin verður þann 3. mars næstkomandi. Sigurlagið verður framlag Íslands á Eurovision í Portúgal í vor. Þá kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu að í ár verði ekkert svokallað „wild card“ í úrslitum, þ.e. eitt af þeim lögum sem ekki komust áfram á undankvöldunum. Kvöldið var spennuþrungið, enda settu tæknilegir örðugleikar strik í reikninginn strax í byrjun keppninnar þegar mistök í hljóðvinnslu urðu til þess að Aron Hannes flutti lag sitt aftur.Mistökin komu ekki að sök heldur var lagið Golddigger með Aroni Hannesi fyrst upp úr hattinum. Höfundar lags og texta eru Sveinn Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson, Oskar Nyman og Valgeir Magnússon. Þá var komið að laginu Hér með þér í flutningi Áttumeðlimanna Egils Ploders og Sonju Valdin. Höfundar eru téður Egill og Nökkvi Fjalar Orrason, félagi Egils og Sonju úr Áttunni. Síðasta lagið sem komst áfram var svo Í stormi sem Dagur Sigurðsson flutti af mikilli innlifun. Áður en tilkynnt var um lagið hófu áhorfendur að kyrja nafn Dags svo augljóst þótti að ánægja ríkti með innihald umslagsins.Hér að neðan má hlýða á lögin sem komust áfram í kvöld.
Eurovision Tengdar fréttir Sigurvegari Eurovision 2013 kemur fram á lokakvöldinu Danska söngkonan Emmelie de Forest sem sigraði Eurovision söngvakeppnina árið 2013 með laginu Only Teardrops mun koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll 3. mars. 30. janúar 2018 11:15 Aron Hannes flutti lag sitt aftur vegna tæknilegra mistaka Mistök við hljóðvinnslu urðu til þess að Aron Hannes, einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fer fram nú í kvöld, fékk að flytja lag sitt Golddigger aftur í lok keppninnar. 17. febrúar 2018 20:30 Ari, Fókus-hópurinn og Heimilistónar áfram í úrslit Heimilistónar, Ari Ólafsson og Fókus hópurinn tryggðu sér í kvöld sæti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Munu þessi lög því keppa um sæti Íslands á Eurovision í Portúgal í vor. 10. febrúar 2018 21:25 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira
Sigurvegari Eurovision 2013 kemur fram á lokakvöldinu Danska söngkonan Emmelie de Forest sem sigraði Eurovision söngvakeppnina árið 2013 með laginu Only Teardrops mun koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll 3. mars. 30. janúar 2018 11:15
Aron Hannes flutti lag sitt aftur vegna tæknilegra mistaka Mistök við hljóðvinnslu urðu til þess að Aron Hannes, einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fer fram nú í kvöld, fékk að flytja lag sitt Golddigger aftur í lok keppninnar. 17. febrúar 2018 20:30
Ari, Fókus-hópurinn og Heimilistónar áfram í úrslit Heimilistónar, Ari Ólafsson og Fókus hópurinn tryggðu sér í kvöld sæti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Munu þessi lög því keppa um sæti Íslands á Eurovision í Portúgal í vor. 10. febrúar 2018 21:25